Fréttablaðið - 16.09.2021, Side 22

Fréttablaðið - 16.09.2021, Side 22
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Ólafur segir að allt þetta mál hafi tekið mikið á sig og alla fjölskyld- una enda margra ára barátta. Hann ásamt foreldrum sínum og bróður hafi í góðri trú ákveðið að stofna Mjólku árið 2005. Ólafur er alinn upp á Eyjum 11 í Kjós þar sem fyrirtækið var meðal annars til húsa. „Við stóðum í baráttu við MS í mörg ár svo það er fagnaðar- efni að dómurinn hafi fallið á þennan veg. Þegar við leituðum fyrst til Samkeppniseftirlits- ins vegna verðs sem MS lagði á undanrennuduft og svo hrámjólk til okkar fór af stað löng atburða- rás sem tók mikið á. Þaðan fór málið til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála sem síðan sendi það aftur til Samkeppniseftirlitsins. Málið fór aftur til Samkeppnis- eftirlitsins sem komst aftur að þeirri niðurstöðu að um mjög alvarlegt brot væri að ræða. Þaðan fer svo málið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem fellir meginhluta ákvörðunar SKE úr gildi. Samkeppniseftirlitið fer þá með málið fyrir héraðsdóm sem staðfestir ákvörðun Samkeppnis- eftirlitsins, Landsréttur kemst að sömu niðurstöðu og loks Hæsti- réttur. Dómurinn sem kveðinn var upp í mars hefur mikið for- dæmisgildi. Þarna var verið að taka fyrir gildissvið búvörulaga og samkeppnislaga. Áður var ekki til neitt fordæmisgildi um það hvernig þessi lagasvið ættu að vinna saman. Þess vegna var mjög mikilvægt fyrir okkur að fá úr þessu skorið,“ segir Ólafur. Alvarlegar aðgerðir „Við hjónin vorum í dómsal þegar dómurinn féll og það var skrítin tilfinning þar sem dómurinn var mjög afdráttarlaus. Aðgerðir Mjólkursamsölunnar voru mjög alvarlegar og höfðu miklar af leiðingar fyrir fyrirtækið okkar. MS var fundin sek um að leyna gögnum og að leggja fram vill- andi upplýsingar. Það varð meðal annars til þess að málið dróst óeðlilega lengi. Fyrirtækið fór fram með einbeittum brotavilja. Sú saga er orðin mjög löng og nær í raun aftur til þess tíma þegar MS fór fram á móti Kjörís þegar það kom á markað. Eigendur þess eiga skilið fálkaorðu fyrir sína baráttu,“ segir Ólafur. „Maður getur aldrei verið viss um hvernig dómar falla. Ég var ánægður með dómarana sem hafa haldið vörð um sjálfstæði dómstólanna, til dæmis gagnvart stjórnvöldum. Þótt fólk sé ekki alltaf sátt við niðurstöðu dóma þá verður að segja að dómarar hafa ekki verið handbendi einstakra sjónarmiða eða ákveðnum aðilum í þjóðfélaginu. Í þessu tilfelli gegn Mjólkursamsölunni. Að mínu viti var ekki sams konar hlutleysis gætt hjá áfrýjunarnefndinni. Þar var aðili sem hefði átt að segja sig frá málinu þar sem hann hafði unnið mikið fyrir Bændasam- tökin og landbúnaðarráðuneytið. Niðurstaða Samkeppnis- eftirlitsins sem síðan er staðfest í Hæstarétti hefur haft gríðar- lega mikil áhrif. Strax eftir seinni úrskurð Samkeppniseftirlitsins varð ljóst að það þyrfti að standa að sölu á mjólk með ákveðnum hætti. Það var gert með því að aðskilja sölu á hrámjólk frá öðrum deildum. Síðan þá hefur MS ekki selt keppinautum sínum mjólk heldur Auðhumla, sem er móður- félag MS sem safnar allri mjólk á landinu og selur til allra á sama verði. Í dag fá keppinautarnir mjólkina á sama verði og MS. Þess vegna hefur Arna og fleiri fyrirtæki sem hafa orðið til í mjólkuriðnaði vaxið og dafnað. Þegar Baula var stofnuð var 56% álag á mjólkina til þeirra en var þó ekki nema 24% til okkar. Það kemur skýrt fram í dómnum að Mjólkursamsalan „Málið tók mikið á mig og alla mína fjöl- skyldu,“ segir Ólafur, sem neyddist til að selja fyrirtæki sitt, Mjólku, á sínum tíma. MYND/AÐSEND hefði sjálf ekki verið rekstrarhæf eða skilað rekstrarafgangi ef hún hefði búið við þá verðlagningu sem hún ætlaði keppinautum sínum,“ upplýsir hann. Földu nýjar vörur Ólafur segir að ævintýrið með Mjólku hafi oft verið ánægjulegt og starfið skemmtilegt. Baráttan við einokunarrisann MS hafi hins vegar tekið mikið á alla fjöl- skylduna. „Mér fannst virkilega gaman að takast á við að byggja upp nýtt fyrirtæki og öll samskipti við kaupmenn og neytendur mjög gefandi. Við vorum með frábært starfsfólk sem lagði hart að sér við að skapa nýjar vörur og kynnt- umst velviljuðu fólki sem stóð með fyrirtækinu, þar á meðal stjórn- endur helstu matvöruverslana landsins. Baráttan var hins vegar mjög óvægin, persónuleg og sneri oft að mér og fjölskyldu minni. Það var oft gengið nærri okkur með beinum eða óbeinum hætti. Við lentum til dæmis í því að starfs- menn MS færðu vörur okkar í verslunarhillum bak við þeirra eigin vörur. Eitt dæmið er þegar við vorum að markaðssetja nýjan sýrðan rjóma rétt fyrir jólin. Ég frétti af því að vörurnar sem við vorum nýbúin að setja í hillur væru komnar inn á lager. Ég fór sjálfur í verslanir til að fylgja eftir að vörurnar væru sýnilegar þegar mér var sagt frá þessu. Um leið færði ég þeirra vörur aftar. Ég fékk símtal frá sölustjóra MS sem var ekki ánægður en ég sagði á móti að meðan þeir stunduðu þessa iðju myndi ég gera það líka. Upp frá því fengu vörur mínar að vera í friði,“ útskýrir Ólafur. Heillaðist af einkaframtakinu Þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi upphaflega farið út í þennan iðnað, svarar hann: „Ég er bóndasonur sem ólst upp við mjólkurframleiðslu. Meðfram námi starfaði ég við hvalaskurð og síðan slátrun. Ég nam rekstrar- hagfræði og starfaði eftir nám fyrst hjá Samvinnutryggingum, síðan Sláturfélagi Suðurlands sem verslunarstjóri. Þaðan lá leiðin í Hagkaup. Ég hélt síðan í nám á nýjan leik. Eftir það var ég ráðinn til Osta- og smjörsölunnar sem sölu- stjóri og var þar í tíu ár. Þar kynntist ég grósku í nágrannalöndum okkar þar sem voru að spretta upp einka- rekin mjólkursamlög sem byggðust upp við sveitabæi og bændur voru að vinna að. Þarna urðu til nýjar afurðir sem mér þóttu mjög spennandi. Ég stakk því upp á við fjölskyldu mína að við settum upp lítið mjólkurbú á Eyjum þar sem við gætum unnið með afurðir beint frá býli. Við feðgarnir heimsóttum 21 einkarekið mjólkursamlag í Norður-Evrópu. Á þessari ferð eign- uðumst við marga vini, sérstaklega í Danmörku. Einn þeirra, Steen Olsen, kom síðan hingað til lands og aðstoðaði okkur við að setja upp Mjólku. Við réðum til okkar mjólkurfræðing og reksturinn fór í gang,“ útskýrir Ólafur sem neyddist til að selja fyrirtækið árið 2009. „Fyrirtækið óx mjög hratt, veltan fór úr engu í rúman milljarð. Átökin við MS tóku mikið á og hrunið 2008 var okkur erfitt. Mjólkin hækkaði mikið árið 2009 en á sama tíma var Kaupfélag Skagfirðinga að reyna að kaupa fyrirtækið. Það var sótt að okkur úr tveimur áttum. Við urðum að hugsa um starfsmenn okkar og lánardrottna en ekki bara eigin hag þegar við seldum. En það var virki- lega erfitt að upplifa. Við höfðum keypt Vogabæ og þau samlegðar- áhrif voru farin að skila sér.“ Í dag rekur Ólafur bókhalds- og ráðgjafarþjónustu, Rétta ehf., að Suðurlandsbraut 32. „Ég hef aðstoðað marga sem eru í mat- vælaþjónustu að flytja inn tæki og tól. Einnig hef ég fært bókhald fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fjöl- skyldan hefur verið að byggja upp búskap í Kjósinni og þar höfum við verið að selja sumarhúsalóðir og erum að byggja upp lífræna fram- leiðslu í sauðfjárrækt og höfum hug á að þróa það enn frekar. Auk þess hef ég verið í verkefnum í samstarfi við samstarfsaðila í skyrframleiðslu erlendis.“ Sóknarkraftur í framleiðslunni Ólafur er sannfærður um að niður- staða Hæstaréttar í máli Mjólku gegn MS hafi breytt samkeppnis- grundvelli fyrirtækja í mjólkuriðn- aði gríðarlega. „Þetta er líka sigur fyrir neytendur. Fjölbreytileikinn í vöruúrvali hefur stóreflst í þessum iðnaði með einkaframtakinu. Neytendur þurfa að standa vörð um þessi fyrirtæki, ég get nefnt Örnu, Bio bú, Ostahúsið, Kjörís og alla litlu framleiðendurna sem selja beint frá býli. Allir þessir aðilar eru að framleiða frábærar vörur eins og alls kyns osta, gríska jógúrt, laktósafríar vörur eða eru með ísgerð. Það er mikill sóknar- kraftur í þessum minni fyrir- tækjum. Mjólkursamsalan á að líta á þessa aðila sem samherja til að auka neyslu á mjólkurafurðum og bæta hag íslenskra bænda í stað þess að leggja stein í götu þeirra. Frumkvæðið í því afli sem fólk býr yfir til að gera nýja hluti á MS að taka fagnandi. Það er mikil verð- mætasköpun hjá einkafyrirtækj- um í mjólkuriðnaði og ný tækifæri skapast í heilbrigðri samkeppni. Það þarf að ganga frá því að Mjólkursamsalan verði ekki und- anþegin samkeppnislögum. Það er mjög skrítið að MS með þessa sterku markaðsstöðu og innflutn- ingsvernd skuli ofurverðleggja undanrennu- og nýmjólkurduft til iðnfyrirtækja hér á landi eins og sælgætisframleiðenda sem eru að reyna að hasla sér völl erlendis. Við ættum að búa til störf hér heima og efla íslenska framleiðslu.“ n Við hjónin vorum í dómsal þegar dómurinn féll og það var skrítin tilfinning þar sem dómurinn var mjög afdráttar- laus. Mjólkin hækkaði mikið árið 2009 en á sama tíma var Kaup- félag Skagfirðinga að reyna að kaupa fyrir- tækið. Það var sótt að okkur úr tveimur áttum. 2 kynningarblað 16. september 2021 FIMMTUDAGURFÖGNUM FRELSINU SA MK EPPNI LIFI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.