Fréttablaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 23
Ólafur Stephensen,
framkvæmdastjóri Félags
atvinnurekenda, fylgdist
með máli Mjólku gegn
Mjólkursamsölunni á sínum
tíma en Mjólkurbúið Kú,
sem var arftaki Mjólku, var
félagsmaður í FA á tímabili.
„Við létum okkur málið varða
og studdum á þessum tíma með
ýmsum hætti við viðleitni Kú til að
veita Mjólkursamsölunni sam-
keppni og opna markaðinn,“ segir
hann.
Ólafur telur engan vafa leika á
því að niðurstaða Samkeppnis-
eftirlitsins um samkeppnisbrot
Mjólkursamsölunnar árið 2014
hafi vakið athygli á þeirri mjög svo
óheilbrigðu stöðu sem fyrirtækið
hafði á íslenskum mjólkurmarkaði
og ýtti á það að gera breytingar á
viðskiptaháttum sínum. „Haustið
2014 lýsti MS því þannig yfir að
framvegis myndi fyrirtækið selja
öllum hrámjólk á sama verði. Ári
síðar hafði fyrirtækið frumkvæði
að því að lækka verðið á hrámjólk,
með það að yfirlýstu markmiði
að ýta undir nýsköpun í mjólkur-
iðnaðinum. Það var sömuleiðis
jákvætt skref. Dómur Hæstarétt-
ar staðfesti með mjög skýrum og
eindregnum hætti að MS er ekki
heimilt að misbeita markaðsráð-
andi stöðu sinni. Hins vegar vantar
enn mikið upp á að eðlilegt sam-
keppnisumhverfi ríki í mjólkur-
iðnaði á Íslandi,“ bendir Ólafur á.
Mun þessi dómur Hæstaréttar
skipta máli fyrir bændur og neyt-
endur?
„Við getum sagt að hann dragi
ákveðna línu að því leyti að MS
getur ekki tekið upp fyrri hætti
varðandi verðlagningu á hrámjólk
og að mismuna framleiðendum
mjólkurvara, sem ekki eru í eigna-
tengslum við MS. En hann raskar
ekki í grundvallaratriðum óheil-
brigðu samkeppnisumhverfi á
mjólkurmarkaðnum. Bændur hafa
til dæmis ekki raunverulegt val um
það hverjum þeir selja mjólkina
sína,“ segir Ólafur en FA hefur beitt
sér fyrir því að samkeppnislög gildi
um alla geira atvinnulífsins, án
undantekninga. „Hagsmunaaðilar í
landbúnaði knýja nú mjög á um að
stjórnvöld útvíkki undanþágur frá
samkeppnislögum, þannig að þær
gildi jafnframt fyrir kjötafurða-
stöðvar, en við teljum að fyrirtæki
í þeim geira eigi að lúta eftirliti
samkeppnisyfirvalda eins og öll
önnur. Núgildandi samkeppnislög
veita þeim heimild til samruna og
samstarfs að uppfylltum skilyrðum
á borð við þau að neytendur njóti
góðs af ávinningnum. Ef menn
treysta sér ekki til að starfa innan
slíks ramma er tilgangurinn alveg
áreiðanlega ekki að skila neyt-
endum því sem þeim ber.“
Eru einhver atriði sem þú vildir
að yrðu færð til betri vegar til að
auðvelda samkeppni í mjólkur-
iðnaði hér á landi?
„Við höfum lagt áherslu á
þrennt. Í fyrsta lagi þarf að afnema
undanþágu mjólkuriðnaðarins
frá samkeppnislögum. Í öðru lagi
ætti MS að selja frá sér fram-
leiðslueiningar til að ýta undir
raunverulega samkeppni. Í þriðja
lagi þurfa tollar á mjólkurafurðir
að vera með þeim hætti að þeir
ýti undir samkeppni. Við höfum
undanfarið vakið athygli á því að
annars vegar einokunarstaða MS
og hins vegar gífurlega háir tollar
á mjólkur- og undanrennudufti
leiða af sér að innlendir matvæla-
framleiðendur, sem þurfa að nota
mjólkurduft í framleiðslu sína, eru
í raun þvingaðir til að skipta við
eitt fyrirtæki, MS. Um leið selur
Mjólkursamsalan erlendum keppi-
nautum þessara fyrirtækja duftið
á helmingi lægra verði. Þannig er
fyrirtækjum enn á ný mismunað
og samkeppnisstaða innlends
matvælaiðnaðar sködduð, allt til
að vernda þetta eina fyrirtæki fyrir
heilbrigðri samkeppni. Svona mál
eru með ýmsum hætti í nágranna-
löndum okkar en jafnvíðtækar
undanþágur frá samkeppnis-
reglum og mjólkuriðnaðurinn
nýtur hér þekkjast ekki. Tollar
eru líka hvergi í OECD hærri en á
Íslandi.“
Margir eru á þeirri skoðun að
einokunarstaða MS í mjólkur-
iðnaði geti komið í veg fyrir öfluga
nýsköpun í greininni. Ólafur er
sammála því. „Samkeppnin er
alltaf drifkraftur nýsköpunar. Það
þarf bæði að efla samkeppnina
innanlands og greiða leið inn-
fluttra afurða að íslenskum
markaði til að hvetja menn til að
gera betur, í þessari grein eins og
öðrum.“ n
Samkeppni er drifkraftur nýsköpunar
Félag atvinnurekenda hefur beitt sér fyrir því að samkeppnislög gildi um alla geira atvinnulífsins, án undantekninga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Dómur Hæstarétt-
ar staðfesti með
mjög skýrum og ein-
dregnum hætti að MS er
ekki heimilt að misbeita
markaðsráðandi stöðu
sinni.
Ólafur Stephensen
Hálfdán Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri mjólkurfram-
leiðslunnar Örnu í Bolungar-
vík, segir að þau hjá Örnu
fagni aukinni samkeppni í
íslenskum mjólkuriðnaði.
„Það hefur lengi nánast bara verið
Mjólkursamsalan á þessum mark-
aði en við höfum lengi verið stærsti
aðilinn á markaði fyrir utan hana.
En við fögnum aukinni samkeppni
hvaðan sem hún kemur, sam-
keppni eflir mann bara í að gera
betur,“ segir hann.
Aðspurður hvaða áhrif barátta
Mjólku hefur haft á samkeppnis-
umhverfið í mjólkuriðnaði og á
Örnu segir Hálfdán að barátta
Mjólku hafi í raun ekki haft mikil
áhrif á þau.
„Við erum stofnuð árið 2013 og
þá var Mjólka hætt starfsemi. Þessi
kærumál gerðust fyrir þann tíma.
Þegar við byrjuðum á markaði
var annað fyrirkomulag í gangi en
áður. Við kaupum mjólkina beint
af Auðhumlu en ekki af Mjólkur-
samsölunni. En svo fellur dómur
árið 2018 eða 19 þar sem er staðfest
að Mjólkursamsalan þurfi að
starfa undir samkeppnislögum
eins og allir aðrir. Sá dómur er
auðvitað mjög góður fyrir okkur,“
segir hann.
„Eins og það lítur út gagnvart
okkur þá erum við bara í sam-
keppni við Mjólkursamsöluna og
aðra sem eru á mjólkurmarkaði og
einbeitum okkur að því sem við
erum að gera,“ segir Hálfdán þegar
hann er spurður hvort það séu ein-
hver atriði sem hann vildi að yrðu
færð til betri vegar til að auðvelda
samkeppni á mjólkurmarkaði.
„Á meðan Mjólkursamsalan
kemst ekki upp með að nýta sér
yfirburði, þeir eru náttúrlega
markaðsráðandi fyrirtæki á
markaðnum, þá bara störfum við
í þessu samkeppnisumhverfi eins
og það er hverju sinni.“ n
Við í Örnu fögnum aukinni samkeppni
Hálfdán Óskarsson segir samkeppni efla mann í að gera betur. MYND/AÐSEND
Við fögnum auk-
inni samkeppni
hvaðan sem hún kemur.
Hálfdán Óskarsson
kynningarblað 3FIMMTUDAGUR 16. september 2021 FÖGNUM FRELSINU SA MK EPPNI LIFI