Fréttablaðið - 16.09.2021, Page 24
Vörurnar frá Mjólku höfðu
mikil áhrif á neytenda-
markað á sínum tíma og
neytendur tóku þeim mjög
vel enda á mun lægra verði
en sambærilegar vörur.
Innkoma Mjólku á neytendamark-
að á sínum tíma hafði frábær áhrif
fyrir Bónus og neytendur almennt
sem kunnu svo sannarlega að
meta þennan nýja valkost sem
auk þess bauð miklu lægra verð en
hafði boðist áður á sambærilegum
vörum frá MS, segir Guðmundur
Marteinsson, framkvæmda-
stjóri Bónuss. „Aðdragandinn að
viðskiptum Bónuss og Mjólku
var nokkuð langur og ferlið tók
talsverðan tíma. Fyrsta varan leit
dagsins ljós árið 2005 en það var
Bónus fetinn. Sú vara fékk frábærar
viðtökur enda tugum prósenta
ódýrari en sambærileg vara frá MS.
Neytendur kunnu svo sannarlega
að meta annan valkost og ekki
skemmdi það gleðina að varan
var miklu ódýrari en sú sem var til
fyrir í verslunum hér á landi.“
Vinsælar vörur
Næsta Bónus-vara datt af færi-
bandinu árið 2007 en það var
Bónus sýrður rjómi. „Þá var sama
upp á teningnum og með fetann en
sýrði rjóminn fékk fljúgandi start
enda frábær vara á miklu lægra
verði en sambærileg vara frá MS.“
Seinni hluta árs 2007 kom svo
Bónus rjóminn í verslanir. „Hann
var sú vara sem við höfðum beðið
hvað lengst eftir. Eins og hinar fékk
hún fljúgandi start og svo mikil var
salan að Mjólka hafði ekki undan
að pakka.“
Hann rifjar upp að þegar MS hafi
frétt af komu Bónus rjómans hafi
fyrirtækið sett sinn eigin rjóma í
verslanir á 20% afslætti en það var í
fyrsta skipti sem sú vara var boðin
á tilboði. „Það sama má segja um
fetann og sýrða rjómann. Það er
því óhætt að segja að innkoma
Mjólku á markaðinn hafi hleypt
miklu lífi í mjólkurmarkaðinn sem
hafði verið alger einstefnumark-
aður fram að þeim tíma.“
Áskoranir fram undan
Þótt rekstur Mjólku hafi liðið
undir lok héldu jákvæðar
breytingar og nýjungar áfram á
íslenskum mjólkurmarkaði, segir
Guðmundur. „Ný fyrirtæki eins
og Arna og Bio bú hafa haslað sér
völl síðan Mjólka leið undir lok
enda ljóst að neytendur kunna vel
að meta aðra valkosti en einungis
vörur frá MS.“
Hann segir einn af ókostum MS
vera að það vanti allan hvata í kerf-
ið hjá þeim. „Það má segja að fyrir-
tækið refsi neytendum sem kaupi
meira, það er, það er nánast sama
kíló- og lítraverð á öllum þeirra
vörum, hvort sem keypt eru stór
eða lítil stykki. Auk þess er ein af
stóru áskorununum sem mjólkur-
iðnaðurinn stendur frammi fyrir
að í dag er að vaxa úr grasi kynslóð
sem leggur sér ekki dýraafurðir
til munns og mér sýnist sá hópur
stækka hratt. Einnig hefur hóf-
legur innflutningur á erlendum
mjólkurvörum eins og ostum klár-
lega hrist upp í markaðnum en því
miður sýnist mér stjórnvöld vera
að gera þann innflutning erfiðari
með breytingum á tollkvótum,
neytendum í óhag.“ n
Mjólka hafði varanleg og góð áhrif
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir innkomu Mjólku á neytendamarkað á sínum tíma hafa
haft frábær áhrif fyrir Bónus og neytendur almennt í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þótt innkoma Mjólku hafi haft
marktæk áhrif á sínum tíma er
hægt að gera enn betur þegar
kemur að auknu frelsi innan
mjólkuriðnaðarins.
Neytendasamtökin fagna allri
samkeppni, en samkeppni er hvati
nýsköpunar og skilvirkni og leiðir
til fjölbreytni og nýrri og betri vara
á lægra verði, segir Breki Karlsson,
formaður stjórnar Neytenda-
samtakanna. „Samtökin bentu á í
umsögn um frumvarp til laga um
breytingu á búvörulögum árið
2010 að þegar Mjólka hóf starf-
semi sína í samkeppni við MS var
það einmitt að mestu gert með
kaupum á mjólk sem var umfram
greiðslumark. Þar kom einnig
fram að neytendur nytu góðs af
innkomu Mjólku á markaðinn,
greiðslur til bænda hefðu hækkað
og vörur sem Mjólka framleiddi
hafi lækkað í verði til neytenda,“
segir Breki þegar hann er spurður
um helstu áhrif sem innkoma
Mjólku hafði á samkeppnisum-
hverfið á sínum tíma.
Hægt að gera betur
Þótt innkoma Mjólku hafi haft
marktæk áhrif á sínum tíma er
hægt að gera enn betur. „Neyt-
endasamtökin hafa í gegnum
tíðina talið brýnt að auka frelsi
innan mjólkuriðnaðarins og losa
hann úr viðjum tolla og einokunar.
Það væri hægt með því að afnema
undanþágur mjólkuriðnaðarins
frá samkeppnislögum og ryðja úr
vegi hindrunum gegn samkeppni
á mjólkurmarkaði í búvörulög-
unum. Þá væri stjórnvöldum í
lófa lagið að afnema tolla á inn-
flutningi mjólkurvara en þannig
hamlandi verndarstefna bitnar illa
á neytendum.“
Lægra verð og aukið framboð
Breki leggur áherslu á að heilbrigð
samkeppni skipti miklu máli fyrir
smásöluverslun hér á landi og enn
frekar neytendur. „Um þýðingu
virkrar samkeppni hafa verið
skrifaðar margar lærðar greinar.
Samkeppni hefur meðal annars
áhrif á framleiðni, nýsköpun og
hagvöxt en einnig á þætti eins og
fæðuöryggi, ójöfnuð og velferð
neytenda. Það gerir hún meðal
annars með því að stuðla að því að
neytendur fái vörur og þjónustu á
sem lægstu verði, með auknu vöru-
framboði, betri þjónustu, minni
sóun, nýsköpun og svo framvegis.
Þess vegna er svo mikilvægt fyrir
neytendur að virk samkeppni ríki
á sem flestum sviðum.“
Öflugt eftirlit nauðsynlegt
Breki segist harma alvarleg brot
Mjólkursamsölunnar á sam-
keppnislögum sem Samkeppnis-
eftirlitið afhjúpaði og Hæstiréttur
staðfesti fyrr á þessu ári. „Málið
sýndi enn á ný að íslenskur neyt-
endamarkaður þarfnast öflugs og
virks samkeppniseftirlits. Ég bendi
þó á að sektargreiðslur sem ganga
til ríkisins gagnast hvorki heiðar-
legum fyrirtækjum í samkeppni
við lögbrjóta, né þeim sem verða á
endanum fyrir brotunum, það er
að segja neytendum. Neytendur
bera skarðan hlut frá borði.“
Hann segir að ef tilskipun
2014/104/ESB hefði verið inn-
leidd eða sambærileg lög sett, væri
auðveldara fyrir brotaþola að
sækja skaðabætur. „Í lögum sem
auðvelduðu neytendum að sækja
bætur ef fyrirtæki brjóta sam-
keppnislög fælust þannig mikill
fælingarmáttur. Neytendur treysta
nefnilega á virka samkeppni og
tilraunir til að koma í veg fyrir
eðlilega samkeppni er aðför að
neytendum.“ n
Heilbrigð samkeppni skiptir máli
„Neytenda-
samtökin hafa í
gegnum tíðina
talið brýnt að
auka frelsi innan
mjólkuriðnaðar-
ins og losa hann
úr viðjum tolla
og einokunar,“
segir Breki
Karlsson, for-
maður stjórnar
Neytendasam-
takanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Neytendur kunnu
svo sannarlega að
meta annan valkost og
ekki skemmdi það
gleðina að varan var
miklu ódýrari en sú sem
var til fyrir í verslunum
hér á landi.
Guðmundur Marteinsson
Um þýðingu virkr-
ar samkeppni hafa
verið skrifaðar margar
lærðar greinar.
Breki Karlsson
4 kynningarblað 16. september 2021 FIMMTUDAGURFÖGNUM FRELSINU SA MK EPPNI LIFI