Fréttablaðið - 16.09.2021, Qupperneq 25
Þessi
niðurstaða
Hæstarétt-
ar skapar
því minni
keppi-
nautum á
markaðn-
um tals-
verða vörn
og kemur
um leið
bændum
og neyt-
endum til
góða.
kynningarblað 5FIMMTUDAGUR 16. september 2021 FÖGNUM FRELSINU SA MK EPPNI LIFI
Rannsóknir Samkeppnis-
eftirlitsins hafa sýnt að með
innkomu Mjólku jókst sam-
keppnislegt aðhald gagn-
vart stærri keppinautum
hér á landi. Niðurstaða
Hæstaréttar í mars skapar
minni keppinautum á
markaðnum talsverða vörn
og kemur um leið bændum
og neytendum til góða.
Rannsóknir Samkeppniseftirlitsins
hafa sýnt að með innkomu Mjólku
jókst samkeppnislegt aðhald gagn-
vart stærri keppinautum á borð við
Mjólkursamsöluna og KS. Gögn
sýndu til dæmis að eftir að Mjólka
hóf að kaupa mjólk af bændum
hækkaði afurðaverð til þeirra, segir
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam-
keppniseftirlitsins. „Með nýjum
keppinaut fjölgaði einnig val-
kostum neytenda, veitingastaða og
fleiri aðila og grundvöllur verðsam-
keppni styrktist. Innkoma Mjólku
var þannig til hagsbóta fyrir bæði
bændur og neytendur.“
Mikið svigrúm til staðar
Þrátt fyrir að margt gott hafi
áunnist síðan er enn mikið svig-
rúm fyrir aukna samkeppni, segir
Páll. „Staðan á þessum markaði er
sú að samkvæmt búvörulögum er
mjólkurafurðastöðvum heimilt
að hafa með sér tiltekið samráð
sem er stranglega bannað á öðrum
mörkuðum og jafnvel refsivert.
Sömuleiðis geta mjólkurafurða-
stöðvar sameinast án þess að Sam-
keppniseftirlitið geti gripið inn í á
grundvelli almannahagsmuna.“
Ítrekað bent á hættur
Hann segir slíkar sérreglur ganga
lengra en þekkist í löndunum
í kringum okkur og feli í sér að
samkeppnislög veita neytendum,
bændum og keppinautum ekki
þá vernd sem almennt er talin
nauðsynleg. „Samkeppniseftirlitið
hefur ítrekað bent á hætturnar
sem þessu fylgja og mælst til þess
að þessar sérreglur verði endur-
skoðaðar. Það má í þessu sambandi
nefna álit sem Samkeppniseftirlit-
ið beindi til landbúnaðarráðherra í
lok árs 2009 (nr. 1/2009), í tilefni af
kaupum Kaupfélags Skagfirðinga
á Mjólku. Þar er mælst til þess að
þessar sérreglur verði afnumdar.“
Hins vegar komi sérreglur til sam-
starfs bænda til álita, að evrópskri
og norskri fyrirmynd.
Jákvæðni í garð landbúnaðar
Páll segir heilbrigða samkeppni
skipta öllu máli fyrir neytendur,
því hún stuðlar að hagstæðara
verði, betri vörum og þjónustu auk
þess að fjölga valkostum. „Þetta á
við á nær öllum sviðum atvinnu-
lífsins, þar á meðal við vinnslu
og sölu á landbúnaðarvörum.
Smásöluverslunin sjálf er þar ekki
undanskilin og þar þarf klárlega að
ríkja virk samkeppni.“
Hann segir að áhugi neyt-
enda á íslenskum landbúnaði og
samkeppni komi glöggt í ljós í
niðurstöðum könnunar sem Sam-
keppniseftirlitið lét framkvæma í
tengslum við rannsókn á samruna
Norðlenska og Kjarnafæðis sem
lauk fyrr á þessu ári. „Könnunin
leiddi í ljós talsverðar áhyggjur
neytenda af stöðu samkeppninnar
á þessu sviði, en um leið sýndu nið-
urstöðurnar mikla jákvæðni í garð
íslensks landbúnaðar. Þannig kom
fram að við val neytenda skiptir
miklu máli að afurðir séu íslenskar,
auk þess sem gæði og verð spilar
stórt hlutverk. Könnunin sýndi
einnig að neytendur hafa tals-
verðan áhuga á beinum tengslum
við bændur og vilja margir hverjir
kaupa beint frá býli.“
Bændur vilja samkeppni
Samkeppniseftirlitið lét líka
framkvæma kannanir á afstöðu
bænda í tengslum við rannsókn
samrunans segir Páll. „Niður-
stöður þeirra sýndu að bændur
Innkoma Mjólku til hagsbóta
fyrir bæði bændur og neytendur
Páll Gunn-
ar Pálsson,
forstjóri
Samkeppnis-
eftirlitsins,
segir heilbrigða
samkeppni
skipta öllu máli
fyrir neytendur,
því hún stuðlar
að hagstæðara
verði, betri
vörum og
þjónustu auk
þess að fjölga
valkostum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
telja sig hafa mikla hagsmuni af
virkri samkeppni. Samkeppni er
þannig íslenskum landbúnaði til
framdráttar. Hún hvetur innlenda
framleiðendur til að gera enn
betur sem aftur leiðir til þess að
neytendur kaupa meira af íslensk-
um matvælum. Sökum þessa reyna
nágrannaþjóðir okkar að gæta þess
að samkeppni ríki milli til dæmis
afurðastöðva í landbúnaði. Ella er
talin hætta á stöðnun sem skaðar
matvælaframleiðsluna.“
Dómur Hæstaréttar mikilvægur
Dómur Hæstaréttar í mars á
þessu ári hefur mikla þýðingu
fyrir starfsumhverfi í framleiðslu
mjólkurafurða hér á landi að sögn
Páls og styrkir stöðu minni keppi-
nauta, bænda og neytenda. „Mestu
áhrifin felast eflaust í því að með
dóminum er staðfest að undan-
þágur frá almennum samkeppnis-
reglum sem löggjafinn veitti
mjólkurafurðastöðvum draga ekki
úr skyldu Mjólkursamsölunnar til
þess að virða bann samkeppnis-
laga við misnotkun á markaðs-
ráðandi stöðu. Dómurinn féllst þar
með ekki á þær varnir MS í málinu,
að heimildir mjólkurafurðastöðva
til samstarfs hefðu gefið þeim
rúmt svigrúm til verðmismununar
gagnvart minni keppinautum.“
Röskuð samkeppnisstaða
Hann segir að í dómi sínum hafi
Hæstiréttur tekið fram að brot
MS hefðu verið „sérlega alvarleg“,
staðið lengi og augljóslega mjög til
þess fallin að raska samkeppnis-
stöðu. „Þá sagði Hæstiréttur að
brot MS hefðu lotið að mikilvægri
neysluvöru og snert á þann hátt
almenning í landinu. Skilaboðin
eru þau að markaðsráðandi fyrir-
tækjum er með öllu óheimilt að
grípa til aðgerða sem ætlað er að
koma í veg fyrir að smáir keppi-
nautar geti náð fótfestu á viðkom-
andi markaði. Ella er unnið gegn
meðal annars nýsköpun, atvinnu-
tækifærum og hag neytenda. Þessi
niðurstaða Hæstaréttar skapar því
minni keppinautum á markaðnum
talsverða vörn og kemur um leið
bændum og neytendum til góða.“
Dómurinn frábrugðinn öðrum
Páll segir dóminn vera frábrugðinn
mörgum öðrum dómum á þessu
sviði, að því leyti að á meðal þess
sem hann fjallar um er samspil
samkeppnislaga annars vegar og
sérlaga hins vegar, það er búvöru-
laga sem víkja frá samkeppnis-
lögum. „Dómurinn felur einnig
í sér mikilvægt fordæmi um
afleiðingar þess að leyna Sam-
keppniseftirlitinu gögnum. Þannig
staðfesti Hæstiréttur að MS hefði af
ásetningi leynt Samkeppniseftir-
litinu gagni sem félaginu hefði mátt
vera ljóst að hefði grundvallarþýð-
ingu fyrir rannsókn málsins.“
Dómurinn taki einnig fram að
með þessu hafi MS flækt rann-
sókn eftirlitsins og orðið til þess að
fyrri ákvörðun eftirlitsins ónýttist.
„Rétturinn staðfesti stjórnvalds-
sekt vegna þessa og tók fram að
stöðu sinnar vegna hefði félagið
borið sérlega ríkar skyldur til að
upplýsa um grundvöll viðskipta-
kjaranna sem voru til umfjöllunar.
Vonandi leiðir dómur Hæstaréttar
að þessu leyti til þess að upp-
lýsingagjöf fyrirtækja til Sam-
keppniseftirlitsins verði almennt
skilvirkari og áreiðanlegri sem
er til þess fallið að hraða rann-
sóknum eftirlitsins.“ n