Fréttablaðið - 16.09.2021, Page 26

Fréttablaðið - 16.09.2021, Page 26
Þegar ís er gerður úr rjóma verður mikið af undanrennu eftir svo við fórum að gera skyr úr henni og vorum því byrjuð að bjóða upp á rjómaís, skyr og rjóma. Þorgrímur Einar Guðbjartsson Á Brúnastöðum í Fljótum búa hjónin Stefanía Hjör- dís Leifsdóttir og Jóhannes Helgi Ríkharðsson til osta úr geita- og sauðamjólk. Þau hófu framleiðslu fyrir ári og afurðirnar hafa hlotið góðar móttökur. Framleiðsla þessa árs er að detta inn á markað núna á næstu dögum að sögn Stefaníu, en það sem þau framleiddu í fyrrahaust seldist fljótt upp. „Við byrjuðum að mjólka geitur í fyrrasumar og höfum komið okkur upp á síðustu misserum vottaðri vinnslu til ostagerðar. Við byrjuðum að gera osta í fyrrahaust sem seldust upp og byrjuðum svo aftur í sumar,“ segir hún. Stefanía segir þau hjónin ekki vera þau fyrstu á Íslandi til að búa til geita- eða sauðaost en þau eru þau fyrstu sem búa þá til sjálf heima á býlinu. „Við hefðum aldrei farið í þessa vegferð nema vera með mjólkur- fræðing með okkur í liði. hann heitir Guðni Hannes Guðmunds- son og er mjólkurfræðingur á Akureyri. Hann kemur hér og hannar ostana og hjálpar okkur að gera þá. Hann gerir þetta í lotum og við frystum mjólkina inn á milli. Hann gerir osta úr nokkur hundruð lítrum í einu,“ útskýrir Stefanía. Meirihluti ostanna frá Brúna- stöðum er úr geitamjólk en hjónin eru með á milli 50 og 60 mjólkandi geitur og 20 ær. „Það er ekki mikið magn af mjólk sem kemur úr hverri skepnu þannig að þetta eru ekki nema 700 millilítrar á dag og 10% af því verður ostur. Þannig að þetta er mikil vinna við lítið magn og verðið verður að fara eftir því. En þetta er skemmtilegt því það er enginn að gera þetta heima á býlinu. Við erum brautryðjendur í því,“ segir Stefanía. Ostunum vel tekið Hún segir að ostunum þeirra hafi verið afar vel tekið en nýlega opn- uðu þau litla sveitabúð á býlinu. „Þar er hægt að kaupa þessar afurðir okkar. Fólk hefur verið duglegt að koma í búðina síðan hún var opnuð. En við höfum líka selt afurðirnar í sérvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Í haust munu þær svo fara víðar,“ segi hún. Brúnastaðir framleiða nokkrar tegundir af ostum. Salatost, hvít- mygluost, parmesan, havarti og blámygluost. Stefanía segir geitamjólkina vera mjög milda svo bragðið af ostunum sé mjög milt. „Mjólkin er afar góð. Hún hefur komið mjög vel út í öllum mæl- ingum. Geiturnar eru náttúrlega ekkert svo margar og ganga um á alveg frábæru landi, það setur mark sitt á gæði mjólkurinnar,“ segir Stefanía. „Sauðaostinum hefur líka verið tekið alveg frábærlega vel, hann heppnaðist einstaklega vel. Sauða- mjólkin er auðlind sem væri vert að nýta miklu meira, hún er svo ótrúlega vel fallin til ostagerðar. Það verður miklu minni mysa sem kemur af mjólkinni til ostagerðar heldur en af geitamjólk og kúa- mjólk. Sauðamjólk er mjög spenn- andi hráefni til að vinna með.“ Stefanía segir að ostafram- leiðslan þeirra lofi afar góðu og stefnan er að auka við framleiðsl- una og fjölga geitum og kindum til mjólkunar. „Við erum afar bjartsýn með þetta allt saman.“ n Brautryðjendur í heimagerðum geitaosti Stefanía er bjartsýn á framtíðina í ostagerð. MYNDIR/AÐSENDAR Ostunum frá Brúnastöðum hefur verið vel tekið. 6 kynningarblað 16. september 2021 FIMMTUDAGURFÖGNUM FRELSINU SA MK EPPNI LIFI Þorgrímur á Erpsstöðum framleiðir rjómaís, skyr og osta úr eigin mjólk. Hann segir að aukin samkeppni á mjólkurmarkaði sé jákvæð, en að það sé mismikið pláss fyrir hana í ólíkum vöru- flokkum. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum, byrjaði að framleiða rjómaís á Erpsstöðum árið 2009 og síðan þá hefur smám saman bæst við framleiðsluna. „Á árunum 2007–2008 byggðum við nýtt fjós og samhliða því ákváðum við að fara út í matvæla- tengda ferðaþjónustu. Ég er lærður mjólkurfræðingur, þannig að það lá beinast við að fara í mjólkina,“ segir Þorgrímur. „Við litum á þetta sem tækifæri til að hafa ekki öll eggin okkar í sömu körfu. Við höfðum verið að taka á móti hópum á sumrin og þá lét Mjólkur- samsalan í Búðardal okkur í té osta þannig að við gætum leyft fólki að smakka og frætt það um íslenskan landbúnað og búskaparhætti á íslensku landsbyggðinni,“ segir Þorgrímur. „Það voru allir mjög ánægðir með að komast í færi við „venjulegan“ Íslending og ná betri tengslum við landann og það gerði það að verkum að við ákváðum að gera meira úr þessu.“ Handverksvörur í litlu magni „Upphaflega hugmyndin var bara að vera með ísbúð og taka á móti fólki. Við getum sagt frá starfsem- inni okkar og landbúnaðarháttum á Íslandi og farið gegnum söguna, en Dalirnir eru söguríkt hérað,“ segir Þorgrímur. „En ef þú gerir ís úr rjóma verður mikið af undan- rennu eftir þannig að við fórum að gera skyr úr henni og vorum því byrjuð að bjóða upp á rjómaís, skyr og rjóma. Þá fór fólk að biðja um osta, en ég hafði gert þá af og til að gamni mínu, svo við fórum að fikra okkur inn í þá veröld og í dag gerum við allt að tólf mismunandi osta hvert sumar. Við framleiðum úr okkar eigin mjólk, sem þýðir að við notum hrámjólk, tökum hana til eigin vinnslu og gerilsneyðum. Fyrir vikið erum við skilgreind sem afurðastöð,“ segir Þorgrímur. „Við framleiðum um það bil 500 þúsund lítra á ári og af þeim fara um 400 þúsund lítrar til MS, um 80 þúsund í kálfa og 20 þúsund í framleiðsluna okkar. Mjólkin sem við notum er innan greiðslumarks og ekki umframmjólk, en hana ber að flytja út, nema mjólkurskortur sé yfirvofandi, þá fær iðnaðurinn undanþágu til að afsetja þá mjólk á innanlandsmarkaði. Við erum lítið fyrirtæki og 90 prósent af okkar vörum eru keypt á býlinu hjá okkur. Ég hef alltaf horft á þetta fyrst og fremst sem kynningu á íslenskum land- búnaðarafurðum. Allar okkur vörur eru handverksvörur sem eru gerðar í litlum mæli og við höfum ekki selt til verslana eða framleitt í neinu magni,“ segir Þorgrímur. „Þú getur ekki keypt sama ostinn fjórum sinnum hjá okkur, þetta er svo breytilegt. Það er lítið framleitt í einu og það þarf lítið til að breyta vörunni.“ Mismikið pláss fyrir samkeppni „Ég held að sú niðurstaða Hæsta- réttar að MS hafi brotið sam- keppnislög muni skerpa á öllum reglum varðandi samskipti aðila á markaðnum, sem er jákvætt. Ég held að þetta hafi samt ekki í för með sér neina tímamóta- breytingu,“ segir Þorgrímur. „En það er hið besta mál að allir ferlar séu settir í skýran farveg og að allar reglur séu skýrar. Það er engin spurning að aukin samkeppni á mjólkurmarkaði sé góð, en ég held að það sé ekki endilega pláss fyrir hana í öllum vöruflokkum,“ segir Þorgrímur. „Ég hef enga trú á því að við sjáum fyrirtæki koma inn á markaðinn með sömu breidd eða vöru eins og MS. Uppbygging á svona rekstri er dýr og því er erfitt að vera með breiða f lóru. Ég held að það verði frekar í sérhæfingu sem við sjáum samkeppni, eins og til dæmis hjá Örnu, sem sérhæfir sig í laktósa- fríum mjólkurvörum og er með breitt vöruúrval. Það er enginn að fara að framleiða drykkjarmjólk í samkeppni við MS. En það er vel til fundið að fara út í eftirrétta- gerð, ostagerð, vinna meira með skyrið og annað slíkt.“ Lítið úrval af íslenskum ostum „Ég held að það sé örugglega pláss fyrir samkeppni í alls kyns ostum. Það er til dæmis stór hópur náms- manna og annarra sem flytja utan í lengri eða skemmri tíma til að sækja menntun og vinnu og fer til ostalanda eins og Danmerkur, Frakklands, Hollands og Þýska- lands, þar sem er mikil breidd í þessum vöruflokki. Svo koma þau heim og sjá að við erum mjög fátæk þegar kemur að úrvali af íslenskum ostum,“ segir Þor- grímur. „Það er vissulega til mikið af fetaosti og margar tegundir af hvítmygluostum, en það er ekki mikið af bragðmiklum ostum eins og til dæmis port salut, tilsiter og tête de Moine, að maður tali nú ekki um gruérre, racletteé eða parmesan. Þessir ostar taka lengri tíma og eru því mun dýrari í framleiðslu. Fetaost geturðu búið til og borðað strax daginn eftir, en þessir ostar sem ég nefndi geta tekið frá 3–18 mánuði að ná réttum þroska fyrir markað. Það er dýrt að leigja hús- næði og borga rafmagn og laun og markaðurinn á Íslandi er lítill og því hefur enginn ráðist í þetta enn sem komið er,“ segir Þorgrímur. „Við höfum samt aðeins fært okkur inn á þetta svið með okkar ostaframleiðslu og gert tilraunir með að framleiða sérosta sem þú færð erlendis en eru ekki til í íslenskri útgáfu.“ n Pláss fyrir samkeppni í ostagerð Þorgrímur hefur verið að þróa framleiðsluna, meðal annars með því að gera sérstaka osta og eru þeir allt að tólf af mismunandi gerðum. MYND/AÐSEND

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.