Fréttablaðið - 16.09.2021, Síða 40
Mér finnst hvíld í því
að setjast niður, skrifa
niður hugsanir mínar
og hugleiðingar, og
það gerir mér líka gott.
Tjáning er bók eftir Gunnar
Kvaran sellóleikara og geymir
hugleiðingar um tónlist, trú
og tilveru, ásamt ljóðum.
kolbrúnb@frettabladid.is
„Ég hef lengi dundað við að skrifa og
var ekkert að hugsa um útgáfu. Svo
fór ég að lesa eitt og annað af þessu
efni fyrir vini mína sem sögðu að
þetta yrði að koma út. Þanig að ég
ákvað að safna þessu efni saman
þótt ekki væri nema fyrir mig, fjöl
skylduna og vini. Svo fór þetta alla
leið og kemur nú út hjá Skruddu,“
segir Gunnar.
Heilandi máttur
Hann segist tengja trú við tónlist og
tónlist við trú. „Ég er mjög trúaður,
nota bænina mikið og spila oft trú
arlega tónlist. Í allri stórri tónlist er
mikill boðskapur og oft boðskapur
sem er trúarlegs eðlis. Boðskapur
um fegurð, frið og kærleika.
Tökum Bach sem dæmi. Tónlist
hans er oft skipt upp í trúarlega
tónlist og veraldlega tónlist. Hinar
stóru passíur hans eru trúarlegar
en þegar ég spila svítur hans finnst
mér trúarmátturinn og trúarandi
meistarans einnig skína þar í gegn.
Bach var mjög trúaður og skrifaði
undir handrit sín: Guði einum til
dýrðar. Það er stórbrotið þegar
maður eins og Bach gerir þetta. Það
sýnir viðhorf hans og hversu auð
mjúkur hann hefur verið gagnvart
alheiminum og hinum himnesku
öflum.
Í mínum huga er tónlist og trú
nátengd. Mér finnst það svo aug
ljóst í tónlistinni sem ég hef verið
svo heppinn að geta leitað til allt
mitt líf.“
Hann segir tónlistarmenntun
afar mikilvæga í uppeldi barna og
verndandi fyrir þróun og þroska
þeirra. „Ég er búinn að kenna í ára
tugi og sé svo greinilega að þau börn
og ungmenni sem ég hef kynnst
fara ekki út af sporinu. Það er eins
og vernd sé yfir þeim. Þess vegna
segi ég að það sé heilandi máttur í
tónlist.“
Ljóð og myndir
En af hverju finnur maður sem helg
að hefur sig tónlist nánast allt sitt líf
svo sterka þörf hjá sér til að skrifa?
„Þetta er þörf sem ég hef ekki getað
losað mig undan. Mér finnst hvíld
í því að setjast niður, skrifa niður
hugsanir mínar og hugleiðingar, og
það gerir mér líka gott.
Þetta er kannski líka eitthvað
genetískt. Einar H. Kvaran var
langafi minn og pabbi, Ævar Kvaran
leikari, gaf út bækur með efni sem
hann hafði f lutt í útvarpi, samdi
útvarpsleikrit og þýddi bækur.“
Í bókinni eru á þriðja tug ljóða
og umfjöllunarefnin tengjast oft
tónlist. Þarna eru til dæmis ljóð
um Beethoven, Schubert, Chopin
og Shostakovítsj. Bókin er hinn fal
legasti gripur en myndir í henni eru
eftir Pál frá Húsafelli, sem er góður
vinur Gunnars. n
Boðskapur um
fegurð, frið og kærleika
Ég hef lengi dundað við að skrifa, segir Gunnar Kvaran. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
kolbrúnb@frettabladid.is
Sjón, Andri Snær Magnason, Kristín
Eiríksdóttir, Guðrún Eva Mínervu
dóttir og Eiríkur Örn Norðdahl
koma fram á Bókamessunni í
Gautaborg 23.–26. september næst
komandi.
Ljóðlist, umhverfismál, áhrif
rafvæðingar á samtöl rithöfunda
og félagsleg sjálf bærni eru meðal
þeirra þema sem íslensku höfund
arnir taka fyrir.
Sjón mun koma fram í Rum for
poesi þar sem hann mun f lytja
ljóð sín en hann kemur fram ásamt
þeim Margaret Atwood, Mara Lee
og Ukon. Sjón tekur einnig þátt í
tveimur öðrum málstofum þar sem
hann fjallar um skáldsögur sínar.
Rithöfundurinn Eiríkur Örn
Norðdahl tekur þátt í málstofunni
Varför behöver författare träffas?
þar sem rætt verður um mikilvægi
samtals í sköpun. Kristín Eiríks
dóttir mun ræða um skáldsögu sína,
Elín, ýmislegt. Einnig tekur hún
þátt í samtali við guðfræðinginn og
prestinn Lenu Sjöstrand um verkið
í annarri málstofu.
Guðrún Eva Mínervudóttir tekur
þátt í málstofu ásamt danska höf
undinum Hanne Höjgaard Viemose
þar sem sjónum verður beint að því
hvernig aðalpersónur í skáldsögum
þessara norrænu höfunda birtast í
nútímasamfélagi.
Bók Andra Snæs Magnasonar, Um
tímann og vatnið, hefur farið sigur
för um heiminn, verið þýdd á yfir
þrjátíu tungumál. Andri Snær tekur
þátt í tveimur málstofum sem báðar
taka umhverfismál fyrir.
Hægt verður að fylgjast með dag
skránni á heimasíðu messunnar. n
Fimm íslenskir höfundar á Bókamessunni í Gautaborg
Andri Snær og Guðrún Eva verða meðal íslenskra höfunda í Gautaborg.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Bók Andra Snæs
Magnasonar, Um
tímann og vatnið,
hefur farið sigurför um
heiminn, verið þýdd á
yfir þrjátíu tungumál.
BÆKUR
Umfjöllun
Þórarinn Eldjárn
Útgefandi Vaka Helgafell
160 síður
Björn Þorláksson
Aðdáendum Þórar
ins Eldjárn líður líkt
og jólin séu komin í
hvert sk ipti sem
skáldið sendir frá
sér bók. Unnendur
smásagna hans eru
ekki síst fjölmargir.
Fáir ef nokkrir búa
yfir eins mikilli færni
til að tækla knappan
stíl sem jafnan vísar
út fyrir sig. Og nú er
hægt að kætast yfir
enn einu smásagna
safninu, hinu áttunda
frá Þórarni. Ritið ber
heitið Umfjöllun og
geymir átta sögur.
Uppbygging sagnanna og hin
tálgaða húmoríska orðfimi eru
tveir hæfileikar sem njóta sín vel
í Umfjöllun. Framvinda kemur
gjarnan á óvart og verður stundum
kostuleg. Þarna er glaðværð og
þarna er hlýja. Kannski munu
sögurnar höfða misvel til lesenda
og kannski munu þær höfða betur
til miðaldra og eldra fólks en hinna
yngri. Sá sem hér skrifar hló með
andköfum þegar fjallað var um
ekkil sem lendir í óvæntu ævintýri
á gamals aldri.
Sögupersónur bókarinnar eru
margar hverjar komnar af léttasta
skeiði og er það vel. Persónugalleríið
er þannig ákveðin tilbreyting frá
upphafningu æskunnar. Þórarinn
hefur pælt af nokkurri djörfung í
því hvað felist í því að eldast. Kynlíf
gamals fólks verður sem dæmi eðli
legasti hlutur í heimi í bókinni, sem
það er, þótt sumum
kunni að þykja ógn
vænleg tilhugsun! Ein
hver verður að skrifa
um svoleiðis og þá er
Þórarinn réttur maður
á réttum stað. Virðing,
hlýja, látleysi, skortur
á stælum en bull
andi kímni. Stundum
dálítið töfraraunsæi.
Kannski eru fáir
Þórarni fremri í for
vitnilegum sjónar
hornum. Stundum
teygja sögurnar sig
inn á svið absúrd
isma. Aðrar sögur tifa
áfram í lógík sinni
eins og vel stilltar klukkur.
En hvað er skáldið heilt yfir að
skrifa um í þessari bók? Í viðtali við
Fréttablaðið fyrir skemmstu sagði
Þórarinn að hann hefði tekið eftir
því þegar hann leit yfir sögurnar að
þær fjölluðu allar um eitthvað.
Þannig er Þórarinn og þannig
eru sögur hans. Húmor og lítil
læti í senn. Ég hafði unun af því að
lesa þessa bók. Og bókarkápan er
dásemd. n
NIÐUSTAÐA: Margt kemur á
óvart í smásögum Þórarins þar
sem húmor höfundar nýtur sín.
Kynlíf gamlingja og
eitthvað annað
Gagnrýnandinn er hæstánægður með nýja bók Þórarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
24 Menning 16. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 16. september 2021 FIMMTUDAGUR