Fréttablaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 41
BÆKUR
Drottningin sem
kunni allt nema ...
Gunnar Helgason og
Rán Flygenring
Útgefandi: Mál og menning
Fjöldi síðna: 32 bls.
Brynhildur Björnsdóttir
Gunnar Helgason og Rán Flygenring
þarf ekki að kynna fyrir lesendum
barna- og unglingabóka. Gunnar
hefur sent frá sér hverja metsölu-
bókaröðina á fætur annarri þar sem
fjallað er um líf barna og unglinga
af óvenjulegri næmni og gáska. Rán
Flygenring hefur verið myndhöf-
undur fjölda bóka auk þess sem hún
skrifaði og myndaði verðlaunabók-
ina Vigdísi – bókin um fyrsta konu-
forsetann. Þegar þau leggja saman
er sannarlega von á góðu og í þetta
sinn eru það yngstu lesendurnir sem
fá að njóta.
Við fylgjumst með viðburðaríkum
degi í lífi Bambalínu drottningar og
Kalla aðstoðarmanns hennar (sem
glöggir meðlesendur mínir voru
sannfærðir um að væri vélmenni).
Verkefni dagsins hjá þeim er að
opna formlega nýjan leikskóla og
þangað þurfa þau að komast þrátt
fyrir ýmsar hindranir. Bambalína
leysir allan vanda og lætur sér fátt
fyrir brjósti brenna enda kann hún
allt. Nema eitt ...
Það er alltaf einhver galdur í
bókum Gunnars Helgasonar, eitt-
hvað sem rígheldur við efnið, eitt-
hvað ekta og jarðtengt sem nýtur
sín vel hér ásamt ráðlögðum dag-
skammti af galsa og glettni fyrir
yngstu lesendurna. Þegar hann
er að auki kominn í samstarf við
myndhöfundinn Rán Flygenring þá
getur útkoman ekki verið annað en
skemmtileg.
Samspil sögu og mynda er eins og
best verður á kosið, myndirnar lýsa
orðunum en bæta jafnframt við
söguna og veita tækifæri til að leita
að undirtexta, öðrum sögum, nýjum
sjónarhornum sem gerir að verkum
að bókina er gaman að lesa saman
aftur og aftur. Í verki af þessum toga
er ómögulegt að sjá hver er höfundur
framvindu sögunnar heldur er eins
og hún verði til í sífellu, í frjóu og
skemmtilegu samtali höfundanna
sem skilar sér svo dæmalaust vel til
lesenda.
Bambalína drottning á ef laust
eftir að auðga samverustundir barna
og þeirra sem lesa fyrir þau og er
einnig með letri sem hentar vel til
fyrstu lestrarskrefa nýrra lesenda.n
NIÐURSTAÐA: Skemmtileg bók til
að lesa fyrir, lesa með og lesa sjálf.
Að geta allt
BÆKUR
Sjálfsævisaga
Alice B. Toklas
Gertrude Stein
Þýðing: Tinna Björk Ómarsdóttir
Fjöldi síðna: 377
Útgefandi: Una útgáfuhús
Kolbrún Bergþórsdóttir
Hin fræga bók Gertrude Stein, Sjálfs-
ævisaga Alice B. Toklas, er loksins
komin út á íslensku, þökk sé þýðand-
anum Tinnu Björk Ómarsdóttur og
hinum metnaðarfullu útgef-
endum Unu útgáfuhúss.
Rithöfundurinn Gertrude
Stein er fræg fyrir setning-
una Rós er rós er rós er rós.
Á vinnustofu hennar í París
komu listamenn saman og
Stein segir frá þeim í þessari
frægu bók.
Gertrude Stein skrifaði
bókina á sex vikum og hún
kom út árið 1933. Bókin er
skrifuð í orðastað Alice B.
Toklas, ástkonu Gertrude Stein, og
þar er nokkrum sinnum tekið skýrt
fram að Stein sé snillingur.
Hún er sannarlega ekki
eina persóna bókarinnar
sem sögð er vera snillingur,
þær eru allnokkrar. Hér
stíga fram á svið heims-
frægir listamenn: Picasso,
Matisse, Hemingway og
Scott Fitzgerald, svo ein-
ungis örfáir séu taldir upp.
Hér úir og grúir af skemmti-
legum persónulýsingum og
jafn skemmtilegum slúðursögum.
Bókin er fyndin og skemmtileg, sem
bendir til að Stein hafi haft mikla
skemmtun af að skrifa hana. List-
unnendur munu njóta þessa að lesa
hana umfram aðrar því hér er listalíf
í forgrunni. Þarna eru óborganlegar
sögur eins og af þeim ríg sem ríkti
milli Picasso og Matisse.
Lesandinn er allan tímann meðal
skapandi fólks og vill stöðugt vita
meira um það. Stein lætur það ekki
eftir honum, í frásögn sinni er hún
á ferð og flugi og kafar ekki djúpt í
sálarlíf persóna, en hún er þó alltaf
skemmtileg.
Sagan er sögð frá sjónarhóli Alice
en hin yfirþyrmandi persónuleiki
Stein er allan tímann ráðandi. Hún
yfirtekur sögusviðið og dágóður
hluti bókarinnar fjallar um skrif
hennar og hugmyndir um stíl.
Þetta er bók fyrir alla sanna list-
unnendur. n
NIÐURSTAÐA: Bráðskemmtileg
og hugmyndarík sjálfsævisaga sem
allir listunnendur ættu að njóta.
Með skapandi fólki
BÓNUS
NETTÓ
KRÓNAN
FLY OVER
ICELAND
LÖÐUR
OPIÐ ALLA DAGA kl. 10–19
Á FISKISLÓÐ 39
MARK AÐURINN ER LÍK A Á NETINU: W W W.FORL AGID. IS | GJÖF F YRIR ALL A SEM KOMA
1.490 kr.
990 kr.
1.990 kr.
1.490 kr.
990 kr.
990 kr.
990 kr.
990 kr.
690 kr.
690 kr.
ALDREI
BETRA
VERÐ!
HÁTT Í 5.000 TITLAR
ENDA-
LAUST
ÚRVAL
NÆG
BÍLA-
STÆÐI
FIMMTUDAGUR 16. september 2021 Menning 25FRÉTTABLAÐIÐ