Fréttablaðið - 16.09.2021, Page 48
frettabladid.is 550 5000RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf.DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is
Kolbeins
Marteinssonar
n Bakþankar
Stundum líður manni eins og allt
sé einhvern veginn verra en það var
fyrir ekki svo löngu. Samt eru hlut-
irnir hægt og rólega að verða betri.
Innan skamms verður gengið til
kosninga og þar munu samfélags-
miðlar venju samkvæmt spila stórt
hlutverk. Sjálfur á ég nokkra vini
sem eru þessa dagana að sækja um
vinnu hjá íslensku þjóðinni. Þannig
er einn góður vinur minn, sem nú
er í framboði, allt í einu farinn að
móðgast fyrir hönd einhverra hópa
af því að allt of fáir ráðherrar mættu
á einhvern viðburð. Aðrir sýna
myndir af heimsóknum og fundar-
höldum.
Það er stór ákvörðun að stíga
skrefið og bjóða sig fram. Hvergi er
lögmálið um framboð og eftir-
spurn skýrara og fyrir jafn opnum
tjöldum. Sú tilhugsun að taka þetta
skref frammi fyrir alþjóð og jafnvel
mistakast ber vott um hugrekki og
dug. Við eigum því að vera þakklát
fólki úr þeim fjölmörgu flokks-
framboðum sem nú bjóða sig fram
að það skuli skuli leggja þetta á sig.
Það á líka við um frambjóðandann
sem fer óstjórnlega í taugarnar á
þér. Lýðræði er ekki sjálfgefið.
Samfélagsmiðlar hafa batnað
mikið undanfarin ár eftir að
hafa spilað alltof stórt hlutverk í
kosningum víða um heim með til
dæmis falsfréttum og lýðskrumi.
Nú getum við séð hvað flokkarnir
eyða miklu í auglýsingar á til dæmis
Facebook og Instagram sem er
mikilvægt aðhald. Mikilvægasta
og ánægjulegasta breytingin er
samt sú að nafnlausar áróðurssíður
sem dreifðu óhróðri um stjórn-
málafólk hafa ekki sést fyrir þessar
kosningar. Vonandi verður það svo
áfram. Slíkar persónuárásir eiga
aldrei að líðast, því annars er hætta
á að næst þegar við kjósum verði
eftirspurn eftir frambjóðendum
meiri en framboðið. n
Kosningar 21
Haustið er tími
framkvæmda
Klárum verkið saman!