Morgunblaðið - 15.04.2021, Síða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021
✝
Matthildur I.
Óskarsdóttir
fæddist 24. sept-
ember 1943 á
Hvammstanga. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu Nes-
völlum í Reykja-
nesbæ 4. apríl 2021.
Matthildur var
dóttir hjónanna
Óskars Snorrason-
ar sjómanns, f. 10.
mars 1909, d. 13. janúar 1980,
og Önnu Margrétar Jóhannes-
dóttur saumakonu, f. 22. júlí
1910, d. 27. september 1987.
Systkini: Snorri, f. 1946, d.
1974, Jóhanna Hólmfríður, f.
1947, Björk Lind, f. 1949, d.
2016, hálfbróðir sammæðra Jó-
hannes, f. 1935, d. 1999.
Matthildur gekk í hjónaband
23. ágúst 1963, með Árna Vig-
1967, gift Rúnari Helgasyni.
Börn þeirra eru: a) Árni Freyr,
f. 1987, kvæntur Sædísi Önnu,
barn Marinó Hjörtur, fyrir á Sæ-
dís dæturnar Sólrúnu Ylfu og
Laufeyju Birnu. b) Óskar, f.
1990. c) Aldís Helga, f. 1994, í
sambúð með Guðjóni Valberg,
barn Tristan Máni. Fyrir á Rún-
ar Grétu Soffíu, f. 1979, gift
Steve Fairley, barn Selma Björg.
3) Kolbrún, f. 13. september
1970, gift Jóhanni Bjarka
Ragnarssyni. Dætur þeirra eru:
a) Matthildur Ósk, f. 1991, í sam-
búð með Joakim Karlsson, barn
hennar er Aron Bjarki. b) Guðný
Ragna, f. 1994, í sambúð með
Tommy Bäckman. 4) Árný Hild-
ur, f. 5. september 1975, d. 26.
febrúar 2007.
Matthildur verður jarðsungin
frá Keflavíkurkirkju í dag, 15.
apríl 2021, klukkan 13, að við-
staddri nánustu fjölskyldu.
Athöfninni verður streymt á
slóðinni: www.facebook.com/
groups/matthilduroskarsdottir.
Stytt slóð á streymið:
Virkan hlekk má nálgast á:
www.mbl.is/andlat
fúsi Árnasyni, f. 19.
janúar 1942, d. 16.
október 1991. Árni
var sonur hjónanna
Árna Bjarnmundar
Árnasonar, f. 4. maí
1919, d. 11. janúar
1972, og Þuríðar
Halldórsdóttur, f.
29. maí 1920, d. 6.
febrúar 2011. Árni
og Matta bjuggu
alla sína tíð í Kefla-
vík. Dætur þeirra eru: 1) Anna
Pálína, f. 13. janúar 1964, gift
Karli Einari Óskarssyni. Börn
þeirra eru: a) Sveinbjörg Anna,
f. 1988, barn Krummi Snær. b)
Þórhallur, f. 1990, kvæntur Rak-
el Ýri Aðalsteinsdóttur, barn
Daði Már. c) Árni Vigfús, f.
1997, í sambúð með Helgu Sæ-
unni Þorkelsdóttur, barn Þorkell
Einar. 2) Þuríður, f. 21. apríl
Mamma, tengdamamma, lést á
páskadag. Hún var mikil hátíðar-
manneskja og kannski táknrænt
að hún færi á þessum degi þar sem
henni tókst að plata dauðann jólin
og áramótin 2019/2020.
Matta var lítil manneskja í um-
máli en var þeim mun stærri per-
sónuleiki.
Hún vildi öllum vel og gerði sitt
besta til að hugsa um alla í kring-
um sig. Þegar dætur okkar voru
smáar voru þær í pössun hjá ömmu
Möttu á meðan Kolbrún var í skóla
að vinna að stúdentsprófi. Síðar
þegar Kolbrún fór að vinna og
Bjarki var á sjó voru stelpurnar
hjá Björk og Pálma meðan Kol-
brún var við vinnu. Þegar kvöld-
skólinn tók svo við voru það Matta
og Árný sem komu yfir götuna til
að passa. Stelpurnar fóru svo á
leikskóla en Matta og Árný Hildur
héldu áfram þessum kvöldpössun-
um þar til Kolbrún útskrifaðist
sem stúdent.
Fjölskyldan fluttist til Lundar í
Svíþjóð 2005, þar sem Kolbrún fór
í meistaranám eftir að hafa lokið
náttúrukennaranámi á Íslandi.
Gaman er að segja frá því að
Matta, sem ekki hafði möguleika á
að mennta sig sem barn, var mjög
stolt af öllu menntbrasi í fjölskyld-
unni. Hún og Anna Pála komu til
Lundar þegar Kolbrún útskrifað-
ist sem umhverfisverkfræðingur.
Matta kom svo sjálf þegar Matt-
hildur Ósk tók stúdentinn. Hún
talaði bara íslensku en náði að
koma sér í gegnum flugvöllinn á
Kastrup með því að fylgja bara
eftir Íslendingunum sem voru að
fara með sama flugi – Kolbrún var
samt búin að útbúa fullt af spjöld-
um fyrir hana með upplýsingum á
sænsku/ensku og dönsku ef á
þyrfti að halda. Held hún hafi bara
hent spjöldunum á Kastrup. Hún
kom svo með Aldísi Helgu þegar
Guðný Ragna útskrifaðist sem
stúdent þremur árum seinna.
Ferðalögin frá okkar síðu til Ís-
lands hefðu getað verið fleiri en
voru samt öll góð þó oft hefðu þau
verið stutt. Alltaf var tekið vel á
móti okkur með matarveislum
sem og kaffi og með því, meira að
segja þegar öll fjölskyldan ásamt
vinkonu Guðnýjar Rögnu kom til
Íslands 2019 og fögnuðum m.a.
saman 5 ára afmæli Arons Bjarka
í Húsdýragarðinum í Reykjavík. Í
þeirri ferð sló Matta einmitt upp
hangikjötsveislu í litlu íbúðinni
sinni á Kirkjuveginum fyrir stór-
fjölskylda – með góðri hjálp Önnu
Pálu og Þurýjar.
Anna Pála og Þurý hafa verið
Möttu svo góðar þessi síðustu ár
sem heilsu hennar hrakaði, við
viljum þakka þeim fyrir það.
Kveðja
Kolbrún og Jóhann Bjarki.
Nú er sameiginlegu ferðalagi
okkar lokið. Þér leist nú ekkert á
þetta ferðalag okkar í upphafi árið
1985. Þú sagðir við Önnu mína að
vera nú ekkert að eltast við þenn-
an strák, hann sem mætti ekki á
uppgefnum tíma. Og ekki skánaði
það þegar ég fór að venja komu
mína á Faxabrautina og settist í
stólinn þinn og þar með var sjón-
varpsáhorf þitt fyrir bí því þú vild-
ir ekki reka mig úr stólnum þín-
um. En strákurinn vann á og við
urðum miklir vinir. Það er margs
að minnast og standa þar upp úr
öll ferðalögin okkar saman. Ferð-
in með ykkur Árna í sumarbústað-
inn á Skarðsströnd. Ferðin
ógleymanlega til Dyflinnar.
Kvöldið áður en við lögðum í hann
hringdir þú og minntir okkur á að
hafa passann með okkur. Þegar
við komum að landamærunum í
Keflavík kom í ljós að þú varst
með gamla útrunna passann.
Upphófst þá atburðarás sem er
saga til næsta bæjar, stundin þeg-
ar við hittum Rúnar Júl og Mæju,
það verður lengi í minnum haft.
Ferðin okkar til La Marína á
Spáni sem var virkilega skemmti-
leg. Man þegar þú sagðir við mig,
mikið ratar þú vel, mætti halda að
þú hafir komið hér áður. En málið
var að ég var rammvilltur. Dags-
ferðin til Vestmannaeyja var alveg
yndisleg, svo gaman að upplifa
með þér umhverfið og þvælast
með þér um allt. Þú talaðir oft um
þessa ferð, hversu gaman þér
þótti. Dagsferðirnar austur fyrir
fjall og allar Reykjavíkurferðirnar
en þá þurfti alltaf að stoppa á
kaffihúsi og helst hesthúsa eina
hnallþórusneið. Síðasta ferðin sem
við fórum til að skoða nýja bústað-
inn hjá Þurý og Rúnari, að sjá
hversu glöð þú varst á eftir að ylja
mér um hjartarætur. Umhyggja
þín um stelpurnar þínar og barna-
og barnabarnabörnin þín var ein-
stök. Flest þeirra áttu í þér trún-
aðarvin sem þeim fannst gott að
koma til. Ég vona að ég hafi verið
þér góður tengdasonur þó svo að
þér hafi nú ekki litist á kauða
svona fyrst. Elsku Matta mín, ég á
eftir að sakna þín og mun ég reyna
eftir fremsta megni að hugsa um
Önnu Pálu þína. Hvíldu í guðs friði
yndislega tengdó. Hinsta kveðja
mín kæra, þinn
Karl (Kalli).
Það er ekki auðvelt að koma
orðum á blað um hversu mikið ég
sakna ömmu. Amma var mín trún-
aðarvinkona og ég hennar. Amma
var svo miklu meira en bara amma
fyrir mér. Hún var konan sem
stóð keik eftir mörg áföll, hún var
konan sem var umhugað um og
elskaði fjölskylduna sína, hún var
konan sem lá ekki á skoðunum
sínum. Allt gildi sem ég tek með
mér í veganesti út í lífið. Við amma
vorum að mörgu leyti mjög líkar,
okkur þótti ekki leiðinlegt að fara
saman í bakarí eða á kaffihús og
gæða okkur á sætmeti, berlínar-
bollum, hnallþórum og öllu þar á
milli. Við gerðum margt saman
sem skapaði ákveðnar hefðir í
okkar lífi. Kjördagar voru okkar
dagar þar sem við skunduðum
saman á kjörstað og að sjálfsögðu
beint í bakaríið strax á eftir. Fyrir
hver jól síðastliðin ár áttum við
notalega stund við jólakortaskrif,
með kaffi og Mackintosh. Síðasta
árið setti heimsfaraldur strik í
þessar hefðir okkar. Heimsfarald-
urinn var okkur erfiður, að fá ekki
að hittast, en þá kom síminn að
góðum notum og töluðum við oft
og lengi saman. Henni var umhug-
að um alla sína afkomendur, hún
sá ekki sólina fyrir þeim og fylgd-
ist með öllu sem við gerðum.
Amma gaf mér jólatréð sitt fyrir
nokkrum árum og allar skreyting-
arnar, ósjálfrátt skreytti ég það
eins og amma skreytti það. Ég hef
skreytt það á þann hátt síðan og
mun alls ekki breyta þvi. Amma
var einstök kona og skreytingarn-
ar voru í hennar anda, einstakar
og fullt af glingri. Gullregn leggst
yfir jólatréð, alveg eins og amma,
sem hafði hjarta úr gulli og um-
vafði afkomendur sína kærleik og
ást, eða réttara sagt gulli.
Vinátta ömmu og Krumma
Snæs var svo dýrmæt, hún spurði
alltaf um hann og hvernig hann óx
og dafnaði. Þegar þau vörðu tíma
saman birtist manni falleg vinátta
sem byggðist á skilyrðislausri ást
og virðingu þeirra beggja. Það er
sárt að hugsa til þess að vinátta
þeirra Krumma Snæs og okkar
ömmu fái ekki að vaxa og dafna,
heldur yljum við okkur við góðar
og fallegar minningar. Minningar
um allra bestu ömmuna. Ég skal
lofa að gæta Krumma Snæs eins og
þú baðst mig um, daginn áður en
þú hélst af stað á ókunnar slóðir.
Við geymum þig í hjarta okkar
um ókomna tíð, elsku amma mín.
Við mæðgin kveikjum á englaljós-
inu þínu á hverju kvöldi, förum
með sálminn hans Bubba okkar
Morthens og hugsum um fallegu
og góðu ömmu okkar.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
„Svo fáum við okkur eitthvað úr
bakarínu.“ – Amma Matta.
Sveinbjörg Anna.
Ég elska þig amma Matta mín.
Við hlustum saman á Bubba
Morthens.
Þegar fuglarnir fljúga og
syngja þá líður ömmu Möttu vel.
Krummi Snær.
Matthildur I.
Óskarsdóttir
✝
Sigurlaug Jóns-
dóttir fæddist
15. júlí 1931. Hún
lést 27. mars 2021.
Foreldrar: Sig-
rún Guðmunds-
dóttir frá Lóma-
tjörn í Höfðahverfi
og Jón Jóhannsson
frá Skarði í Dals-
mynni. Systkini
Sigurlaugar sem
náðu fullorðinsaldri
eru: Einar vélaverkfræðingur, f.
23.12. 1924, d. 20.2. 1972. Guð-
mundur Sveinn rafmagnsverk-
fræðingur, f. 14.9. 1926, d. 17.5.
1969. Skírnir, f. 10.3. 1928, d.
23.7. 2007. Valgerður húsfreyja,
f. 30.8. 1932, d. 9.6. 2015. Fjórir
bræður dóu í frumbernsku.
Maki: Ísleifur
Sumarliðason, skóg-
arvörður á Vöglum í
Fnjóskadal, f. 12.11.
1926, d. 29.6. 2015.
Börn Sigurlaugar
og Ísleifs: Sigríður
Ingibjörg, f. 1.5.
1951, Jón, f. 25.7.
1952, Jóhann Svav-
ar, f. 11.6. 1954,
Sumarliði Ragnar,
f. 4.7. 1955, Sig-
urður, f. 22.10. 1956, Rúnar, f.
30.4. 1962, Guðmundur Einar, f.
16.7. 1973, d. 10.9. 1975.
Barnabörnin eru 14 og lang-
ömmubörnin eru fimm.
Útför verður gerð frá Nes-
kirkju í dag, 15. apríl 2021, kl.
13.
Lauga í stóru eldhúsi
skógarvarðarbústaðarins að Vögl-
um, þykkt hárið bundið með
teygjum í tvo tíkarspena, 45 ára,
kröftug, grönn og stelpuleg, svo-
lítið tileyg, stórfalleg. Hún sat
með barnið í kjöltunni, að klæða
tveggja ára yngsta soninn í úti-
gallann; spjallaði fjörlega um
ástandið í heiminum, ósómann og
óréttlætið í stjórnmálum verald-
arinnar, útvarpsfréttirnar á full-
um styrk, stór þvottavélin líka.
Þessi mynd af Laugu er mér
minnisstæð. Það var hásumar árið
1975, blíðuveður í Vaglaskógi og
Sumarliði hafði boðið mér í heim-
sókn til foreldra sinna í fyrsta
sinn.
Hún reyndist sannarlega ætíð
önnum kafin, vann hörðum hönd-
um, hafði mörgu að sinna, fylgdist
með stjórnmálum, hafði skoðanir
og lét þær í ljósi, með sterka rödd.
Og sjö urðu börnin.
Lauga fæddist 15. júlí 1931 og
urðu árin hennar nær níutíu.
Á fæðingarári hennar, í apríl,
höfðu foreldrar hennar misst árs-
gamlan son sinn. Bræður hennar
Guðmundur, Einar og Skírnir
voru þá komnir á legg en þar áður
höfðu þau Sigrún og Jón misst
önnur tvö ungbörn. Lítil systir,
Valgerður, fæddist ári á eftir
Laugu. Þessi áföll urðu til þess að
Laugu var komið fyrir í skjóli föð-
ursystur sinnar, Svövu. Böbbu
kallaði Lauga litla fóstru sína og
minntist hennar ævinlega af mik-
illi ástúð og söknuði. Babba hafði
rými út af fyrir sig á loftinu í
Skarðsbænum og reyndist hún
Laugu litlu sem móðir. Á efri ár-
um Laugu, þegar svigrúm gafst til
eftirþanka, rifjaði hún það oft upp
hve mikið áfall það hafði verið
henni þegar Babba fóstra hennar
lést úr krabbameini 1938, en þá
var Lauga aðeins sjö ára gömul.
Lauga fór í Héraðsskólann á
Laugum í Reykjadal og síðan í
húsmæðraskóla. Nítján ára giftist
hún Ísleifi, unga myndarlega
manninum sem hafði verið ráðinn
í stöðu skógarvarðar í Vaglaskógi,
Fnjóskadal. Ísleifur hafði numið
skógfræði í Danmörku, líkt og
frumkvöðullinn faðir hans, Sum-
arliði Halldórsson. Þegar Lauga
var 25 ára gömul voru börnin orð-
in fimm. Til að drýgja tekjurnar á
þessum fyrstu árum ráku þau
Ísleifur lítið bú, héldu fé, kýr,
hesta og hænsni og ræktuðu
grænmeti. Þeirri garðyrkjuhefð
hafði Lauga vanist á bernsku-
heimili sínu. Hún mjólkaði kýrnar,
handknúði skilvinduna, vann
rjóma, skyr og smjör.
Í skógræktarstöðinni á Vöglum
unnu Lauga og Ísleifur margvís-
legt brautryðjendastarf af áhuga
og elju og var um árabil mikil starf-
semi í skógræktarstöðinni. Þar
störfuðu einnig margir sveitungar
þeirra og unglingar úr nágranna-
sveitum í sumarvinnu, allt krafðist
þetta mikillar vinnu og útsjónar-
semi. Ákaflega var gestkvæmt.
Þegar Ísleifur lauk sinni starfsævi
sem skógarvörður fluttu þau
Lauga suður í Mosfellsbæ og settu
á fót Garðplöntusöluna við Bjark-
arholt. Plöntusöluna ráku þau sam-
an í tuttugu ár, ræktuðu og fluttu
inn ýmiskonar garðaskart, enda
alla tíð fagurkerar bæði tvö.
Tengdamóðir mín elskuleg var
síðasta árið sitt á dvalarheimilinu
Grund. Þar sá frábært starfsfólk
um að veita henni öryggi og um-
hyggju á krefjandi tímum, en
nauðsynlegt var að setja miklar
takmarkanir á heimsóknir. Það
gefur augaleið að slíkt er sárs-
aukafullt. Og Lauga fann að tími
hennar var kominn þennan laug-
ardag í lok mars. Hún þáði aðstoð
til að setjast í hægindastól í setu-
stofunni – og kvaddi þar með, á
augabragði, þessa erilsömu ver-
öld.
Blessuð sé Sigurlaug tengda-
móðir mín og minningin um fal-
lega og góða manneskju.
Þóra Sigurðardóttir.
Sigurlaug
Jónsdóttir
✝
Árni Kristján
Aðalsteinsson
vélvirkjameistari,
Kaldaseli 8 í
Reykjavík, fæddist
á Akureyri 7. nóv-
ember 1935. Hann
lést á Hrafnistu,
Skógarbæ, 18. mars
2021.
Árni var sonur
hjónanna Aðalsteins
Jónssonar vélstjóra,
f. 1899, d. 1978, og Elínrósar
Steingrímsdóttur húsfreyju, f.
1904, d. 1993. Bróðir Árna er
Viðar Már, f. 17. janúar 1949,
kvæntur Gyðu Margréti Arn-
mundsdóttur, f. 28. júní 1952.
Ketilssyni, þeirra börn eru
Aníta Mist, Aron Freyr og Tinna
Marý. b) Sandra Björk, gift Frey
Gústavssyni, þeirra börn eru
Rúnar Breki, Lísbet Heiða og
Bjartur.
2) Rannveig Björg, f. 1958,
gift Ingva Rúnari Guðmunds-
syni, f. 1957, börn þeirra eru a)
Heiðdís Ösp, hennar börn eru
Oddný Björg og Tinna María. b)
Inga Jenný, gift Jóhannesi Eli-
as, þeirra börn eru Malena Eik,
Rannveig Rós, Jonn Filip Esa-
jas, Nóa Sebastian og Randi
Ösp. c) Atli Þór, kvæntur Bryn-
hildi Jónasdóttur, þeirra barn er
Elmar Þór.
Útför Árna fer fram frá Selja-
kirkju í dag, 15. apríl 2021,
klukkan 13.
Streymt verður frá útförinni:
http://www.seljakirkja.is/.
Streymishlekk má einnig
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Árni kvæntist
10. apríl 1957 Dísu
Pálsdóttur, f. 10.
mars 1937, d. 7.
febrúar 2012, þau
skildu 1976. Árin
1977 til 1991 var
Auður Ingólfs-
dóttir sambýlis-
kona Árna. 4. mars
1997 kvæntist Árni
Oddnýju Halldórs-
dóttur, f. 2. janúar
1942, d. 10. júlí 1997.
Börn Árna og Dísu eru: 1) Að-
alsteinn Árnason, f. 1957,
kvæntur Guðrúnu Friðjóns-
dóttur, f. 1959, börn þeirra eru
a) Sonja Rut, gift Guðmundi Má
Það var í maí 1977 sem ég
vann í stjúppabbalottóinu þegar
Árni kom inn í líf okkar. Það var
mikil breyting og tók svolítinn
tíma að aðlagast en Árni lagði
sig fram um að láta hlutina
ganga upp. Hann var mikill vin-
ur okkar systkina þann tíma
sem þau mamma bjuggu saman
og alla tíð eftir það. Alltaf tilbú-
inn að rétta hjálparhönd við
hvað eina enda þúsundþjala-
smiður og gekk að hverju verki
ótrauður, vinnusamur sem hann
var.
Það var skemmtilegt að hafa
Árna á heimilinu. Hann talaði
svolítið sitt eigið tungumál, sagði
„daujur“ í stað dauður, „ætli
Davíð viti af þessu“ þegar eitt-
hvað var í ólagi í Reykjavík,
„hann er nú eitthvað blandaður
þessi“ þegar einhver var klár-
lega af öðrum kynþætti o.s.frv.
Skemmtilegast var þegar fólkið
hans kom að norðan því þá var
sögustund. Auðvitað voru þetta
oftast sömu sögurnar en sagna-
gleðin og stemningin var frábær.
Svo kom Lena Sól, „Lenni
litli“. Það var svo ánægjulegt að
fylgjast með honum, hversu nat-
inn hann var og óþreytandi að
ganga um gólf með hana í kveis-
unni. Alltaf brosti hún þegar
hann rétt svo kíkti á hana þótt
móðirin þyrfti að hafa svolítið
fyrir brosinu.
Afi var alveg einstakur maður
og við áttum margar góðar
stundir saman. Eftir að hann
varð einn bjó hann nálægt okkur
og ég sótti mikið í að koma til
hans og dyrnar stóðu alltaf opn-
ar. Það var svo gott að koma til
hans því hann ljómaði upp og
tók svo vel á móti mér. Við gát-
um bara verið saman án þess að
það þyrfti að vera neitt um að
vera. Við spjölluðum og ég litaði
og teiknaði myndir. Stundum
elduðum við kótelettur sem var
uppáhaldsmaturinn okkar afa.
Það var sorglega ánægjulegt að
hitta hann í síðasta skiptið, í
sumar í Skógarbæ. Hann stóð á
svölunum og við á jörðu niðri.
Það var svo gott að sjá hann og
gaman að sýna honum börnin
mín. Ég á alltaf eftir að sakna
afa en ylja mér við allar góðu
minningarnar.
Það er með söknuði og sorg í
hjarta sem við kveðjum Árna
„afa“ í dag en einnig með ein-
lægri þökk fyrir allt og allt.
Hvíl í friði.
Íris og Lena Sól.
Árni Kristján
Aðalsteinsson
Sálm. 86.11
biblian.is
Vísa mér veg þinn,
Drottinn, að ég
gangi í sannleika
þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég
tigni nafn þitt.
- Fleiri minningargreinar
um Matthildi I. Óskars-
dóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.