Morgunblaðið - 15.04.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.04.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Þrátt fyrir heimsfaraldurinn,efnahagsþrengingar og fjöldatakmarkanir, gætir ný- breytni í ýmsum greinum, sem eru ónæmari en aðrar fyrir slíkum að- ferðum. Þannig má lesa um það á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, að Jóhannes Stefánsson, fyrrum framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, hafi stofnað félagasamtökin Félag uppljóstr- ara. - - - Jóhannes ljóstraði, sem kunnugter, upp um starfshætti sína í Namibíu við Helga Seljan og fé- laga í sjónvarpsþættinum Kveik, sem hefur haft nokkur eftirmál, bæði innanhúss í Efstaleiti og víð- ar í samfélaginu. Meðal annars þau að Jóhannes segir að eitrað hafi verið fyrir sér og hefur gengist fyrir fjársöfnun af þeim sökum. - - - Það er því vafalaust um nóg aðræða á fundum Félags upp- ljóstrara og gæti örugglega orðið glatt á hjalla hjá Jóhannesi, litla Landsímamanninum og Sigga hakkara við að samræma hags- munagæslu sína. - - - Þetta er athyglisverð frétt, enþó bregst Viðskiptablaðinu bogalistin að þessu sinni og missir af stóru fréttinni í málinu. Því þegar farið er inn á vef fyrir- tækjaskrár kemur á daginn að þar vantar upplýsingar um „raun- verulega eigendur“ félagsins! - - - Ekki er að efa að Gagnsæi,samtök áhugafólks um glært samfélag, taki á því hneyksli puk- urs og leyndarhyggju af viðeig- andi hörku. Jóhannes Stefánsson Leyndarhyggja uppljóstrara STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Umferðin á hringveginum jókst stór- lega í seinasta mánuði frá sama mán- uði í fyrra eða um nærri 23 prósent. Í mars í fyrra drógu kórónuveiru- faraldurinn og sóttvarnaaðgerðir mjög mikið úr umferð á þjóðvegum landsins en í seinasta mánuði hafði átt sér stað veruleg breyting á um- ferðinni frá sama mánuði í fyrra samkvæmt upplýsingum úr teljurum Vegagerðarinnar. Fram kemur í umfjöllun Vega- gerðarinnar að þessi aukning sé í takt við þá aukningu sem varð í mars á höfuðborgarsvæðinu. Reyndist umferðin á hringveginum í seinasta mánuði sú þriðja mesta frá upphafi mælinga. „Umferð jókst í öllum landsvæðum en mest á Norðurlandi eða um 34,6% en minnst um teljara- snið á Suðurlandi eða um 16,8%,“ segir í umfjölluninni. 46,3% meiri á Holtavörðuheiði Umferðin jókst mikið á öllum taln- ingarstöðum á hringveginum að tveimur undanskildum. Mest jókst umferðin um Holtavörðuheiði eða um 46,3% Á fyrstu þremur mánuð- um ársins hefur umferðin aukist um 7% frá sama tímabili á síðasta ári. Mest um Norðurland eða um 12,8% en á Suðurlandi mælist 2,1% sam- dráttur frá áramótum. Stóraukin umferð á hringveginum - Umferð ökutækja var sú þriðja mesta frá upphafi mælinga í marsmánuði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Biskupsbrekka Umferðin yfir Holtavörðuheiði jókst um 46,3%. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þeir sem aka á nagladekkjum þurfa ekki að búast við því að verða sekt- aðir á næstu dögum þó að frá og með deginum í dag, 15. apríl, sé óheimilt að nota nagladekk. Guðbrandur Sig- urðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Segir hann að í reglu- gerð um þetta sé reiknað með mati á akstursaðstæðum hverju sinni og hér á landi sé allra veðra von. Þar spili inn í að horft sé til suðvesturhorns landsins alls í þessu tilliti. Því sé stað- an jafnan skoðuð fyrstu vikuna í maí og í kjölfarið auglýst hvenær búast megi við því að ökumenn á nöglum verði sektaðir. Sektir við slíkum brot- um nema 20 þúsund krónum á hvert dekk. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrir- spurn Samgöngufélagsins sem sent var fjölmiðlum segir að lögregluemb- ætti hafi með sér samráð vegna þessa þar eð suðvesturhorn landsins sé orð- ið eitt atvinnusvæði. Engar verklags- reglur hafi verið gefnar út vegna þessara ákvarðana og yfirlit hafi ekki verið haldið um tímasetningar síð- ustu ár. Enn fremur segir að ríkislög- reglustjóri geri ekki athugasemdir við það verklag sem haft er um beit- ingu sekta við notkun nagladekkja. Þá kemur fram í svarinu að allir lögreglu- og þjónustubílar embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi verið á nöglum frá því í nóvember síð- astliðnum. Sama gildi um alla bíla rík- islögreglustjóra og hluta bíla lög- reglustjórans á Vesturlandi en ekki liggi fyrir upplýsingar frá öðrum lög- regluembættum. Sekta ekki vegna nagladekkja í apríl - Skoða stöðuna í byrjun maí - Lög- reglan sjálf á nöglum Morgunblaðið/Árni Sæberg Dekkjaskipti Margir skipta yfir á sumardekkin þessa dagana. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.