Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Áður en höfuðstöðvar Orkuveitu
Reykjavíkur voru teknar í notkun
vorið 2003 höfðu vaknað efasemdir
um að vesturbyggingin myndi þola
íslenskt veðurfar.
Segja má að þær grunsemdir hafi
verið staðfestar með ríflega 200
blaðsíðna matsgerð sem Orkuveitan
lét vinna í tilefni af því fjártjóni sem
hlotist hefur af þessum göllum.
Vildi Orkuveitan fá úr því skorið
hverjir, ef þá einhverjir, beri ábyrgð
á því að endurnýja þarf alla útveggi
vesturbyggingarinnar á Bæjarháls-
inum þrátt fyrir úrbætur á árunum
2004, 2009 og 2015-2016.
Matsgerðin var unnin af Eyþóri
Rafni Þórhallssyni, byggingarverk-
fræðingi og dósent við Háskólann í
Reykjavík, og Tryggva Jakobssyni,
byggingarfræðingi og múrarameist-
ara, en þeir taka fram að vegna fyrri
viðgerða sé verkið vandasamt.
Veðurálag á vesturhliðinni
Höfuðstöðvar Orkuveitunnar eru
um 14 þúsund fermetrar og skiptast
í tvö hús; fimm hæða ferhyrnda
byggingu (austurhús) og sex hæða
bogalaga byggingu (vesturhús) sem
tengdar eru með glerhvelfingu sem
hýsir m.a. lyftur og tengigang.
Málið varðar vesturhúsið (sem er
vinstra megin á myndinni hér til
hliðar), nánar tiltekið austurhliðina.
Samkvæmt matsgerðinni sýna
svonefndar vindrósir að mest veð-
urálag er á austurhliðinni en lítið
álag á vesturhliðina. Skemmdir hafi
fyrst og fremst verið á þremur hlið-
um: norðausturenda, suðausturhlið,
beggja vegna hvolfþaks, og einkum á
suðausturenda og endavegg í suður.
Benti viðmælandi blaðsins á að sterk
austanátt og votviðri hafi reynt mik-
ið á útveggi vesturhússins sem hafi
ekki reynst þola álagið. Var útvegg-
urinn úr álgluggakerfi með inn-
byggðum gluggum sem hannaður og
framleiddur var af danska framleið-
andanum HS Hansen. Byko hafði
milligöngu um kaup og alla útfærslu
á kerfinu en uppsetning var í hönd-
um ÞG Verks (sjá ramma).
Stæðist ekki kröfur
Matsgerðinni fylgja margar heim-
ildir sem vitna um mat manna á
ástandi hússins á hverjum tíma.
Meðal annars er vitnað til lýsingar
Hjalta Sigmundssonar, fulltrúa
Línuhönnunar, á kerfinu en hann
taldi ekki sýnt fram á að það stæðist
framsettar kröfur meðal annars
vegna vatns- og loftþéttleika.
Þannig sagði í umsögn Hjalta 22.
maí 2002 að mikið skorti á að nægar
upplýsingar væru komnar fram „og
einnig að alvarlegur misskilningur
[væri] hjá verktaka um hönnun út-
veggjaklæðninga. Ég vara sérstak-
lega við að taka við klæðningum fyrr
en lausnin hefur verið hönnuð og yf-
irfarin,“ skrifaði Hjalti.
Ekki leið á löngu þar til leka varð
vart í vesturbyggingunni. Meðal
annars er greint frá því í orðsend-
ingu „frá eftirliti til OR“ að leki hafi
komið fram á austurhlið vesturhúss í
febrúar 2004 „samanber tilkynning-
ar dags 5. og 11. febrúar til ÞG-verk-
taka“. Í nóvember 2004 sagði svo í
orðsendingu frá verkeftirliti til verk-
kaupa að aðalorsök lekans væri talin
vera sú að sementsbundnar plötur
væru of litlar þannig að nægileg
þétting fengist ekki með þéttilistum
og samskeytin væru óþétt.
Margoft gerðar athugasemdir
„Á verktímanum voru margoft
gerðar athugasemdir við að sem-
entsbundnar plötur væru of litlar og
að þétta þyrfti samskeyti platna.
Eins og fram kemur í gögnum svör-
uðu fulltrúar Byko því ávallt til að
plöturnar væru í lagi […] Það hefur
síðan komið í ljós að þessi frágangur
var ekki ásættanlegur og áhyggjur/
athugasemdir uppsetningaraðila og
eftirlits/byggingarstjóra voru á rök-
um reistar,“ sagði í áðurnefndri orð-
sendingu verkeftirlitsins.
Byko svaraði þessum athuga-
semdum 7. janúar 2005. Sagði þar
m.a. að fulltrúar Byko og verkkaupa
„hefðu skoðað ísetningu þessara
platna og hafi það verið álit þeirra að
plöturnar myndu sleppa til“.
Skal ítrekað að langt er um liðið
og er hér aðeins vitnað til skriflegra
heimilda. Mögulega veita þær ekki
tæmandi yfirlit yfir samskipti
manna vegna þessara framkvæmda.
Undirbúningi ábótavant
Óskað var eftir því að matsmenn
tækju tillit til lagfæringa á fasteign-
inni árin 2004, 2009 og 2015-2016.
Varðandi síðastnefndu viðgerðina
telja matsmenn sérstakt að „fram-
leiðandi kerfisins HS Hansen hafi
ekki komið að hönnun lausna og eða
úrbóta sem gerðar voru á kerfinu,
þar sem þekking og reynsla á kerf-
inu ætti að vera til staðar hjá fram-
leiðanda. Það er niðurstaða mats-
manna að vanda hefði mátt betur til
undirbúnings viðgerða með ýtar-
legri greiningavinnu og ráðlegt hefði
verið að leita ráðgjafar erlendra sér-
fræðinga í gluggakerfum,“ segja
matsmennirnir um viðgerðina.
Vekur þessi niðurstaða athygli en
viðgerðin kostaði mikla fjármuni.
Gallarnir verða ekki lagfærðir
Jafnframt voru matsmenn spurðir
hvort úrbóta væri þörf á útveggjum
en ekki eingöngu gluggakerfi, utan-
hússklæðingu og rakavarnarlagi.
„Það er mat matsmanna að allir
útveggir vesturhúss hafi verulega
galla sem verða ekki lagfærðir með
viðgerðum á núverandi kerfi. Orsak-
ir gallanna má rekja til hönnunar
kerfisins og að deililausnum hafi
ekki verið nægilegur gaumur gefinn.
Skortur var á prófunum samanber
kröfur í útboðslýsingu,“ skrifa mats-
menn sem telja ljóst að viðgerðir
2004 og 2016 hafi ekki skilað þeim
árangri sem stefnt var að. Þ.e. að
koma í veg fyrir frekari leka á
glugga- og klæðningakerfi hússins.
Telja matsmenn fullreynt að lag-
færa núverandi glugga- og klæðn-
ingakerfi á fullnægjandi hátt.
Varðandi hönnun og efnisval út-
veggja kemur fram í matsgerðinni
að gluggakerfið hafi ekki verið próf-
að fyrir uppsetningu, líkt og farið
var fram á í verklýsingu. Þá sé eng-
inn samþykkjandi skráður fyrir
teikningum af gluggakerfinu.
Stenst ekki íslenskar kröfur
„Það er mat matsmanna, með hlið-
sjón af þeim göllum sem fram hafa
komið eftir byggingu hússins, að
gluggakerfið í heild sinni stenst ekki
íslenskt veðurálag og kröfur verk-
lýsingar. Kerfið, í heild sinni, er eng-
an veginn í samræmi við góðar venj-
ur og vönduð vinnubrögð við
byggingu mannvirkja með létt-
byggðum útveggjum.“
Matsmenn eru jafnframt beðnir
um að leggja mat á hvenær mats-
beiðandi – Orkuveitan – hafi mátt
verða gallanna vör.
„Í gögnum málsins er tölvupóstur
frá Guðna Eiríkssyni í Fjölhönnun
til Byko og ÞG verktaka dags 11.
febrúar 2004. Þar segir að leki sé í
vesturhúsi. Tilgreindir eru mjög
margir lekastaðir á mörgum hæðum.
Á þessum tíma er ekki búið að taka
út bygginguna. Matsmenn draga af
því þá ályktun að gallar hafi komið
fram fyrir úttekt á byggingunni sem
framkvæmd var haustið 2004,“
skrifa matsmennirnir sem voru
beðnir að leggja mat á kostnað við
úrbætur á höfuðstöðvum Orkuveit-
unnar. Niðurstaðan er að þær munu
kosta tæplega 1.925 milljónir. Þar af
kosti nýr útveggur tæplega 921
milljón króna og klæðning innan-
húss og lagnir á útveggjum 364
milljónir.
Aðvörunarljós loguðu snemma
- Áhyggjur af smíðagöllum á húsi Orkuveitu Reykjavíkur komu upp á yfirborðið áður en húsið var vígt
- Matsmenn segja gluggakerfi ekki hafa verið prófað í samræmi við reglur - Gagnrýna líka viðgerðir
Morgunblaðið/ÞÖK
Höfuðstöðvar Orkuveitunnar Austurhlið vesturbyggingarinnar (til vinstri) hefur lekið og það valdið myglu.
Orkuveita Reykjavíkur samdi við ÞG Verk vegna upp-
steypu á höfuðstöðvunum og vegna uppsetningar á
meðal annars álgluggakerfi og gluggum.
Í matsgerðinni, sem fjallað er um hér til hliðar, er vikið
að athugasemdum ÞG Verks varðandi klæðninguna og er
m.a. tiltekinn ýmis kostnaður vegna ágalla á hönnuninni.
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir að-
spurður að ekki hafi alltaf verið bruðgðist við athuga-
semdum fyrirtækisins. Spurður hvað hann telji skýra það
kveðst Þorvaldur reikna með að þeir sem tóku ákvarðanir
um umrætt gluggakerfi hafi talið áhyggjurnar óþarfar.
„Ég reikna ekki með að neitt annað hafi ráðið för,“ segir Þorvaldur.
Hann áréttar að ÞG Verk hafi unnið umrætt verkefni fyrir verkkaupa
samkvæmt fyrirmælum og hönnunargögnum. „Ef við teljum að það séu
einhver vanhöld á útfærslum, eða eitthvað þurfi eða megi betur fara, þá
bendum við auðvitað á það en við erum ekki ábyrgðaraðili. Við lögðum ekki
til útveggjakerfið og höfðum enga aðkomu að vali á því og hvorki getum né
megum taka ákvarðanir eða breyta hönnun og útfærslum,“ segir Þorvaldur.
Hann vill að öðru leyti láta matsgerðina tala sínu máli. Þar komi hið rétta í
ljós. Umræðan um gallana á höfuðstöðvum OR hafi á tímabili verið á villi-
götum og skuldinni jafnvel að ósekju verið skellt á ÞG Verk.
Hafi talið áhyggjur óþarfar
EKKI ALLTAF BRUGÐIST VIÐ ÁBENDINGUM ÞG VERKS
Þorvaldur
Gissurarson
Ódýrt
fyrir alla
Sæktu um lykil á orkan.is