Morgunblaðið - 15.04.2021, Qupperneq 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
Sófar
15. APRÍL - 3. MAÍ
WESTON 2JA SÆTA SÓFI
með bonded leðri. L164 cm. 169.900 kr. Nú 137.007 kr.
WOODSTOCK
sófaborð, eik. 80x80 cm.
34.900 kr. Nú 28.143 kr.
CHISA
hægindastóll. Dökkblár, grænn eða
brúnn. 44.900 kr. Nú 36.207 kr.
TAX FREE
AF ÖLLUM SÓFUM, HÆGINDASTÓLUM,
SÓFABORÐUM OGMOTTUM*
TAX FREE
AF ÖLLUM PÚÐUM OG ÁBREIÐUM*
*Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu.
Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað ILVA
*Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. Gildir á meðan birgðir endast.
Tónlistarmaðurinn
Björn Kristinsson,
þekktur sem „Bjössi
sax“, hefur verið val-
inn bæjarlistamaður
Seltjarnarness 2021.
Þetta var í 25. sinn
sem bæjarlistamaður
Seltjarnarness er út-
nefndur. Hlaut Björn
viðurkenningarskjal
ásamt starfsstyrk að
upphæð ein milljón
króna sem fylgir
nafnbótinni. Tónlist-
arferill Björns hófst
snemma en hann kom fyrst fram í barnaþáttunum
Söngvaborg sem Róbert bangsi. Hann lærði síðar söng
og saxófónleik og útskrifaðist frá MÍT árið 2018. Björn
hefur komið fram með ýmsum hljómsveitum og vakið
athygli fyrir snjalla spilamennsku.
Björn Kristinsson valinn bæjar-
listamaður Seltjarnarness 2021
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 105. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
„Mönnum líður eins og þeir séu búnir að vera á hálf-
gerðu undirbúningstímabili í eitt og hálft ár. Það er
alltaf verið að byrja upp á nýtt, alltaf verið að hlaupa
og taka spretti og engir leikir. Þessi gleði sem var
komin dofnaði aðeins en það verður bara þeim mun
betra að byrja á morgun, vitandi að það er mjög stutt
í fyrsta leik,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari karla-
liðs KR í fótbolta, sem getur byrjað að æfa saman á
ný í dag. »61
Hálfgert undirbúningstímabil
í eitt og hálft ár
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Nokkrir framsýnir menn stofnuðu
Golfklúbb Selfoss 24. janúar 1971,
komu upp svokölluðum Grýlupotta-
velli við Engjaveg og lögðu grunn-
inn að uppgangi íþróttarinnar á Suð-
urlandi, en klúbburinn er einn sá
öflugasti innan Golfsambandsins og
stendur í stórræðum á 50 ára af-
mælisárinu.
Mikil uppbygging hefur verið á
Selfossi undanfarin ár og þegar ný
brú verður reist yfir Ölfusá missir
GOS þrjár holur af níu á Svarfhóls-
velli. Þess vegna hefur verið unnið
við að koma upp þremur nýjum hol-
um í staðinn undanfarin tvö ár og
verða þær tilbúnar í sumar.
„Í byrjun maí hefjum við fram-
kvæmdir við níu holur til viðbótar og
gerum ráð fyrir að opna 18 holu völl
eftir fjögur til fimm ár,“ segir Hlyn-
ur Geir Hjartarsson, framkvæmda-
stjóri GOS og PGA-kennari.
Fjórar holur fyrir 50 árum
Fyrsti völlur félagsins var aðeins
fjórar holur en undir lok áttunda
áratugarins voru þær orðnar sex.
Starfsemin var flutt að Alviðru und-
ir Ingólfsfjalli skammt frá Þrastar-
lundi 1981. Það var skammgóður
vermir, því Skógræktin og Land-
vernd sögðu leigusamningnum upp
1983. „Forsvarsmenn þeirra töldu
að golfvöllur væri ekki hentugur
fyrir skógrækt og starfsemin væri
ekki náttúruleg en Alviðra hefur
verið eyðibýli síðan,“ bendir Hlynur
á. Félagið var landlaust í tvö ár,
missti kylfinga í nálæga klúbba, en
fékk aðstöðu á Svarfhóli 1984 og
opnaði níu holu völlinn þar árið eftir.
Sveitarfélagið keypti Svarfhól 2012
og lét GOS fá landið til afnota að
lágmarki til 100 ára. „Frá upphafi
hefur hugmyndin verið að stækka
völlinn upp með ánni, vera með 18
holu golfvöll, og nú látum við verkin
tala.“
Samfara uppbyggingu í sveitar-
félaginu hefur félögum í GOS fjölgað
og eru þeir nú um 470. „Ég geri ráð
fyrir að þeir verði orðnir að minnsta
kosti 700 þegar golfvöllurinn verður
18 holu völlur,“ segir Hlynur. Hann
bætir við að Svarfhólsvöllur sé auk
þess vinsæll hjá kylfingum á höf-
uðborgarsvæðinu og fólk í sum-
arbústöðum notfæri sér gjarnan að-
stöðuna.
Í janúar í fyrra var glæsileg inni-
aðstaða með golfhermum, pútt-
völlum og netum til að slá í opnuð á
Svarfhóli. „Þetta er algjör bylting
og nú er golfið orðið heilsárssport
hjá okkur,“ segir Hlynur og bendir á
að aðstaðan sé í notkun frá klukkan
átta á morgnana til 11 á kvöldin.
Hann bætir við að hann búist við
metþátttöku í golfinu í sumar eins
og í fyrrasumar. „Ég á von á
sprengingu í golfinu. Um leið og við
byrjum úti fer fólkið þangað en við
stefnum að því að opna völlinn sum-
ardaginn fyrsta, eftir viku.“
Hlynur hefur verið framkvæmda-
stjóri GOS undanfarin tíu ár og
hann er jafnframt fremsti kylfingur
félagsins. Hann var til dæmis Ís-
landsmeistari í holukeppni 2007,
stigameistari Golfsambandsins
2008, 2010 og 2012, Íslandsmeistari í
flokki 35+ 2019 og í A-landsliðinu
2006 til 2010 eða þar til hann varð
atvinnumaður og tók við núverandi
starfi. Þegar hann var ráðinn skipt-
ist vinnan til helminga við fram-
kvæmdastjórnina og kennsluna, en
vegna framkvæmdanna sinnir hann
ekki kennslu næstu árin heldur
verður verkstjóri nýframkvæmda
auk þess að reka klúbbinn og sjá um
veitingasöluna. „Þegar ég tók við
starfinu var keppikeflið að byggja
upp klúbbinn, völlinn og félags-
starfið, en ég hef líka haldið mér við
í golfinu og hef ekki slegið minn síð-
asta bolta.“
Sprenging í golfinu
- Mikil uppbygging og framkvæmdir hjá Golfklúbbi Selfoss
Kærkomin viðbót Í húsinu eru golfhermar, púttvellir og net til að slá í.
Inniaðstaða GOS Gunnar Marel vallarstjóri, Hlynur Geir framkvæmda-
stjóri og Bjarki Þór vallarstjóri tóku fyrstu skóflustunguna.