Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 ✝ Dagný Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1949. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 26. mars 2021. For- eldrar hennar voru Guðmundur Helgi Valdimarsson, f. 8. apríl 1926, d. 4. júní 1951 og Rósa Einarsdóttir, f. 18. október 1922, d. 5. júní 2005. Systkini Dagnýjar eru Helga Bára, f. 1959, Sigurjón, f. 1959 og Haukur, f. 1966. Maður Dag- nýjar var Jón Ernst Ingólfs- son, f. 11. febrúar 1950, d. 25. október 2019. Foreldrar hans voru Ingólfur Ólafsson, f. 24. mars 1921, d. 17. nóv- ember 1966. Börn Dagnýjar og Jóns eru: 1. Rósa Dögg, f. 2. nóvember 1971. Börn hennar eru: a) Sara Sól, f. 11. desember 1997, b) Birta Rós, f. 27. júní 2003 og c) Embla Dögg, f. 20. febr- úar 2007. 2. Helgi Hrannarr, f. 6. febrúar 1978, maki Harpa Rós Gísladóttir, f. 1978. Börn þeirra eru: a) Óliver Andri, f. 29. febr- úar 2000, b) Alex- ander Kiljan, f. 5. júlí 2010, c) Kristófer Kjarval, f. 5. júlí 2010 og d) Hendrikka Rut, f. 4. janúar 2014. 3. Dag- ur Geir, f. 13. desember 1989, maki Elísa Rut Hallgríms- dóttir, f. 1992. Synir þeirra eru: a) Rúrik Hrafn, f. 11. ágúst 2017 og b) Jón Mikael, f. 28 júní 2020. Dagný ólst upp í Reykjavík og starfaði við ýmis sölu- og verslunarstörf og síðar við eigin atvinnurekstur. Dagný var jarðsungin í kyrrþey að eigin ósk. Elsku mamma. Það er óraunverulegt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Þið bæði, og á svo stuttum tíma er maður kominn í fágætan hóp, að- eins 31 árs. Foreldralaus. Ég hef staðið mig að því sl. daga að taka upp símann og ætlað að hringja í þig en fljótlega kveikt á því að ég er með símann þinn. Elsku mamma, mikið gæfi ég nú fyrir að blaðra við þig, koma í heimsókn með strákana og elda saman einu sinni í viðbót. Efst í mínum huga er þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og strákana okkar Elísu, fyrir allar gleðistundirnar, erfiðu tím- ana og fyrir okkar einlægu vin- áttu og allt það sem þú hefur kennt mér í gegnum tíðina. Fyrir mér varstu blíð, töffari, nagli, yndisleg og tjúllaður vinur að eiga. Allt vildir þú fyrir mig gera en hlustaðir lítið á bullið í mér inni á milli. Þú studdir við bakið á mér í einu og næstum öllu. Þrátt fyrir veikindin sem hafa einkennt líf þitt undanfarin ár hef- ur okkur þótt ótrúlega vænt um hversu mikið þú lagðir á þig til þess að brosa og sýna strákunum mikla ást. Þú ert mjög ofarlega í huganum hjá einum sem saknar þín og talar mikið um þig. Sá yngri mun fá heyra alls konar skemmtilegar sögur af ömmu Dagnýju. Þú varst frábær amma í alla staði! Við gátum hlegið okkur mátt- laus saman, tuðað út af hinu og þessu, rifist yfir minnstu atriðum og slúðrað um allt og ekkert án þess að þreytast hvort á öðru til lengdar. Við vorum alltaf einu símtali frá. Við áttum það gott samband að við treystum hvort öðru fyrir öllu, gjörsamlega öllu. Eftir að pabbi kvaddi okkur þá fann ég mig knúinn til þess að gera allt sem í mínu valdi stóð til þess að sinna þér, enda lofaði ég því frá fyrsta degi og stóð við það. Mikið er ég þakklátur að hafa skotist í allar búðarferðirnar og snattið með þér eða fyrir þig. Það er í dag sem maður sér hversu dýrmætt þetta var allt saman, því síðustu 18 mánuðir eru eflaust sá tími sem við höfum tal- að hvað mest saman. Ég trúði því einlægt hversu dýrmætt þetta gæti orðið til framtíðar. Heim- sóknirnar eru í dag dýrmætar minningar sem við vorum að bæta við alveg þangað til í lok mars þegar veikindin sigruðu. Þessar þrjár klukkustundir sem ég náði með þér um morg- uninn daginn sem þú kvaddir mun ég varðveita að eilífu, að halda í höndina þína síðustu andartökin var ómetanlegt. Síðustu orðin þín þann dag til mín voru kraftmikil og lýsandi fyrir okkar samband. Þau munu vera ljósið í myrkrinu til lengri tíma. Mamma, þú varst hetjan mín, minn allra besti vinur og stuðn- ingsmaður. Þú hélst mér á tánum þegar þess þurfti, þú varst öxlin sem var til staðar eftir að pabbi dó og þú varst sú sem hlustaði á mig öllum stundum. Því sama hversu illa þér leið, alltaf gastu hlustað eða tekið á móti mér. Tómarúmið sem þú skilur eftir hjá mér og mínum verður erfitt að fylla, tómarúmið mun ég hins vegar stútfylla af öllum yndislegu minn- ingunum okkar saman. Ég mun sakna þín um ókomna tíð, elsku mamma. Góða ferð. Ég held minningu þinni hátt á lofti. Ég elska þig. Þinn og ykkar, Dagur. Elsku mamma mín. Eilífðar- töffari og fagurkeri. Trendsetter og listakokkur. Framúrstefnu- sinni og nagli. Sérvitringur og lífs- kúnstner. Kletturinn og límið. Stór eru skörðin sem hafa kvarnast úr hraunhólunum okkar á stuttum tíma. Pabbi fór skyndi- lega fyrir ekki svo löngu og svo þú núna, í hálfgerðum flýti líka. Við sem eftir sitjum, örlítið ringluð í breyttri tilveru, söknum og syrgj- um, en um leið þökkum við og lof- um. Þó hjörtun séu í molum þá er svo gott að vita af ykkur samein- uðum á ný, óaðskiljanleg að eilífu. Þú varst alltaf aðeins öðruvísi en hinar mömmurnar. Frjálsleg í uppeldisreglunum og þoldir ekk- ert kjaftæði. Sagðir hlutina eins og þeir voru. Þorðir að vera þú sjálf, kokhraust og sjálfstæð enda undan Hraunsholtsfólkinu. Þú varst sannkallaður vinur vina þinna og yfirleitt hrókur alls fagn- aðar. Þú laðaðir að þér alls konar fólk. Þú leyfðir okkur systkinun- um að rekast á og læra af mistök- um. Vera við sjálf. Vinir okkar urðu alltaf ykkar bestu vinir líka. Það var aldrei neitt aldursbil, allir voru jafnir. Það er svo dýrmætt veganestið sem þú og pabbi gáfuð okkur og fyrir það verð ég ævin- lega þakklát. Það er svo margs að minnast. Pakkhús og villtar meyjar. Garða- bær og París. Bækur og sígarett- ur. Strumpar og Krákus. Hraun- hólar og Hraunsholt. Chipie og Spectors. Jim Beam og kók. Borgarfjörður og Munaðarnes. Nonni og Dagný. Mamma og pabbi. Ég sakna ykkar meira en orð fá lýst. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðmundsson) Góða ferð á nýjan stað, elsku mamma mín, og takk fyrir allt. Kysstu pabba frá mér. Þín Rósa Dögg. Það er sérstakt að setjast og skrifa hinstu kveðju til mömmu sinnar svona skömmu eftir að pabbi kvaddi okkur. Allt er frekar óraunverulegt og það er verulegt skarð sem höggvið er í okkar litlu en samhentu fjölskyldu. Það er allt svo endanlegt núna, það er ekki hægt að spyrja spurning- anna sem maður ætlaði að spyrja en leyfir sér ekki í amstri hvers- dagsins. Á svona tímum minnist maður alls þess sem við áttum og það var ótrúlega margt því sam- band okkar tveggja var sérstak- lega sterkt, við áttum alla tíð sam- band sem fór í gegnum allt sem varð á veginum og treystum veru- lega hvort á annað. Við vorum vin- ir, við stóðum með hvort öðru. Á milli okkar var órjúfanlegur strengur og við tókumst á við hlutina í sameiningu. Ég veit að þú varst stolt af mér og okkur systkinunum. Ég er óendanlega þakklátur fyrir það fallega sam- band sem þú áttir við Hörpu alla tíð og líka það ótrúlega samband sem þú byggðir upp með öllum krökkunum, þau sakna ömmu sinnar og eiga erfitt enda ekki langt síðan þau kvöddu afa sinn. Það hvernig þú tókst Óliver frá fyrsta degi og ykkar samband var lýsandi fyrir þig og svo þegar Al- exander og Kristófer fæddust og fóru að venja komur sínar til þín þá fannst þér sérstaklega gaman að spjalla og búa til gátur því það er aldrei lognmolla í kringum þá bræður. Hendrikka er yngst og er mjög hugsi og passar ótrúlega vel upp á pabba sinn þessa dagana. Mikið hefði ég viljað að þú hefðir fengið að njóta efri áranna með betri hætti og þau fengið lengri tíma með þér, því þau hefðu öll getað lært mikið af þér. Ég skrif- aði í minningarorðin að þú hefðir átt góð samskipti við alla í kring- um þig sem var raunin og þú lað- aðir að þér fólk því þú hafðir gam- an af fjölbreytileikanum og gafst fólki alltaf færi á því að skína. Þú gafst af þér og hafðir áhuga á því sem fólk var að segja og gera og sagðir aldrei neitt um fólk sem þú gast ekki sagt við það. Þú varst traust og sjálfstæði þitt skipti þig verulegu máli og þar voru engar málamiðlanir gerðar. Þið pabbi voruð ótrúlega sterk heild þó þið væruð sannarlega ólík en þið bættuð hvort annað upp á svo fal- legan og stundum fyndinn máta, þið eydduð rúmum 50 árum sam- an og ég var partur af þeirri ferð megnið af tímanum og mun búa að því alla tíð. Tíminn þinn á flakki um heiminn og gamli tíminn var í sérstöku uppáhaldi hjá þér og sumar sögurnar eru hreinlega óborganlegar en þær fara í minn- ingabankann hjá okkur sem part- ur af þeirri mögnuðu konu sem þú varst. Það að lýsa þér er í raun ekki hægt því þú varst einkenni- leg blanda af traustri konu sem þó lagði mikið upp úr því að taka líf- inu létt og hafa gaman, andstæð- urnar voru allt í kring og kannski þess vegna var dýptin og nándin svona mikil. Þú varst í raun og veru ólýsanleg og ég hef misst ótrúlega mikið með fráfalli þínu. Þú varst bandamaður minn, þú varst trúnaðarvinur minn, þú varst akkerið mitt og þú varst samviskan mín. Mamma, manstu loforðið sem ég gaf þér um gylltu skóna og hvíta kjólinn, það fór svo að lokum að ég stóð við það. Elska þig eins mikið og himinn- inn er stór. Helgi Hrannarr Jónsson. Ég sit hér og hugsa til þín og raula lag KK, When I think of Angels. Ég var ekki gömul þegar við kynntumst fyrst elsku Dagný mín eða rétt 13 ára þegar símtölin á milli Hraunhóla og Brekkubyggð- ar byrjuðu með mjög stuttu milli- bili. Eitt skiptið þegar Helgi svar- aði ekki sjálfur kom ekki kveðja beint í kjölfarið. Þú ræddir við mig af athygli og spurðir mig áhugaverðra spurninga. Þegar ár- in liðu og kærustuparið unga ákvað að endurskrifa ástarsöguna varst þú heldur betur haukur í mínu horni. Flest vissir þú á und- an syninum þar sem ég óskaði eft- ir handleiðslu þinni til að tryggja ráðahaginn. Stundum þóttu þér hugmyndir mínar of áhættusam- ar, eins og þegar ég kom honum á óvart sitjandi í hótelanddyri þar sem hann gisti í Búdapest. Þú hringdir í mig þegar ég var komin til Köben og spurðir hvort ég vildi ekki bara hætta við þetta. Auðvit- að hlustaði ég ekki enda trúi ég að þessi áhættuför hafi skilað mér ávinningnum. Talandi um hjóna- band – þá komst þú einmitt aftur til sögunnar. Þar sem þolinmæði er ekki mín sterkasta hlið ákvað ég að tryggja stöðu mína í fjöl- skyldunni til frambúðar og biðja Helga míns. Ég ákvað að fara „the american way“ og biðja Dagnýju um hönd sonarins. Ég var nokkuð kokhraust með svarið og var búin að útbúa afsal sem hún þyrfti að skrifa undir, sem hún gerði og sagði í leiðinni: „Verði þér að því, ég ábyrgist ekkert og gallaðir hlutir eru ekki skilavara!“ Elsku Dagný mín, allt spjallið sem við höfum átt spannar ótelj- andi klukkustundir. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar og aldrei kastaðist í kekki, nema einu sinni þegar þú lést mig nú vita að ég kæmist ekki upp með að panta einhverja læknatíma eða tala við lækna á bak við hana. Þú fórst nefnilega þínar eigin leiðir, vildir garfa í málunum sjálf, at- huga hvað væri í stöðunni. Það var þér líkt enda víðlesin og áhugasöm um svo ótal margt. Ég sakna þín nú þegar ofur- sárt, það er skrítið að hringja ekki til að spjalla um matseld, heils- una, nýjustu tísku, hver staðan sé á ástamálum yngri kynslóðarinn- ar og fleira. Ég vildi að ég hefði mátt létta þér lífið meira, en við eigum þá dásamlegu minningu að hafa farið utan og verið öll saman nú fyrir rétt rúmu ári. Minning- arnar þaðan eru svo dýrmætar, óheyrilega fyndnar og samveran svo mikilvæg. Að lokum langar mig að þakka þér fyrir að vera tengdamamma mín og einn mesti töffari sem ég þekki. Takk fyrir að stuðla ávallt að sjálfstæði mínu, sem skipti þig miklu máli og vildir að ég tileink- aði mér betur. Takk fyrir að kenna mér að elda jólamat fjöl- skyldunnar. Takk fyrir að segja mér hve hryllilega illa bleikur varalitur fer mér og kalla mig glysdrottninguna þína. Takk fyrir að eignast litla gúmmítöffarann þinn með spörfuglshjartað. Ég mun skála við þig inn í eilífðina, passa upp á fólkið þitt en umfram allt annað hlakka til endurfunda okkar þegar sá tími kemur. Mín ást til þín elsku Dagný. Þín Harpa. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn, svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn. Í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð. Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðinn. Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli. Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli. Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt, augnlínur og bleikar varir, brosið svo hýrt. Jú ég veit vel að ókeypis er allt það sem er best, en svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttunni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. (Megas) þín barnabörn, Óliver Andri, Alexander Kiljan, Kristófer Kjarval og Hendrikka Rut. Elsku amma mín, söknuðurinn er svo mikill en á sama tíma er ég svo þakklát, þakklát fyrir góðu ráðin sem þú gafst mér, hlátur- sköstin, löngu spjallstundirnar við borðstofuborðið og umhyggjuna. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért farin, allt svo óraunverulegt en ég veit að þú og afi Nonni vakið yfir mér og krökk- unum, alltaf. Elska þig elsku fallega amma mín og þangað til næst, þá verður líklegast og vonandi brennt ristað brauð með maríbóosti á boðstól- um, besta vatnið úr hraunhólun- um og afi tilbúinn með tissjú. Sara Sól. Amma Dagný var mjög góð- hjörtuð og skemmtileg, hún var með frábæran húmor og var meistari í gátum og elskaði að grínast. Það var alltaf svo gaman heima hjá henni, hún eldaði bestu nautalundirnar og ég sakna henn- ar mikið. Mér hefur alltaf fundist hún frábær kona eins og hún var. Þegar við stoppuðum í heimsókn fengum við krakkarnir alltaf súkkulaðikex og hún vildi alltaf vera með okkur, fyrir það er ég svo þakklátur og fyrir allt sem þú gerðir. Amma, mér finnst svo leiðin- legt að ég kom stundum ekki nógu oft í heimsókn og nú sé ég mjög eftir því. Það kenndi mér samt að maður þarf alltaf að gera sitt besta og nota tímann sinn vel og maður getur ekki alltaf hugs- að til baka heldur á alltaf að horfa fram. Þetta verður erfitt en ég veit að þú ert á betri stað. Mér finnst við hafa búið til frábærar minningar og nú ert þú komin til afa Nonna líka. Ég er svo glaður að við fengum svo góða ömmu sem vildi alltaf hitta okkur og eyða tíma í að tala við okkur. Ég vona að ég geti hitt ykkur afa aft- ur þegar að því kemur hjá mér. En það er ein minning sem stendur upp úr og það var í Flór- ída, það var alveg svakaleg ferð og enn betri með þér, við vorum að skemmta okkur og fórum í sundlaugina og á matastaði og allt þetta var svakaleg ferð með þér. Sjáumst vonandi í himna- ríki. Guð geymi þig. Þinn Alexander Kiljan. Dagný Guðmundsdóttir - Fleiri minningargreinar um Dagnýju Guðmunds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Óli Pétur Útfararstjóri s. 892 8947 Hinrik Valsson Útfararstjóri s. 760 2300 Dalsbyggð 15, Garðabæ Sími 551 3485 osvaldutfor@gmail.com Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞYRI KAP ÁRNADÓTTIR, Leirutanga 16, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum laugardaginn 27. mars. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 20. apríl klukkan 15. Streymt verður athöfninni: https://youtu.be/tLl28zy15uc. Trausti Leósson Silja Traustadóttir Florian Zink Tumi Traustason Jennifer Arseneau Sindri Traustason Sarah Gørtz barnabörn Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HÓLMFRÍÐUR SÖLVADÓTTIR, áður til heimilis á Langholtsvegi 154, Reykjavík, lést á Hrafnistu 22. mars umvafin ástvinum sínum. Að ósk hinnar látnu hefur útförin farið fram í kyrrþey. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og vinarhug. Edda Björk Hauksdóttir, Hartmann Ásgrímsson og fjölskylda Ísfold Aðalsteinsdóttir og fjölskylda Nanna H. Ásgrímsdóttir og fjölskylda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.