Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Sópun Götu- og stígasóparar Hreinsitækni vinna núna hörðum höndum fyrir Reykjavíkurborg við að hreinsa upp ryk og drullu á götum og göngustígum. Þessi var á ferðinni í Breiðholti í gær. Kristinn Magnússon Af trúarhita skrifar vinur minn Þorsteinn Pálsson grein í Frétta- blaðið 8. apríl sl. af sínum Kögunarhóli sem ber nafnið Kaup- félagið. Þar er hann að tala til okkar sam- vinnumanna um að taka trú því Evrópu- sambandið sé kaup- félag með grunnregl- unni einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þorsteinn stendur á lágum Kögunarhóli með lítið útsýni. Nær væri honum að ganga á Ingólfsfjall en þaðan sér vítt um byggðir og yf- ir heilt konungsríki, eins og Friðrik konungur áttundi sagði forðum. Of- satrú Þorsteins er slík að okkur gömlum samvinnumönnum þykir frjálslega farið með staðreyndir. ESB er miklu frekar eins og SÍS á lokaárum sínum, stórt og öfugsnúið og margt komið að fótum fram. Fylkingar byrjaðar að riðlast en þannig endaði saga margra kaup- félaganna með falli og fyrir rest féll risinn SÍS um sjálfan sig. Þor- steinn, fyrrverandi for- sætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins, er að fylgja eftir villt- ustu draumum for- ingja síns, Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur í Viðreisn, sem nú vill hefja aðild- arviðræður. Ég hygg að það sé hvorki á dagskrá okk- ar Íslendinga að ganga í ESB né ríkja ESB að taka okkur inn eins og staðan er. ESB er komið að vegamótum, Stóra-Bretland farið út og illa gekk því að fá auðlindir sínar til baka. Öll vötn renna nú til Þýskalands og Frakklands í ESB. Þorsteinn, sem var harður hægrimaður, dásamar nú miðju stjórnmálanna og gerir hlut Halldórs Ásgrímssonar, fv. ut- anríkisráðherra og formanns Fram- sóknarflokksins, mikinn þar sem hann hafi tengt hugmyndafræði samvinnumanna við aðild að ESB. Við sem störfuðum með Halldóri vitum að síðustu árin í pólitíkinni urðu honum um margt harm- þrungin. Hann klauf flokk sinn fyrir þennan málstað og taldi okkur gengna í ESB eigi síðar en 2013. Lengst af gekk Halldóri vel í stjórnmálum og nafn hans mun uppi vegna sjávarútvegsins og Kárahnjúka og álvers fyrir austan. En ESB-trúin reyndi bæði á hann og Framsóknarflokkinn. Stjónarskráin er ,,grey“ Með undrun höfum við fylgst með stórveldinu Stóra-Bretlandi að sleppa út og fá frelsi sitt og auðlind- ir til baka með harmkvælum. Evr- ópusambandið er eitt, EES- samningurinn annað. Alþingi Ís- lendinga fer í verki illa með stjórnarskrána, svona eins og Hjalti Skeggjason orti í trúarhita um goð- in: „Vilk eigi goð geyja, grey þykir mér Freyja.“ Hann var dæmdur sekur skóggangsmaður fyrir guð- last. Það er ekki lögfræðilegur vafi að EES-samningurinn er orðinn yf- irþjóðlegur. Arnar Þór Jónsson lögfræðingur og dómari skrifaði magnaða grein í Morgunblaðið miðvikudaginn 7. apríl. Ég spái því að stærstur hluti þingheims hafi lokað augunum og flett yfir á næstu síðu. Því sterkasta vopn þeirra sem vilja fljóta er að loka augum og eyrum. Arnar Þór segir: „Ef svo heldur fram sem horfir er alls ekki víst að frjálslynd lýðræðishefð haldi hér velli.“ Hann tekur til umræðu síðustu afglöp Al- þingis í þriðja orkupakkanum og segir: „Reglurnar í þriðja orku- pakka ESB voru þess eðlis að þær hefðu með réttu átt að fara í gegn- um þrjár umræður á Alþingi og fá að því loknu samþykki forseta lýð- veldisins.“ Loks segir Arnar: „Sú staðreynd að Hæstiréttur Noregs hefur nú ákvarðað að taka skuli til efnismeðferðar málshöfðun „Nei til EU“, vegna innleiðingar þriðja orkupakkans í Noregi, er enn eitt viðvörunarljósið.“ Hvernig bregðast nú alþing- ismenn okkar við þessari rök- færslu? Arnar Þór telur enn fremur að reglur ESB um fjórfrelsið hafi tekið sæti einhvers konar „yfir- stjórnarskrár“. Jafnframt hefur Mannréttindadómstóll Evrópu tekið sér vald, sem þeim dómstól var aldrei ætlað, til íhlutunar um innri málefni íslenska lýðveldisins. Nýtt þing í haust Það hefur aldrei verið brýnni þörf en nú að taka til umræðu hvernig EES hefur yfirtekið bæði löggjöf og vald hér sem aldrei var á dagskrá. Orkuauðlindir og landbún- aðarmál voru í upphafi utan við EES. Evrópusambandið hefur breyst eins og SÍS á löngum tíma. Völdin og stjórnræði spilla mann- legu eðli. Peningar og græðgi ESB tröllríða herbúðunum í Brussel. Ís- lenska þjóðin hefur aldrei kosið um þessa vegferð, hins vegar kaus hún Icesave af höndum sínum, ekki einu sinni heldur tvisvar. Hvar er þjóðarviljinn? Við vitum að þingviljinn er í dái. Ég minni hið nýja þing á að það er Alþingi sem setur starfsreglurnar í okkar þjóð- félagi. Eftir Guðna Ágústsson » Það hefur aldrei ver- ið brýnni þörf en nú á að taka til umræðu hvernig EES hefur yf- irtekið bæði löggjöf og vald hér sem aldrei var á dagskrá. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Þorsteinn Pálsson hefur tekið ESB-trú Undanfarið ár hafa þjóðir heims staðið frammi fyrir ein- stökum áskorunum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Fátækari ríki heims glíma við ný vandamál sem hafa bæst við þau sem fyrir voru – og voru þau þó ærin. Ísland heldur áfram að leggja sitt af mörkum til að styðja við þessi ríki með margvíslegum hætti. Samkvæmt nýjum tölum frá þróunarsamvinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD DAC) vörðu Íslendingar á síðasta ári sem nemur 0,29 prósentum af vergum þjóðartekjum til þróun- arsamvinnu. Með framlagi okkar sýnum við enda ábyrgð í samfélagi þjóðanna og leggjum okkar af mörkum við að uppræta fátækt og bæta lífskjör. Um leið berum við einnig ábyrgð gagnvart íslenskum skattgreið- endum um ráðdeild og skynsemi í nýtingu op- inbers fjár. Gagnsæi og ábyrgð er lögð til grundvallar meðferð slíkra fjármuna og stendur Ísland skil á öllum tengdum út- gjöldum gagnvart OECD DAC. Sífellt er unnið að um- bótum í starfi en ég vil þó nefna sér- staklega tvö viðfangsefni sem nú er unnið að innan utanríkisráðuneyt- isins. Staðlað verklag í alþjóðlegri þró- unarsamvinnu byggist meðal annars á úttektum sem hafa reynst gagn- legar til að ná fram margvíslegum umbótum í starfi. Ég hef ákveðið að gerð verði úttekt á þeim útgjöldum sem falla til vegna þjónustu innan- lands við umsækjendur um alþjóð- lega vernd og kvótaflóttafólk en sá hluti telst til alþjóðlegrar þróunar- samvinnu. Þessi útgjöld námu hart- nær 1,5 milljörðum króna á árinu 2020 og rúmum sjö milljörðum króna á tímabilinu 2015 til 2019. Fjögur önnur ráðuneyti veita tengda þjónustu og hef ég því leitað eftir samvinnu við þau vegna úttekt- arinnar. Þá er einnig unnið að því að opna gagnagrunn um stuðning Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þar mun almenningi og haghöfum gefast kostur á að kynna sér hvernig stuðn- ingi Íslands er háttað, að hvaða þró- unarsamvinnuverkefnum er unnið og hvert og hvernig framlag ís- lenskra skattgreiðenda skilar sér. Viðhorfskannanir benda til þess að mikill stuðningur sé meðal Ís- lendinga við alþjóðlega þróunar- samvinnu. Þannig leiddi könnun sem Maskína gerði fyrir utanríkisráðu- neytið í fyrra í ljós að langflestum þykir mikilvægt að íslensk stjórn- völd veiti þróunarríkjum og íbúum þeirra aðstoð (77,8 prósent). Sér- staklega á það við um mannúðar- aðstoð þar sem ríflega 90 prósent aðspurðra telja hana mjög eða frem- ur mikilvæga. Umfangið er hins veg- ar umtalsvert og því mikil ábyrgð falin í að fara með þau stjórnar- málefni er varða þróunarsamvinnu. Þörf fátækustu ríkja veraldar fyrir aðstoð helst í hendur við þær marg- þættu áskoranir sem tengjast heimsfaraldri, auknar efnahags- þrengingar og loftslagstengdar hamfarir svo fátt eitt sé nefnt. Við lifum á miklum umbrotatím- um og við verðum að gera þá kröfu að sú aðstoð sem við Íslendingar bjóðum fram sé nýtt á sem allra skil- virkastan máta. Þetta kallar jafn- framt á sífellda endurskoðun á stuðningi og starfi Íslands innan allra málaflokka, auk þess sem leggja þarf gagnsæi og ábyrga með- ferð fjármuna til grundvallar öllu starfi í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Mikilvæg skref verða stigin í þá átt á komandi mánuðum. Þróunarsamvinna byggð á gagnsæi og ábyrgð Eftir Guðlaug Þór Þórðarson Guðlaugur Þór Þórðarson »Ég hef ákveðið að gerð verði úttekt á þróunarsamvinnu- útgjöldum vegna þjón- ustu innanlands við um- sækjendur um alþjóðlega vernd og kvótaflóttafólk. Höfundur er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Tafatími í borginni hefur vaxið mikið undir stjórn Dags B. Eggertssonar. Vinnuvikan hefur lengst fyrir þá sem þurfa að sækja vinnu með bíl. Nú vill borgarstjóri lækka umferð- arhraðann í borginni og þrengja að umferð fyrir millj- arða króna. Þessi auknu inngrip munu lengja ferðatíma fólks hvort sem ferðast er með einkabíl eða strætó. Umferðaröryggi verður ekki best mætt með þrengingum. Þvert á móti er hætta á að umferð fari af þrengingargötum og inn í íbúðagötur. Sú leið að hafa lágan há- markshraða í íbúðagötum var mörkuð 1983 í tíð Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Þá var 30 km hámarkshraði innleiddur í íbúðahverfum, en umferðargötum haldið greiðum. Þessi stefna Sjálfstæðisflokksins gafst vel og fækk- aði umferðarslysum mikið. Á síðustu árum hefur verið þrengt að um- ferð almennt, en útlit er fyrir að nú taki fyrst steininn úr. Ný áætlun um þrengingar gatna og lækkun hámarkshraða á borgargötum hefur nú verið lögð fram. Með samþykkt hennar mun afkastageta gatnakerfisins minnka. Á sama tíma er gert ráð fyrir tals- verðri íbúafjölgun. Í stað þess að innleiða snjalllausnir, bættar gangbrautir og ljósastýringu er fjármunum beint í að þrengja umferðina í Reykjavík. Í staðinn fyrir að að bæta gæði malbiks, þrífa betur götur og ná árangri í að nagladekk séu notuð minna, á nú að hægja á umferð einkabíla og strætó. Sjálfstæðismenn í borg- arstjórn hafa lagt til aukið um- ferðaröryggi á þeim stöðum þar sem brýnast er að bæta það. Fækka hættulegum ljósastýrð- um gatnamótum og bæta öryggi gangandi og hjólandi. Þrenging- arstefnan hefur sannað það að hún leysir ekki umferðarvand- ann. Þvert á móti. Nútímalausnir með bætt- um vegtengingum myndu létta á umferðinni. Auka öryggi og stytta tafatíma í umferð. Meirihlutinn stendur fyrir háar álögur á fólk og fyrirtæki. Aðgerðir hans í umferðarmálum byggjast á því að þrengja að umferð. Slíkar aðgerðir eru ekki lausnir. Umferð í Reykjavík Eftir Eyþór Arnalds Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. » Sú leið að hafa lágan há- markshraða í íbúðagötum var mörkuð 1983 í tíð Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Þá var 30 km hámarkshraði inn- leiddur í íbúðahverfum, en um- ferðargötum haldið greiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.