Morgunblaðið - 15.04.2021, Síða 38

Morgunblaðið - 15.04.2021, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í dag tóku gildi tilslakanir á sam- komutakmörkunum vegna Covid-19. Með þeim takmörkunum sem hafa gilt síðustu þrjár vikur tókst okkur að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar og það er mat sóttvarnalæknis að nú sé tímabært að ráðast í varfærnar tilslak- anir. Eins og áður verðum við að gæta að okk- ar einstaklingsbundnu sóttvörnum, þvo hend- ur vel, vernda okkar viðkvæmasta fólk og virða nálægðarmörk. Þessi atriði skipta öllu máli þegar kemur að baráttu okkar við Co- vid-19. Reglurnar sem taka gildi í dag fela í sér að nú mega 20 koma saman og heimilt er að opna sundstaði og heilsurækt á ný með takmörk- unum. Íþróttastarf og sviðslistir hefjast einn- ig á ný og skíðasvæðin geta opnað. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metr- um í 1 og leik- og grunnskólabörnum er nú heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf. Þann 9. apríl tók gildi ný reglugerð um aðgerðir á landamærum. Samkvæmt henni eru skýrari kröfur gerð- ar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heima- sóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sótt- varnahús en ekkert gjald er tekið fyrir dvölina. Megin- markmiðið með þessum reglum er að lágmarka eins og kostur er líkur á því að smit berist inn í landið. Mikilvægt er að við virðum öll reglur um sóttkví og sýnatökur við komu til landsins svo við komum í veg fyrir að veiran berist hingað til lands að utan. Það er mjög ánægjulegt að markmið okkar um bólusetningar á fyrsta ársfjórðungi náð- ust en við lok fyrsta ársfjórðungs ársins 2021 höfðu 49.300 einstaklingar verið bólusettir með fyrri eða báðum skömmtum bóluefnis. Við höfum nú þegar átt nokkra stóra bólu- setningardaga nýverið. Í síðustu viku, þann 8. apríl, voru til dæmis um 6.630 einstaklingar bólusettir við Covid-19, þar af 2.330 með bóluefni Pfizer/BioNTech og 4.301 með bólu- efni Oxford/AstraZeneca. Sá fjöldi nam tæp- lega 2,4% þeirra 280 þúsund einstaklinga sem til stendur að bólusetja við Covid-19. Samtals höfðu tæplega 24% þeirra sem fyrirhugað er að bólusetja fengið fyrri eða báða skammta bóluefnis gegn Covid-19 í gær. Það markmið okkar að ljúka bólusetningum hérlendis í lok júlí stendur enn, og ég er bjartsýn um að það takmark náist. Baráttunni okkar við Covid-19 hefur oft verið líkt við fjallgöngu. Gangan er heldur löng og hún tekur á, og við höfum ekki enn náð toppnum. Við erum þó sannarlega á réttri leið og ég er viss um að við náum á toppinn saman áður en langt um líður. Við þurfum þó áfram að sýna þol- inmæði og samstöðu, treysta hvert öðru og ráðlegg- ingum okkar bestu sérfræðinga. Þannig náum við toppn- um að endingu. Svandís Svavarsdóttir Pistill Slakað á takmörkunum Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is S kipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar sam- þykkti á fundi sínum í gær nýja hámarkshraðaáætlun. Með henni verða nær allar götur í Reykjavík, í umsjá borgarinnar, með 40 km hámarkshraða eða lægri. Eng- in gata verður lengur með 60 km há- markshraða. Mikil umræða skapaðist í þjóð- félaginu um ökuhraða á götum í framhaldi af frétt Morgunblaðsins sl. þriðjudag þess efnis að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri boðaði hraðalækkanir í kjölfar birtingar skýrslu um svifryk og áhrif þess. Í skýrslunni kom m.a. fram að lækkun á hraða gæti valdið allt að 40% samdrætti í magni svifryks, þ.e. ef ekið yrði á 30 km hraða í stað 50 km. Fréttin birtist einnig á mbl.is og var mest lesna fréttin þennan dag enda snerta umferðarmálin alla landsmenn. Tillaga starfshóps 2017 Borgaryfirvöld hafa oft áður kynnt hugmyndir um lækkun öku- hraða til að draga úr mengun og slysahættu. Starfshópur, sem Reykjavíkurborg skipaði, skilaði skýrslu í janúar 2017. Lagði hann til að hraðamörk yrðu lækkuð í tveimur áföngum um 10 km/klst. á götum vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk eru nú 50 eða 60 km/ klst., auk þess sem svæðum með 30 km/klst. hámarkshraða yrði fjölgað og svæðið stækkað. Starfshópnum var falið að skoða og meta áhrif svæðisbundinnar lækkunar umferðarhraða vestan Kringlumýrarbrautar með tilliti til umferðarflæðis, umferðaröryggis og umhverfisþátta. Fyrst og fremst átti að horfa til lækkunar almenns umferðarhraða úr 50 km/ klst í 40 km/klst. Fyrirmynd að slíkum svæðisbundnum aðgerðum væri til dæmis að finna í Malmö og Helsinki. Í starfshópnum sátu Sverrir Bollason fulltrúi Samfylkingar, Sig- urborg Ó. Haraldsdóttir fulltrúi Pír- ata og Ólafur Kr. Guðmundsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem skilaði séráliti. Hann sagði mjög var- hugavert að búa til nýtt hraðaþrep, 40 km/klst., inn í umferðarmynstur Íslands. Þá væru engin rök fyrir því að lækka leyfðan hraða úr 60 í 50 km/ klst. á Miklubraut og Sæbraut, þar sem það myndi hafa mjög neikvæð áhrif á umferðarflæði og auka meng- un á götunum. „Almennt erum við ekki sann- færðir um að það sé til góðs að lækka umferðarhraðann á Miklubraut og Sæbraut, þó að við séum vissulega hlynntir því að auka umferðaröryggi þar sem hægt er að koma því við,“ sagði Hreinn Haraldsson þáverandi vegamálastjóri þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á tillögum starfs- hópsins. Vegagerðin hefur sem kunnugt er umsjón með stofn- brautum á höfuðborgarsvæðinu. Hreinn benti enn fremur á að það væri á valdi lögreglustjóra að heimila breytingar á umferðarhraða innan þéttbýlis, sveitarfélög geti að- eins lagt fram tillögur um slíkt. Utan þéttbýlis er það Vegagerðin sem ákveður leyfilegan ökuhraða. Hefur lítinn tilgang ef breyt- ingum er ekki framfylgt Morgunblaðið leitaði einnig álits lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fyrir svörum varð Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá umferðardeild. Hann minnti á að það væri hlutverk lögreglunnar að fylgjast með öku- hraða. Verði þessar breytingar gerð- ar þurfi að tryggja að lögreglan geti sinnt eftirlitinu sem skyldi. „Ef um víðtækar tillögur er að ræða, sem hafa áhrif á stór og mikil svæði, þá þarf bæði mannafla og tækjabúnað til að hafa eftirlit með því. Ef ekki er hægt að framfylgja svona breyt- ingum þá hafa þær lítinn tilgang,“ sagði Ómar Smári. Það er örugglega reynsla flestra ökumanna að reglur um hámarks- hraða séu þverbrotnar alla daga, t.d. á Sæbraut, þar sem hámarkshraði er 60 km. Og lögreglan sjáist sárasjald- an á svæðinu. „Ég tel að menn fari þarna villir vegar,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, spurður um tillögur starfshóps um lækkun há- markshraða á götum vestan Kringlu- mýrarbrautar árið 2017. Í svipaðan streng tók Runólfur á mbl.is í fyrra- dag um nýjasta útspil borgarstjór- ans. Þetta væri óraunsæ rómantík og inn í þessa nálgun vantaði hvaða áhrif þetta hefði á líf borgaranna. En þótt tillögur starfshópsins frá 2017 hafi ekki náð fram að ganga hefur ökuhraði á götum vestan Kringlumýrarbrautar engu að síður verið lækkaður. Sem dæmi má nefna að í júlí 2018 var samþykkt að lækka há- markshraða úr 50 km/klst. í 30 km/ klst. á nokkrum götum miðborg- arinnar. Og borgarstjórn samþykkti í febrúar 2019 lækkun hámarkshraða á hluta Hringbrautar og nokkrum götum í Vesturbænum niður í 40 km. Áður reynt að lækka ökuhraða í borginni Morgunblaðið/Eggert Sæbrautin Þarna er hámarkshraðinn 60 km á klukkustund en reynslan er sú að margir ökumenn aka þar hraðar og sumir langt yfir mörkum. Á veirutímumá almenn-ingur vart annan kost en að taka flest sem frá vísindamönnum kemur um bóluefni sem það sem næst kemur sannleikanum. Því fer þó fjarri því að allt sem frá „vís- indamönnum“ kemur sé á eina bók lært. Sumir þeirra hafa þó boðvald umfram aðra enda ein- att með bréf yfirvalda upp á vasann. Og jafnvel frá SÞ á heimsvísu eins og hin vafasama stofnun WHO sem hefur þó ítrekað sýnt að verðskuldar ekkert traust. Almenningi er gert erfitt fyrir að fylgja meðaltali boð- skapar vísindamanna þegar skilaboð úr blöndunni vís- indamaður/embættismaður verða óljós. Bóluefnið Astra Ze- neca var gert tortryggilegt í fýlukasti vegna Brexit. Forseti Frakklands og kanslari Þýska- lands tilkynntu eins og þau hefðu breyst í vísindaleg alræðisyfirvöld að alls ekki mætti gefa fólki 65 ára og eldra bóluefnið AZ því að fjarri væri að það væri vottað fyrir þann hóp og rökstuddar efasemdir um öryggi þess. Enn væri efnið öruggt í ungt fólk. Okkar nor- rænu bræður féllu fyrstir fyrir þessu eins og jafnan. En úr- skurður pólitísku vísindamann- anna í fýlukastinu þýddi að alls ekki mátti gefa AE-efnið í æðar 65 ára og eldri. Það fólk var alls staðar í forgangsröð en nú varð að beina sprautunum með hraði að yngra fólki sem kæmist í for- gangsröð af annarri ástæðu. Nálunum með AZ var því stung- ið þangað. En skyndilega sneru veiruséníin Macron og Merkel algjölega við blaðinu og dverg- arnir 27 í ESB fylgdu strax hinni nýju línu. Nú ætti endi- lega að gefa 65 ára og eldri Ast- raZeneca en forðast að gefa yngra fólki efnið. Þessu venjulega fólki, sem ekki er blindað af dýrkun á kommisserum ESB, var ekki endilega rótt, en lét sig hafa það. Smám saman spurðist að hringlandinn var vegna blóð- tappahættu sem sögð var bund- in við AZ og ungar konur upp í 48 (!) ára aldur. Það er ekki að spyrja að nákvæmni vísindanna. Karlar sem töldu sig liggja réttu megin við 70 ár og grun- semdir voru ekki uppi um að hefðu stökkbreyst í konur í takt við tíðarandann þáðu nú AZ í upphandlegg, sem hafði þó verið allt að því bráðdrepandi fyrir gamlingja þremur vikum áður. En nú brá svo við að öll bóluefn- in fjögur eða fimm voru grunuð um blóðtappatengsl. Almenn- ingur vissi ekki betur en að búið væri að bólusetja nokkur hundruð milljónir með bóluefn- um. Fæstir áttu val og hlupu til þegar kallið kom með klukkutíma fyrir- vara! Og af þessum hundruðum millj- óna höfðu svo fáir fengið blóðtappa að telja mátti þá á fingrunum. Bor- is Johnson forsætisráðherra til- kynnti á sinni „RÚV“-rás að þrefalt meiri líkur væru á að loftsteinn banaði manni en að blóðtappi fylgdi bóluefnagjöf. Einhver hélt að Boris hefði sjálfur fengið loftstein nett í höfuðið skömmu fyrir yfirlýs- inguna, því engar fréttir höfðu borist um loftsteinaárásir. En svo tilkynnir Anthony Fauci, sóttólfur þeirra Obama, Trump og Biden, að ákveðið væri að „hætta um hríð“ (paused) að nota bóluefni frá Johnson og Johnson vegna grunsemda um blóðtappamyndun í fólki eftir bólusetningu bóluefnis þaðan. Og eins og í hinum tilvikunum var vitnað í örfá dæmi sem hugsanlega tengdust, af millj- ónum bólusettra. Almenningur sem fyrir löngu hefur sætt sig við það álit góða og fróða fólksins að hann viti minna en ekkert í sinn haus, botnaði ekkert í að Fauci ýtti á pause-takka tölvunnar. Al- menningur hefði haldið að vís- indaleg athugun tæki tíma. Og almenningur sagði svo upphátt og í hljóði við sjálfan sig: „Er það ekki rétt að enn hafi enginn dáið af kórónuveiru eftir að hafa verið bólusettur? Fyrir bólu- setningu voru veirudánir (svo ekki sé talað um laskaða) taldir í milljónum. Á Bretlandi einu er sagt að veiran hafi endanlega tekið 130 þúsund manns. Grunaða blóðtappamenn og helst konur má hins vegar telja á fingrum og tám. (Almenn- ingur bendir vísindamönnum á að fara úr sokkunum). Góða og fróða fólkið sem kall- ar þá efasemdarmenn sem ekki kaupa heimshlýnunartalið og segir það fólk hættulegt og telji raunar enn að jörðin sé flöt eins og pönnukaka. Vaxandi kröfur eru um að efasemdum um hvers konar rétttrúnað verði að taka sem hverri annarri refsiverðri glæpastarfsemi. Efasemdir um að láta bólusetja sig eru komnar vel áleiðis þangað. Þetta blað hefur hallast að því að til- tölulega öruggt bóluefni sé besti kosturinn í vondri stöðu og stappi nærri því að vera eini kosturinn. En hringl veiruvís- indamanna á borð við Macron, Merkel og jafnvel hina sem ætla mætti lengra komna, hljóti vissulega að ýta undir efasemd- ir hjá venjulegu fólki. Það er fyrir löngu kominn tími til að framantaldir hætti skipulegum sem öðrum tilraunum til að rugla almenning í ríminu. Þeir sem síst skyldu, hafa lagt mest til ruglanda í umræðu sem þarf að vera laus við slíkt} Sanngjarnar kröfur fólks

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.