Morgunblaðið - 15.04.2021, Page 55
Tímalaus hönnun Glæsilegt eldhús frá VIPP – en þessi nýja eining var að koma á markað.
Eldhúshönnun VIPP er hugsuð í einingum, þar
sem notandinn getur raðað saman sínu drauma-
eldhúsi eftir þörfum og óskum. Fyrirtækið sendi
frá sér sitt fyrsta eldhús fyrir örfáum árum og í
dag hefur ný útgáfa litið dagsins ljós sem gerir
mann hálforðlausan – enda handbragðið og feg-
urðin slík að engan lætur ósnortinn.
Nýja eldhúsið kallast V2 og ber í raun sömu
grindina og fyrsta eldhúsið þeirra, V1. Hér hef-
ur dökkri eik verið bætt við á skápa og skúffur
sem mætir marmara í borðplötu og færir okkur
nær rótum danskrar menningar og alla leið til
Japans – því einfaldleikinn og fagurfræðin mæt-
ast hér í stórkostlegri hönnun á skápaeiningum,
ásamt eldhúseyju. Morten Bo Jensen yfirhönn-
uður hjá VIPP segir að efnisvalið sé eins og sin-
fónía, þar sem samspil á milli marmarans og
dökku eikarinnar tóni einstaklega vel með álinu
og hamraða glerinu sem finna má í innrétting-
unni.
Eldhúsin frá VIPP eru svo sannarlega eins og
falleg mubla sem hægt er að dást að í tíma og
ótíma, og ekki að ástæðulausu að þau vekja at-
hygli í öllum helstu húsbúnaðartímaritum heims.
Hönnunin gefur ekkert eftir hvað varðar efn-
isval og hugað er að minnstu smáatriðum, því
hér er aðeins notast við það besta. Þetta er ekki
eldhús sem þú munt skipta út eftir ákveðinn
tíma; það dugar þér ævina út og lengur ef því er
að skipta.
Draumaeldhús
fagurkeranna
Danska hönnunarfyrirtækið VIPP var
að senda frá sér nýtt eldhús sem
þykir einstaklega vel heppnað.
Stílhreint Eldhúsin frá VIPP fást í versluninni EPAL.
Ljósmynd/VIPP
Hugsað út í hvert smáatriði Allar skúffur eru með góðu og haldgóðu gripi
sem rennur þó mjúklega inn í innréttinguna og er því lítt sýnilegt.
Ljúflokur Skápahurðir með engum höldum, því hér
þarf bara að „ýta og smella“ til að opna og loka.
Innbyggð lýsing Glerhurðirnar sýna óbeint það sem leynist í
skápunum, en innbyggð lýsing gefur hillunum glæsileika.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021
SUMARGJÖFIN ER SKECHERS
Uno Lite
Verð: 9.995.-
Stærðir: 27 - 37 / 3 Litir
Shimmer Streaks
Verð: 7.995.-
Stærðir: 27 - 35
Optico
Verð: 7.995.-
Stærðir: 27 - 34
Sport Court 92
Verð: 9.995.-
Stærðir: 27 - 37
SMÁRALIND - KRINGLAN - SKÓR.IS
withMemory
Foam
SKECHERS
Memory
Foam
withMemory
Foam