Morgunblaðið - 15.04.2021, Qupperneq 63
MENNING 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
FRANCESMcDORMAND
MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO
PEOPLE’S CHOICE AWARD
TORONTO FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
GOLDEN LION BEST FILM
VENICE FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
EVENING STANDARD
THE GUARDIAN
TOTAL FILM
THE DAILY TELEGRAPH
TIME OUT
EMPIRE
BESTA MYNDIN
BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI
Frances McDormand
BESTI LEIKSTJÓRI
Chloé Zhao
6
ÓSKARS
TILNEFNINGAR
MEÐAL ANNARS
®
94%
96%
99%BESTA MYNDIN Sýnd með íSlenSku og enSku tali
94%
Vinsælasta mynd ársins í bíó á Heimsvísu!
Stórmynd sem allir verða að sjá í bíó.
Þ
ann fjórða desember árið
1969 var Fred Hampton,
foringi Svörtu pardusanna
(„Black Panther Party“) í
Illinois-ríki, myrtur af laganna vörð-
um á heimili sínu í Chicago aðeins 21
árs að aldri. Allt í allt var 80 byssu-
skotum hleypt af og annar liðsmaður
flokksins, Mark Clark, lét einnig lífið
og nokkrir aðrir hlutu alvarleg
meiðsli. Morðið var framið af sérsveit
eftir fyrirmælum lögreglunnar í Chi-
cago og bandarísku alríkislögregl-
unnar (FBI). Alríkislögreglan hafði
um hríð fylgst grannt með Hampton,
eins og öðrum leiðtogum Svörtu par-
dusanna, en vígið var liður í sam-
hæfðri aðgerð á landsvísu gegn
flokknum sem yfirmenn stofnunar-
innar álitu róttæka ógn við þjóðarör-
yggið. Þessir opinberu aðilar þurftu
þó aldrei að sæta ábygð fyrir glæpina
sem þeir fyrirskipuðu og engin furða
að löggæsluaðilar líktust heldur her-
setuliði í hugum svartra þar vestra.
Ein helsta leið alríkislögreglunnar
til að grafa undan flokksstarfi par-
dusanna var að koma útsendurum
sínum til að starfa innan flokksins.
Einn þeirra var William O‘Neal,
smáglæpamaður á táningsaldri sem
var gómaður fyrir bílaþjófnað og að
þykjast vera alríkislögreglumaður
(írónískt). Hann fékk val um sex ára
fangelsisvist eða að gerast njósnari
innan vébanda pardusanna. O‘Neal
reis hratt upp metorðastigann og
varð yfirmaður öryggismála í Illi-
nois-deild flokksins og starfaði því
undir Hampton. O‘Neal er Júdas og
Hampton frelsarinn í titli téðrar
myndar en líkingin er úr ranni hins
margfræga yfirmanns alríkislögregl-
unnar, J. Edgar Hoover, en hann
vildi ekki að neinn „messías“ kæmi
upp í röðum pardusanna. Þessi sögu-
lega frásögn er færð í form spennu-
tryllis þar sem áhorfendur fá innsýn í
gangverk njósnabáknsins og
byltingarsinnaðra.
Myndin hefst á inngangi þar sem
sögulegu myndefni, m.a. úr frægri
heimildarmynd Agnesar Varda,
Black Panthers, er skeytt saman við
leikið efni. Fyrst bregður fyrir La-
keith Stanfield (Sorry To Bother
You, Knives Out) í hlutverki svik-
arans O‘Neal þar sem sjónvarps-
viðtal hans frá 1989 úr heim-
ildaþáttaröðinni Eyes on the Prize er
endurskapað og skálduð upp ný
spurning – „hvað myndir þú segja við
son þinn um gjörðir þínar á áttunda
áratugnum?“ Í framhaldinu er stikað
yfir stefnumál byltingarsinnaða
flokksins í myndflétturöð; þar á með-
al með áherslu á vopnavæðingu gegn
lögregluofríkinu en einnig á sam-
félagslegt starf eins og öflun mennt-
unar, fæðis og heilsugæslu sem par-
dusarnir sinntu fyrir samfélag sitt.
Martin Sheen bregður sér í (mjög svo
afskræmt og ýkt) líki valdakarlsins
Hoovers sem breiðir út fagnaðar-
erindi sitt fyrir fullum sal undir-
manna sinna en gegnt honum er teflt
Daniel Kaluuya (Get Out) í hlutverki
róttæka foringjans Hampton, þar
sem hann mælir marxíska orðræðu
sína „við munum ekki berjast gegn
kapítalisma með svörtum kapítal-
isma, heldur berjumst við gegn kapít-
alisma með sósíalisma“. Hug-
myndafræðilegar andstæður
verksins eru skýrar frá upphafi og al-
ríkslögreglan er sýnd í mjög annar-
legu ljósi.
Ein skemmtilegasta sena mynd-
arinnar kynnir hrappinn O‘Neal til
leiks. Kappinn, klæddur rykfrakka
og hatti að hætti rökkurhetja fimmta
áratugarins, skreppur inn á krá og
leikur alríkislöggu, allt til þess að
stinga af í bifreið fastagestanna.
Þetta hlýtur að teljast einstaklega
leikræn leið til þess að stela bíl og
betra efni í njósnara því vandfundið.
Gillið misheppnast hrapalega og end-
ar Bill í klóm yfirvalda eins og fram
hefur komið. Jesse Plemons (I‘m
Thinking of Ending Things) leikur
Roy Mitchell, FBI-liðann sem fær
O‘Neal til liðs við yfirvöld og skipar
samband þeirra stóran sess innan
frásagnarinnar, í raun er það bita-
stæðara en sambandið milli Júdasar
og frelsarans og er nafngiftin örlítið
misvísandi.
Framgangi loddarans O‘Neal inn-
an pardusaflokksins eru gerð skil,
samhliða uppgangi leiðtogans Hamp-
tons. Hampton er magnaður ræðu-
maður, sem hrífur með sér, og leggur
kapp á að bæta sig í þeirri list. Hann
er reiðubúinn að leggja allt í söl-
urnar, deyja fyrir málstaðinn og leiða
saman ólíka hópa til að ná fram
breytingum. Athygli myndarinnar er
svolítið tvístruð milli aðalpersóna en
svikarinn Bill verður ofan á – sem er
skiljanlegt út frá dramatúrgískum
sjónarhóli. Innri barátta skúrksins
verður áþreifanleg í vænisjúkri og
magnaðri frammistöðu Stanfield.
Frammistaða Kaluuya sem Hampton
er af öðrum meiði en hjá Stanfield,
stór með stóru essi og tekur hann yfir
ræðustólinn eins og sá sem valdið
hefur. Þó nær persónusköpunin aldr-
ei djúpt í hans tilfelli, heldur fæst að-
eins glansandi dýrlingamynd.
Leikaraliðið (en Stanfield og Kalu-
uya eru án efa upprennandi stór-
stjörnur sinnar kynslóðar) er einn
helsti styrkleiki en um leið annmarki
myndarinnar, eins þversagnakennt
og það kann að hljóma. Ekki síst
magnað við þessa sögulegu atburði er
að persónurnar voru nánast táningar
þegar þeir áttu sér stað, en maður
verður örlítið ónæmur fyrir þessum
þætti með Hollywood-glansinum.
Mynd, framleidd af Warner Brot-
hers-samsteypunni, getur fjallað um
pólitísk átök en þó aðeins innan
ákveðins ramma. Þessar þversagnir
eru merkjanlegar innan verksins,
sem reynir að vera sögulega ná-
kvæmt en um leið grípandi.
Hápunktar verksins eru þegar ein-
blínt er á hugarheim loddarans og
vænisýkin tekur yfir myndræna
ásýnd – en kvikmyndataka Seans
Bobbitts (Hunger, 12 Years A Slave)
er frábær. Endalokin eru áhrifamikil,
grimmd og tilgangsleysi ofbeldisins
verður þrúgandi. Óhætt er að segja
að Júdas og svarti messías eigi erindi
við samtíma sinn.
Úlfur í sauðargæru
Frelsarinn Daniel Kaluuya í hlutverki Freds Hamptons, foringja Svörtu pardusanna í Illinois sem var drepinn af lögreglumönnum aðeins 21 árs.
Sambíóin
Júdas og svarti messías/Judas and
the Black Messiah bbbmn
Leikstjórn: Shaka King. Handrit: Shaka
King, Will Berson, Kenneth Lucas, Keith
Lucas. Kvikmyndataka: Sean Bobbitt.
Klipping: Kristan Sprague. Aðalleikarar:
Daniel Kaluuya, Lakeith Stanfield, Jesse
Plemons og Dominique Fishback.
Bandaríkin, 2020. 125 mín.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR