Morgunblaðið - 15.04.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 15.04.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Þrátt fyrir heimsfaraldurinn,efnahagsþrengingar og fjöldatakmarkanir, gætir ný- breytni í ýmsum greinum, sem eru ónæmari en aðrar fyrir slíkum að- ferðum. Þannig má lesa um það á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, að Jóhannes Stefánsson, fyrrum framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, hafi stofnað félagasamtökin Félag uppljóstr- ara. - - - Jóhannes ljóstraði, sem kunnugter, upp um starfshætti sína í Namibíu við Helga Seljan og fé- laga í sjónvarpsþættinum Kveik, sem hefur haft nokkur eftirmál, bæði innanhúss í Efstaleiti og víð- ar í samfélaginu. Meðal annars þau að Jóhannes segir að eitrað hafi verið fyrir sér og hefur gengist fyrir fjársöfnun af þeim sökum. - - - Það er því vafalaust um nóg aðræða á fundum Félags upp- ljóstrara og gæti örugglega orðið glatt á hjalla hjá Jóhannesi, litla Landsímamanninum og Sigga hakkara við að samræma hags- munagæslu sína. - - - Þetta er athyglisverð frétt, enþó bregst Viðskiptablaðinu bogalistin að þessu sinni og missir af stóru fréttinni í málinu. Því þegar farið er inn á vef fyrir- tækjaskrár kemur á daginn að þar vantar upplýsingar um „raun- verulega eigendur“ félagsins! - - - Ekki er að efa að Gagnsæi,samtök áhugafólks um glært samfélag, taki á því hneyksli puk- urs og leyndarhyggju af viðeig- andi hörku. Jóhannes Stefánsson Leyndarhyggja uppljóstrara STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Umferðin á hringveginum jókst stór- lega í seinasta mánuði frá sama mán- uði í fyrra eða um nærri 23 prósent. Í mars í fyrra drógu kórónuveiru- faraldurinn og sóttvarnaaðgerðir mjög mikið úr umferð á þjóðvegum landsins en í seinasta mánuði hafði átt sér stað veruleg breyting á um- ferðinni frá sama mánuði í fyrra samkvæmt upplýsingum úr teljurum Vegagerðarinnar. Fram kemur í umfjöllun Vega- gerðarinnar að þessi aukning sé í takt við þá aukningu sem varð í mars á höfuðborgarsvæðinu. Reyndist umferðin á hringveginum í seinasta mánuði sú þriðja mesta frá upphafi mælinga. „Umferð jókst í öllum landsvæðum en mest á Norðurlandi eða um 34,6% en minnst um teljara- snið á Suðurlandi eða um 16,8%,“ segir í umfjölluninni. 46,3% meiri á Holtavörðuheiði Umferðin jókst mikið á öllum taln- ingarstöðum á hringveginum að tveimur undanskildum. Mest jókst umferðin um Holtavörðuheiði eða um 46,3% Á fyrstu þremur mánuð- um ársins hefur umferðin aukist um 7% frá sama tímabili á síðasta ári. Mest um Norðurland eða um 12,8% en á Suðurlandi mælist 2,1% sam- dráttur frá áramótum. Stóraukin umferð á hringveginum - Umferð ökutækja var sú þriðja mesta frá upphafi mælinga í marsmánuði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Biskupsbrekka Umferðin yfir Holtavörðuheiði jókst um 46,3%. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þeir sem aka á nagladekkjum þurfa ekki að búast við því að verða sekt- aðir á næstu dögum þó að frá og með deginum í dag, 15. apríl, sé óheimilt að nota nagladekk. Guðbrandur Sig- urðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Segir hann að í reglu- gerð um þetta sé reiknað með mati á akstursaðstæðum hverju sinni og hér á landi sé allra veðra von. Þar spili inn í að horft sé til suðvesturhorns landsins alls í þessu tilliti. Því sé stað- an jafnan skoðuð fyrstu vikuna í maí og í kjölfarið auglýst hvenær búast megi við því að ökumenn á nöglum verði sektaðir. Sektir við slíkum brot- um nema 20 þúsund krónum á hvert dekk. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrir- spurn Samgöngufélagsins sem sent var fjölmiðlum segir að lögregluemb- ætti hafi með sér samráð vegna þessa þar eð suðvesturhorn landsins sé orð- ið eitt atvinnusvæði. Engar verklags- reglur hafi verið gefnar út vegna þessara ákvarðana og yfirlit hafi ekki verið haldið um tímasetningar síð- ustu ár. Enn fremur segir að ríkislög- reglustjóri geri ekki athugasemdir við það verklag sem haft er um beit- ingu sekta við notkun nagladekkja. Þá kemur fram í svarinu að allir lögreglu- og þjónustubílar embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi verið á nöglum frá því í nóvember síð- astliðnum. Sama gildi um alla bíla rík- islögreglustjóra og hluta bíla lög- reglustjórans á Vesturlandi en ekki liggi fyrir upplýsingar frá öðrum lög- regluembættum. Sekta ekki vegna nagladekkja í apríl - Skoða stöðuna í byrjun maí - Lög- reglan sjálf á nöglum Morgunblaðið/Árni Sæberg Dekkjaskipti Margir skipta yfir á sumardekkin þessa dagana. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.