BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Qupperneq 3

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Qupperneq 3
Breytt blað BSRB-tíðindi koma nú í nýjum búningi fyrir augu félaga bandalagsins. Það er von okkar að breytingarnar verði til þess að Blaðið höfði til fleiri og öðlist smómsaman sess sem vetlvangur lifandi skoðanaskipta innan hreyfingarinn- ar. Blaðaútgáfa BSRB hefur verið með ýmsum hætti. I sept- ember 1944, þegar bandalagið var tveggja ára, kom út fyrsta tölublað Starfsmannablaðsins, en það var fyrsta mál- gagn BSRB. Starfsmannablaðið kom útallttil ársins 1952. Þá var gert hlé á útgáfu bandalagsins til vors 1955 en þá kom fyrsta tölublað Asgarðs út. Asgarður var svo gefinn ó- slitið út til haustsins 1985. í verkfalli BSRB 1984 var gefið út fjölritað blað sem hlaut nafnið BSRB-tíðindi og var útgáfa þess mjög öflug, enda prentaraverkfall samtímis verkfalli opinberra starfs- manna. Sú útgáfa lagðist af þegar verkfalli lauk en BSRB- tíðindi voru endun/akin 1989. Aður en af því yrði réðst BSRB í útgáfu öflugs blaðs í tímaritsformi og hlaut |xið nafnið BSRB-blaðið. 1. tbl. kom út i april 1986 og urðu tölublöðin þrjú, það síðasta i des- ember sama ár. BSRB-fréttir leystu BSRB-blaðið af hólmi og komu reglu- lega út til hausts 1988. í ársbyrjun 1989 voru BSRB-tíoindi svo endurvakin og hafa komið út siðan. BSR&-tiðindi hafa verið i ýmsu formi, m.a. var um tíma reynt að hafa þau í dagblaðsformi en safnarar voru lítt hrifnir svo ákveðið var að hverfa aftur frá því. Enn einn aanginn verða nú breytingar á útliti og inni- haldi BSRB-tíðinda. Með þessari breytingu er jafnframt ætl- unin að gera útgáfu blaðsins reglulegri. Blaðið mun koma út i lyrstu viku hvers mánaðar, en útgáfan líggur niðri yfir hásumarið. Næsta tbl. kemur út fyrstu vikuna í júní. Eins og lesendur verða varir við hefur verið ákveðið að fjármagna stækkun blaðsins með auglýsingum. Án þeirra væri það ekki kleift, enda útgáfa svona veglegs blaðs dýr. Það er von okkar að með þessum breytingum verði blaðið mun fjölbreyttara. Eftir sem áður verður áherslan á kjaramálin og ýmis réttindamál sem snerta félagana. Jafn- framt verða þjóðfélagsmálin skoðuð í víðara samhengi auk þess sem ýmislegt efni af léttara taginu flýtur með. Allar ábenaingar frá lesendum blaosins eru vel þegn- ar, enda er þetta blaðið ykkar. Við sendum öllum félagsmönnum í BSRB og öðrum baráttumönnum fyrir launajöfnuði baráttukveðjur í tilefni 1. maí. Umsjónarmenn Útgefandi BSRB Grettisgötu 89, Simi: 62 66 88 Fax: 62 91 06 Umsjónarmenn: Hjörleifur Sveinbjörnsson og Sigurður A. Friðþjófsson Ábyrgðarmaður: Einar Andrésson, form. ritnefndar.Ljósmyndari: BARA Hönnun: Sævar Guðbjörnsson Auglýsingar: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir, sími 62 07 01. Umbrot: Blaðasmiðjan.Prentun: Isafoldarprentsmiðjan hf. BSRB-tíðindi eru gefin út í 17.500 eintökum og send öllum BSRB-félögum. Eftirlaunaþegar og aðrir sem óska eftir að fá blaðið sent hafi samband við skrifstofu BSRB. N Á M S K E I Ð# Sumarönn hefst 8. maí Hraðnámskeið í tungumálum fyrir byrjendur og talmálshópar fyrir lengra komna Tungumál fyrir sumarið: 12 kennslustundir Enska • Danska • Sænska • Þýska Spænska • ítalska • Franska íslenska fyrir útlendinga Tómstundir og listir Myndlist • GlerskurðurTiffany's • Glerbræðsla • Skrautritun Ljósmyndataka * Vídeótaka á eigin vélar • Nuddnámskeið Fluguhnýtingar • Austurlensk matargerð Ferðir Söguferðir með Jóni Böðvarssyni • Njálssaga • Grettissaga Ræktun og umhverfi Vorverkin í garðinum • Mat- og kryddjurtir Villtar jurtir og grasasöfnun Námskeið fyrir börn í maí og júní Tónlistarleíkir fyrir ungabörn • Enska • Leiklist Myndlist fyrir börn • Tónlistarleikir fyrir ungabörn Tómstunda skólinn Grensásvegi 16A ííííííííííííííí Sími: 588 72 22 • Fax: 581 42 30 BSRfiwt

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.