BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Page 4

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Page 4
Ljóðskáldið Einar Ólafsson, er bókavörður í Borgarbókasafninu og félagi í Starfsmannafélagi Reykjavikur- borgar. Hann er með BA-próf í bókmennt- um og sagnfræði fró Hóskóla Is- lands og hóskólanum í Osló. Einar hefur gefið út fjölda Ijóðabóka auk ævisögu Brynjólfs Bjarnasonar. Hann hefur alla tíð verið mjög virk- ur í vinstri hreyfingunni í landinu. Ljóð hans eru ýmist af þjóðfélags- legum toga eða hreinar Ijóðrænar stemningar, en oft fer þetta tvennt þó saman í Ijóðum hans eins og í því sem hér er birt. Þetta ljóð var ort fyr- ir nálægt fimm árum, þegar ég var búsettur í Noregi. Ekki man ég neitt beint tilefni sem kveikti hugmyndina að ljóðinu. Mengunar- hættan hefur væntanlega verið í huga mér og tunglið er mér alltaf kært í margbreytileika sínum auk þess sem út frá því hafa í aldanna rás spunnist ótal goðsagnir og skemmtilegar hug- myndir og tengingar við mannlífið allt frá tíðum kvenna til varúlfa. Með nýlega mengunarráð- stefnu í huga mætti hins vegar ætla að um spánýtt ljóð væri að ræða. Tunglið varpar gulum geislum Tunglið varpar gulum geislum yfir sigurbraut mannkynsins snertir hvítum geislum laufið semfellur aftrjánum hinsta sinni gœlir silfurgeislum við nakin tré og verksmiðjustrompa fer þungum geislum um stytturnar sem molna í bensínreyk hinna glœstu borga Tunglið horfir á hetjudauðann hégómleikann sinnuleysið geislum svipt yfir hinni upplýstu borg Bækur: Litla stúlkan og brúðuleikhúsið Kvæði Öll réttindi áskilin Drepa drepa Augu við gangstétt Sólarbásúnan Brynjólfur Bjarnason, pólitísk ævisaga 4 bs

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.