BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Side 13

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Side 13
Rósa Steins- dóttir, mynd- terapisti, leiðir þátttakendur í allan sannleika um markvisst tómstundastarf. Námskeiðin spyrjast vel út Fyrir páska lauk á vegum SFR námskeiði fyrir upp- eldis- og meðferðarfulltrúa og fólk í líkum störfum, og er þetta í þriðja sinn sem slikt námskeið er haldið í Reykjavík. Þá hefur eitt námskeið verið haldið á Sauðárkróki og annað á Akranesi. Námskeiðin fimm eru öll 160 stunda grunnnám- skeið, og að sögn verkefnisstjórans í Reykjavík, Þórarins Eyfjörð, eru nemendur alls á bilinu 150 til 170 talsins. Meðal fjölmargra námsgreina má nefna uppeld- isfræði, heilbrigðisfræði, erfðafræði, tómstunda- starf, þroskasálfræði og samtalstækni. Ennfremur persónuleika- og félagssálfræði, áfallakenningar og meðferðaráætlanir fyrir fatlaða, börn og unglinga. Kennararnir eru sérfræðingar hver á sínu sviði. Hverri grein lýkur með námsmati, en það fer eftir námsgreinum hvort um er að ræða próf eða eitthvert annað form. Nemendur eru síðan útskrif- aðir formlega og fá viðurkenningarskjal til vitnis um þátttöku sína í starfsnáminu. Krafist er 100% mætingar á námskeiðin, og er gengið eftir því að mætingaskyldan sé virt. Þá verða nemendur að taka virkan þátt í því sem lagt er upp með og sýna námsárangur. „Þátttakendurnir eru að verða sér úti um þekkingu og aukna færni í starfi. Námskeiðin hafa spurst mjög vel út, og núna er fólk að koma sem hefur heyrt um þau hjá vinnu- félögunum. Umsóknirnar eru fleiri en svo að við höfum getað annað eftirspurn, og því erum við á- kveðin í að halda áfram og gefa sem flestum kost á að afla sér þessarar starfsmenntunar,” segir Þórar- inn. Sem dæmi um áhugann nefnir hann að á fá- mennari vinnustöðunum þar sem lítið svigrúm er til afleysinga þurfi starfsfólkið að ganga kvöld- og næturvaktir meðfram starfsnáminu, en láti óhag- ræðið af því þó ekki fæla sig frá. Unnið er að því að skipuleggja framhaldsnám- skeið sem einnig verða 160 stundir, og er meiningin að halda sérstakt námskeið fyrir þá sem vinna með börn og unglinga og annað fyrir starfsfólk sem vinnur með fatlaða. Fræðslunefndin í starfsmenntamálin Ákveðið hefur verið að fræðslunefnd BSRB verði jafnframt bakhópur samtakanna hvað varðar starfsmenntun. Fræðslu- nefndin í sínu útvíkkaða hlutverki verður Sjöfn Ingólfsdóttur, fulltrúa BSRB í starfsmenntaráði, til halds og trausts, en starfsmenntaráð er skipað fulltrúum samtaka launafólks og atvinnurekenda, auk fulltrúa félagsmálaráðherra. Fræðslunefndin telur að átaks sé þörf í starfsmenntamálum BSRB-félaga, en að áður en til þess komi sé nauðsynlegt að fá greinargott yfirlit unt hvernig staðið sé að starfsmenntun í ein- stökum félögum; hvort þættir er varða starfsmenntun sé komnir inn í kjarasamninga; hvort sérstakur starfsmenntasjóður sé í við- komandi félögum og þar fram eftir götunum. Einnig hvar fólki þyki brýnast að taka til hendinni í þessum málaflokki. í lok mars sl. skrifaði fræðslunefndin formönnum aðildarfélaga BSRB bréf í þessu skyni og æskti upplýsinga. „Fræðslunefnd BSRB” - segir í bréfínu - „vonast til að heyra sem fyrst frá öllum aðildarfélögum BSRB um þessi mál. Með samræmdum aðgerðum getum við helst kornið starfsmenntamálunum í gott horf.” 13

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.