BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Side 14

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Side 14
G025 Formenn Landssambands slökkviliðsmanna frá upphafi, að einum undanskildum. F.v. Guðmundur Har- aldsson, Ármann Pétursson, Guðmundur Jónsson, Höskuldur Einarsson, Guðmundur Helgason, Svavar Tryggvason og núverandi formaður, Guðmundur Vfgnir Óskarsson. Mynd: Pétur Óskarsson. Þjó&arátak um lækkun eftirlaunaaldurs Ferðaskrifstofa stúd- enta býður öllu ungu fólki í BSRB sem er 25 ára og yngra sérstök al- þjóðleg ferðaskírteini - G025-, sem veitir hand- höfum þess afslætti á ferðum og ýmsa aðra afslætti. Handhöfum kortsins eru boðin mun ódýrari fargjöld í flugi til fjölda erlendra borga en öðrum ferðalöngum stendur til boða. Með Flugleiðum eru í boði sérfargjöld til Parísar á 19.900 kr. og til Mílanó, Zurich, Vín og Frankfurt á kr. 25.900. Lufthansa býður ferðir til um 100 borga og kostar flug til Aþenu, Istanbul, Rómar, Moskvu o.fl. borga 27.200. SAS er með ódýr flug til Norð- urlandanna og kostar það frá 28.200 kr. til 34.000 kr. Þessi verð eru öll án flugvallaskatts. Auk þessara ódýru fargjalda fá handhafa G025 skírteinisins af- slátt hjá um 500 fyrir- tækjum á Islandi gegn framvísun kortsins. Þeir fá einnig sérstaka afslátt- arbók þar sem fyrirtækin eru tilgreind og hvaða af- slættir bjóðast. Einnig bjóðast afslættir á ýms- um ferðatengdum þáttum erlendis, lestarferðum, söfnum og gististöðum svo eitthvað sé nefnt. Ferðaskrifstofa stúd- enta selur kortið á 600 kr. en félögum í BSRB býðst kortið á 400 kr. Þeir sem hafa áhuga á kortinu sækja um það hjá Ferðaskrifstofu stúdenta. Þeir þurfa að hafa mynd af sér meðferðis og fé- lagsskírteini eða annað sem sannar að viðkom- andi sé í BSRB. Skírtein- ið verður þá gefið út á staðnum. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Ferða- skrifstofu stúdenta í síma 561 5656. f kjaramálaályktun 3. þings Landssambands slökkviliðsmanna sem haldið var í Félagamiðstöð- inni Grettisgötu 89 24. til 26. mars sl. er sett fram krafa um að baráttan gegn atvinnuleysinu verði gerð að forgangsmáli. „Benda má á að fjölga mætti at- vinnutækifærum t.d. með niðurfærslu lífeyrisaldurs með sérstöku þjóðfélags- átaki,” segir í ályktuninni. 42 fulltrúar á 9. hundrað slökkviðliðsmanna í aðal- og hlutastörfum sátu þing- ið. í umræðum um fagleg málefni slökkviliðsmanna komu fram áhyggjur af hug- myndum stjórnvalda um einkavæðingu hvað varðar björgunar- og öryggismál. Guðmundur Vignir Oskars- son, formaður Landssam- bandsins, sagði í þessu sam- bandi að nú sé verið að bjóða út neyðarsímsvörun á land- inu, en fram til þessa hafi hún að nær öllu leyti verið í höndum fagmanna, ss. lög- reglu og slökkviliðs. Þá á- formi stjórnvöld að bjóða út sjúkraflutninga, en slökkvi- liðsmenn hafa fram til þessa sinnt um það bil 80% af öll- um sjúkra- og neyðarflutn- ingum í landinu, þrátt fyrir hagnýtt gildi þess að tengja saman störf slökkviliðs- manna og störf að sjúkra- flutningum. Slrkt fyrirkomu- Þrátt fyrir efnahagsbatann spáir Þjóðhagsstofnun á- framhaldandi atvinnuleysi í landinu í ár. Spáð er 4,3% atvinnuleysi, sem samsvar- ar því að um 5.700 manns séu án atvinnu að meðaltali. Þetta kemur fram í frétt frá stofnuninni þar sem fjallað er um þróun helstu þjóð- hagsstærða 1994 og þjóð- hagshorfur 1995. Skráð atvinnuleysi var að meðaltali 4,7% af áætl- uðum mannafla á árinu 1994, sem samsvarar því að um 6.200 manns hafi verið án vinnu að jafnaði. Það var hálfu prósenti meira en árið 1993. Hámarki náði at- vinnuleysið um áramótin 1993 og 1994 en heldur dró úr atvinnuleysinu þegar líða tók á árið. lag hafi ekki aðeins skilað sér í hagstæðari rekstri held- ur einnig, og ekki síður, í gæðum þjónustunnar. Áætlað er að störfum hafi fjölgað um 1.900 árs- verk árið 1994, eða um 1,5% frá árinu 1993, sem er mesta íjölgun starfa frá ár- inu 1987. Tvennt hafði á- hrif á þá þróun. í fyrsta lagi almennur efnahagsbati auk þess sem átaksverkefni op- inberra aðila höfðu sín á- hrif. Á þessu ári er reiknað með að störfum fjölgi um 1.600-1.700 ársverk. Þetta er heldur meiri aukning en nemur aukningu vinnu- framboðs miðað við ó- breytta atvinnuþátttöku. At- vinnuþátttakan hneigist hins vegar til að aukast við batnandi efnahag og því erfitt að spá af nákvæmni um atvinnuleysið á árinu. Aframhaldandi atvinnuleysi 14 bs

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.