BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 23

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 23
íhjartaborgarinnar Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum komið myndarlega til móts við þörfina á fleiri bflastæðum í hjarta borgarinnar. Byggð hafa verið sex bflahús þar sem borgarbúar og gestir þeirra njóta fyrsta floldís þjónustu.^ Starfsemi af þessu tagi kostar sitt og til að standa straum af henni hefur borgarráð samþykkt nokkrar breytingar á gjaldskrá Bflastæðasjóðs. . 1. Lenging gjaldskyldutíma Til að tryggja viðskiptavinum hentug skammtímastæði á verslunartíma í miðborginni verður gjaldskylda eftirleiðis frá kl. 10 til 18, mánudaga til föstudaga og kl. 10 til 14 á laugardögum. Þó verður hægt að leggja endurgjaldslaust um óákveðinn tíma í bflahúsum á verslunartíma á laugardögum. . 2. Lækkun afsláttar af aukastöðugjaldi Aukastöðugjald er nú 850 kr. Ef gjaldið er greitt innan þriggja daga fæst 40% afsláttur og einungis þarf að borga 500 kr. Auðvelt er að forðast aukastiiðugjaldið með því að nota bílahúsin og miðastæðin þar sem engin takmörk eru á hámarksstöðutíma. Traðarkot, Hverfisgötu 20, gegnt Þjóðleikhúsinu. 271 stæði. Vitatorg, bflahús með innkeyrslu frá Vitastíg og Skúlagötu. 223 stæði. Bergstaðir, á homi Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs. 154 stæði. 3. Fjölgun skammtímastæða í Kvos Til að koma til móts við kröfúr um fjölgun skammtímastæða í Kvosinni mun miðastæðið austan Tollhússins framvegis tilheyra gjaldsvæði 1 í stað 3, og miðastæðið við Tryggvagötu 13 gjaldsvæði 2 í stað 3. 4. Verðlækkun á næturkortum Verð á næturkortum í bflahúsum verður nú samræmt og það lækkað í 1250 kr. Kortin gilda frá kl. 17 til 08:30 og em kjörin og ódýr leið fyrir íbúa miðborgarinnar til að geyma bfla sína á vísum stað að næturlagi. 5. Hækkun tímagjalds á Tjarnargötustæði Vegna mikillar eftirspurnar og ójafnrar nýtingar bflastæða í nágrenni Alþingisreitsins verður skammtímagjald Tjamargötustæðisins hækkað í 60 kr. fyrir fyrstu klukkustundina og 10 kr. fyrir hverjar 10 mín. eftir það. Bent skal á að bflastæði í Ráðhúskjallara handan Vonarstrætis verða áfram á gamla lága verðinu. Nýttu þér bflahúsin og miðastæðin. Þau eru þægilegasti og besti kosturinn! Þú borgar íyrir þann tíma sem þú notar. Engin takmörk á hámarksstöðutíma! Ráðhús Reykjavíkur, innkeyrsla í kjallara frá Tjarnargötu. 130 stæði. Kolaportið, við Kafkofnsveg vestan við Seðlabankann. 174 stæði. BÍLASTÆÐASJÓÐUR Bílastœdi fyrir alla Vesturgata 7, innkeyrsla frá Vesturgötu um Mjóstræti. 106 stæði

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.