BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Page 24

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Page 24
Evrópsk umhverfisverðlaun Islendingar u fylla ekki öll Ekkert islenskt sveitarfélag,. hérað eða ein- stakur ferðamannastaður uppfyllir öll þau skilyrði sem sett eru til þátttöku í Evrópsku ferða- og umhverfisverðlaununum. Engu að síður hafa mjög margir innlendir aðilar sýnt þessu áhuga. Það er framkvæmdastjóm Evrópusambandsins sem stendur fyrir þessum verð- launum og er tilgangurinn með þessu að auka ábyrgð yfirvalda á hverjum stað gagnvart sjálfbærri ferða- þjónustu. Annað markmið samkeppninnar er að leggja áherslu á tvo órjúfanlega þætti sjálfbærrar ferðaþjón- ustu, það hvemig ferðaþjón- ustan getur þjónað umhverf- inu betur og hvernig um- hverfið getur styrkt ferða- þjónustuna. Með sjálfbærri ferðaþjón- ustu er átt við að þjónustan setji sér efnahagsleg-, félags- leg- og umhverfisleg mark- mið með stefnu og langtíma- áætlun, sem miðar að því að tryggja áframhaldandi efna- hags- og félagsþróun, sem virðir umhverfið og gengur ekki á náttúmauðlindimar. Meðal þátttökuskilyrða sem sett eru má benda á að ætlast er til að svæðið sem tekur þátt hafi framfylgt stefnu sem miðar að því að sætta ferðaþjónustu og um- hverfisvernd eigi skemur en tvö undanfarin ár. Þótt ekki séu öllum þátt- tökuskilyrðum fullnægt er engu að síður hægt að taka þátt í samkeppninni en til þess að vera gjaldgengir þurfa staðirnir að fullnægja sem flestum skilyrðum. Meðal þeirra er að samin hafi verið og framkvæmd áætlun um þróun ferðamála með til- liti til umhverfis. Gerðar hafi verið ráðstafanir til þess að jafna ferðamannastraum í tíma og rúmi. Nýsköpun þarf að hafa farið fram í nýtingu náttúrulegra auðlinda. Virk samvinna þarf að vera milli opinberra aðila og einkaað- ila. Náttúruvætti þurfa að vera vernduð. Endurnýjun á byggingum og stöðum sem hafa látið á sjá þarf að vera til staðar. Markvisst þarf að miða að því að draga úr skaðvöldum eins og mengun, hávaða og sorpi. Fyrirliggj- andi þarf að vera verkefna- skrá arkitekta og hönnuða sem miðar að því að sam- ræma útlit bygginga og bún- aða. umhverfinu. Námskeið um ferða- og umhverfismál ætluð fagmönnum þurfa að vera í gangi. Herferðir til að auka vitund gesta og heima- manna um umhverfisvernd þurfa að hafa verið haldnar og í einu og öllu þarf að fara að lands- og Evrópulögum hvað varðar ferðaþjónustu til frambúðar og umhverfismál. Þeir sem taka þátt í keppninni þurfa að svara ít- arlegum spurningalista og leggja fram ýmis gögn, myndir, bæklinga og landa- bréf. Umsóknum þarf að skila inn fyrir 15. maí í hér- aði. Fyrirkomulag keppninnar Alls taka 17 lönd þátt í keppninni en auk íslands eru það Austurríki, Belgía, Dan- mörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, írland, Ítalía, Lúxemborg, Noregur, Portúgal, Spánn, Stóra-Bret- land, Svíþjóð og Þýskaland. Dómnefndir eru skipaðar í öllum löndunum sem í eiga sæti tveir fulltrúar stjórn- valda, annarsvegar frá sam- gönguráðherra og hins vegar frá umhverfisráðherra, auk þess sinn hvor aðilinn frá þessum ráðuneytum sem sjá um almannatengsl, fulltrúi fjölmiðlafyrirtækis á sviði ferðamála og fulltrúar ferða- 24 BSRBwí

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.