BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Page 32

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Page 32
Nú þegar adeins örfáir dagar eru þar til Heims- meistarakeppnin í handknattleik verður haldin hér á landi er ekki úr vegi ad rifja upp nokkur atriði úr sögu íþróttagreinarinnar. Handknattleikur nam land hér á þriðja áratugnum þegar Valdimar Sveinbjörns- son íþróttakennari kom heim frá námi í Danmörku og hóf kennslu við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Barnaskól- anum í Reykjavík haustið 1921. Valdimar kenndi strák- unum handbolta og þegar hann hóf kennslu við Menntaskólann í Reykjavík 1928 kenndi hann MR-ing- um íþróttina. Ungur íþrótta- kennari, einnig menntaður í Danmörku, Hallsteinn Hin- riksson, tók við leikfimi- kennslunni í Flensborg og hélt áfram ad byggja upp í- þróttina í Hafnarfirði. Það þarf ekki að koma á óvart ad handknattleikurinn berist hingað til lands med í- þróttakennurum menntuðum í Danmörku, því vagga hand- knattleiksins var einmitt hjá þessari fyrrum herraþjóð okkar. Handknattleikurinn er talinn eiga rætur ad rekja til gagnfræðaskólapilta í Dan- mörku undir lok síðustu ald- ar. Þeir höfðu haft spurnir af amerískum ruðningsbolta (rugby) og ákveðið að iðka hann innanhúss yfir veturinn. Eitthvað hafa upplýsingarnar um eðli ruðningsboltans ver- ið óljósar því fátt virðist líkt með þessum tveimur íþrótta- greinum í dag. Fyrstu leikirnir Ólíkt knattspyrnu og ýmsum öðrum íþróttagrein- um var handknattleikur hér á landi iðkaður frá upphafi af báðum kynjum. Þannig var fyrsti opinberi kappleikurinn hér á landi á milli kvenna- flokka úr fþróttafélagi Hafn- arfjarðar og Ungmennafélagi Reykjavíkur árið 1928. Sama ár fór fram opinber viðureign drengja úr Barnaskóla Hafn- arfjarðar og Barnaskóla Reykjavíkur. Báðir þessir leikir voru utanhúss. Uti á landi var handknattleikur iðkaður af stúlkum í Vest- mannaeyjum og á Laugum í Reykjadal strax árið 1927. Árið 1928 áttust við handknattleikslið drengja úr Flensborgarskóla og MR. Baldur Möller fyrrum ráðu- neytisstjóri hefur greint svo frá þeirri vidureign: Það var oft þröngt á áhorfendapöllunum í Hálogalandi. Frá viður- eign Fram og FH 1962. Sigurður Einarsson Fram skorar hjá Hjalta Einarssyni. „Ég stóð í markinu í þessum leik og mig minnir að við höfum sigrað í hon- um. Strákarnir í gagnfræða- deild Menntaskólans voru margir miklir risar, t.d. Sveinn Zoéga í Val. Hann var geypistór og sterkur handboltamaður. Hallsteinn var miklu kappsfyllri maður heldur en Valdimar og þótti halla á sína menn. Hann keppti því í næsta leik með Flensborgurum og sigruðu þeir í þeim leik. Þessi keppni á milli skólanna stóð í nokk- ur ár og var upphafið að handboltaleikjum á íslandi. Seinna komu svo íþróttafé- lögin inn í þetta.” Fyrstu handboltaleikirnir milli félagsliða fóru fram árið 1934. Það var á milli Vals og Hauka í Hafnarfirði. Haukar höfðu alveg frá stofnun félagsins 1931 lagt stund á handknattleik. Knatt- spyrnumennirnir í Val höfðu einnig stundað handknattleik af og til frá 1930. í ársbyrjun 1934 óskuðu Haukar eftir æfingaleik vid Val og fór sá leikur fram 28. janúar í leik- fimihúsinu í Hafnarfirði. Leiknum lauk med sigri Valsara 22-14. Lið þessi léku svo marga æfingaleiki og er skemmti- lega frásögn af einni viður- eign þeirra að finna í gömlu Valsblaði: „Þá munu margir þeirra, BSR 32

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.