BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Síða 33

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Síða 33
Frá viðureign íslendinga og Norðmanna á Nordurlandameist- aramóti kvenna á Islandi 1964 en fslensku stúlkurnar sigruðu á mótinu. sem tíðum fóru suður í Hafn- arfjörð til þess að leika við Hauka, minnast leiks, sem leikinn var á ísuðu gólfi. Fór hann fram í fimleikahúsinu við barnaskólann. Var það á sunnudagsmorgni. Hafði sal- urinn verið þveginn seint kvöldið áður en mikið frost úti. Þegar keppendur komu í salinn um morguninn, var mikill hluti hans med íslagi á gólfinu, þar eð rakinn hafði ekki þornað. Ekki dugði að hætta við leikinn, þar sem allir voru mættir til leiks og hófst hann þegar. Það er ekki að orðlengja, að þegar leikmenn komu á svellið runnu menn og féllu á gólfið og mátti stundum sjá 3 menn í einni kös á gólfinu! Meðan á leiknum stóð urðu menn ekki varir við nein meiðsli, sem teljandi voru. Eftir æfinguna gat einn þess þó að hann hefði misst tönn, og annar að hann hefði feng- ið smáskeinu á handlegg, og það blæddi nokkuð úr. Við nánari athugun kom í ljós ad tönn sú, sem týnd var fannst í sárinu á handlegg hins!” Haukar munu hafa sigrað í þessari viðureign enda van- ir þeim aðstæðum sem voru í fimleikahúsinu. Fleiri lið hófu að æfa hanknattleik á þessum árum. Á Akureyri hófu stúlkur að æfa handknattleik um 1930. Stúlkur í KR hófu að æfa handknattleik árið 1931 og drengir í KR 1936. Ármanns- stúlkur árið 1937 og drengir í ÍR árið 1938. FH og Fram byrjuðu ad stunda handknatt- leik árið 1940. Þá höfðu Sundfélagið Ægir og Iþrótta- félag kvenna í Reykjavík haft handknattleik á dagskrá hjá sér án þess að keppa op- inberlega í íþróttinni. Handknattleikur var einnig iðkaður utanhúss að sumri til. Fyrsti utanhússleik- urinn var háður sumarið 1938. Þá áttust við Haukar og KR á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Leiknum lauk med sigri Hauka 7-2. Á seinni hluta fjórða ára- tugarins áttu íslenskir hand- knattleiksmenn í fyrsta sinn viðureign við erlenda hand- knattleiksmenn. Það var Val- ur sem lék við sjómenn af þýska skipinu Metheor, sem lá í Reykjavíkurhöfn. Þjóð- verjar voru á þessum árum eina þjóðin sem stundaði handknattleik að einhverju marki og fregnir höfðu borist af því að um borð í Metheor væru nokkrir handknattleiks- menn í fremstu röð í heima- landi sínu. Þrátt fyrir það stóðu Valsmenn verulega í Þjóðverjunum en urðu þó að láta í minni pokann með minnsta mögulega mun 21- 20. Þessi úrslit urðu til þess að handknattleiksmönnum hér óx mjög ásmegin og árið 1940 ákvað ÍSÍ að efna til fyrsta Islandsmótsins í hand- knattleik. Mótið var haldið í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar við Lindargötu og tóku sex karlalið og þrjú kvenna- lið þátt í mótinu. Leikirnir þóttu nokkuð grófir og voru dómarar skammaðir í blöð- um fyrir ad leyfa svo grófan leik. Karlaliðin sem tóku þátt í íslandsmótinu voru Valur, Haukar, ÍR, Víkingur, Fram og íþróttafélag Háskólans. Valsmenn sigruðu alla and- stæðinga sína og urðu fyrstu Islandsmeistarar karla í handknattleik. Þeir héldu titlinum þrjú næstu árin en þá sigruðu Haukar íslands- mótið. Valur endurheimti svo titilinn árið eftir og skiptust svo Reykjavíkurliðin Ármann, ÍR, Valur og Fram á að vera íslandsmeistarar til ársins 1956 ad titillinn fór aftur í Hafnarfjörð, að þessu sinni til FH. Kvennaliðin sem tóku þátt í fyrsta íslandsmótinu voru Ármann, Haukar og IR. Stúlkurnar í Ármanni unnu báða sína leiki og urðu fyrstu Islandsmeistarar kvenna í handknattleik. Þær héldu svo titlinum allt til ársins 1945 að Haukar urðu Islandsmeist- arar tvö ár í röð en árið 1947 endurheimti Ármann titilinn og hélt honum út fimmta ára- tuginn. Fyrsta Islandsmótið í handknattleik utanhúss var haldið á Melavelli haustið 1941. Ellefu manns voru í hverju liði og var völlurinn mun stærri en í innanhúss- boltanum. Markteigurinn var um 11 metrar og 13 metrar frá vítapunkti að marki. Það þurfti því kröftug skot til að skora í utanhússboltanum. Þrjú lið tóku þátt í mótinu, Valur, Ármann og Haukar og sigruðu Valsmenn. Jafnframt var keppt í handbolta kvenna og varð Iþróttabandalag Akureyrar fyrstu Islandsmeistarar í handknattleik kvenna utan- húss. Erlendar viðureignir Fyrsta viðureign ís- lenskra félagsliða við erlent félagslið var árid 1947 þegar sænska handknattleiksliðið IFK Kristianstad heimsótti Island. Svíarnir sigruðu í öll- um viðureignum sínum hér með miklum yfirburðum. Fyrsti landsleikur Islands var við Svía í Lundi í febrúar 1950. Svíarnir sigruðu 15-7. Frá Svíþjóð hélt landsliðið til Kaupmannahafnar og tapaði þar fyrir Dönum 20-6. Islenska kvennalandsliðið lék sinn fyrsta landsleik við Norðmenn í Osló 1956 og tapaði með þriggja marka mun 7-10. Árið 1964 sigruðu íslensku stúlkurnar hins veg- ar á Norðurlandameistara- móti kvenna, sem haldið var á Islandi. Handknattleikssamband íslands var stofnað árið 1957 og sama ár tóku Islendingar í fyrsta skipti þátt í Evrópu- bikarkeppni karla í hand- knattleik. Ári seinna, eða árið 1958 tóku svo Islending- ar í fyrsta skipti þátt í HM í handknattleik. Nú 31 ári seinna er hins vegar blásið til leiks á HM hér á landi, enda hafa íslendingar undanfarin ár verið meðal fremstu hand- knattleiksþjóða heimsins. Heimildir: fþróttir í Reykjavfk eftir Sigurð Á. Friðþjófsson. Valur vængjum þöndum, ritstjóri Olafur Gústafsson. Haukar í 60 ár eftir Lúðvík Geirsson. Ármann í 100 ár eftir Lýd Bjömsson. Árbók íþróttamanna 1946 og 1947. Greinargerð Hannesar Þ. Sigurðssonar fyrir ÍSÍ. bs 33

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.