BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Page 34

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Page 34
MmWKMM Ljósmæður þinga Ljósmæður halda tveggja daga þing í Fé- lagamiðstöðinni Grettis- götu 89 í Reykjavík 5. og 6. maí nk. Gestafyrirles- ari þingsins verður sænska ljósmóðirin Ulla Waldenström og greinir frá niðurstöðum um- fangsmikils rannsóknar- og þróunarverkefnis sem verið hefur í gangi í ljós- mæðraþjónustunni við Suðursjúkrahúsið í Stokkhólmi síðastliðin fimm ár. Nánar til tekið greinir hún frá vinnu hóps ljós- mæðra á sérstakri deild við Suðursjúkrahúsið, en hópurinn annaðist konur í meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu heima. A- hersla var lögð á sam- fellda þjónustu, en tækni- legu eftirliti og meðferð haldið í lágmarki. Gert var ráð fyrir virkri þátt- töku foreldranna, og við það miðað að þarfir þeirra og óskir væru í fyrirrúmi. A þinginu verða kynntar rannsókn- arniðurstöður um reynslu foreldranna og árangur- inn af þjónustunni. Fjöldi annarra fyrir- lestra er á dagskrá þings ljósmæðra. Formaður fé- lagsins, Astþóra Kristins- dóttir, nefnir erindi sitt Hlutverk ljósmæðrafé- lagsins: stéttar- og/eða fagfélag? Hildur Krist- jánsdóttir kynnir alþjóða- siðareglur ljósmæðra, og Guðbjörg Davíðsdóttir og Hildur Nielsen kynna könnun á árangri heima- þjónustu ljósmæðra, og er þá fátt eitt talið. NY FJOLSKYLDA VÍTAMÍNA 06 FÆDUBOTAREFNA IAPOTEKINU APÓTEKIÐ

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.