Duld - 01.12.1954, Síða 9

Duld - 01.12.1954, Síða 9
NOSTRAD AMU S 7 En Nostradamus tók einnig upp á því, að skrifa niðm spádóma sina. Hann áræddi samt ekki að gefa þá út, þvi að hann gat átt á hættu að vekja vanþóknun Heilagrar kirkju. Spádómarnir munu hafa legið hjá honum i handriti um fimm ára skeið. Að lokum réði hann við sig, að láta spádómana „á þrykk út ganga“ og kom fyrsta útgáfan út í Lyon 1555 hjá Mar- cé Bonhomme. Nostradamus kall- aði þetta spádómasafn sitt Centur- ies, ekki vegna þess að orðið þýðir „aldir“, heldvr vegna þess, að hann flokkaði það niður í 100 kviðlinga eða ferskeytlur (quatr- ains)- 1 fyrstu útgáfunni voru 353 ferskeytlur, eða þrjár Centuries og 53 erindi af þeirri fjórðu. Nostradamus skrifaði samtals 12 Centuries eða 1200 spádómskviðl- inga. Fyrsta útgáfan er nú glöt- uð. Þegar spádómarnir komu fyrst út, vöktu þeir gífurlega athygli, og Nostradamus varð á svipstundu frægur um allt Frakkland. Hann varð mjög umdeildur. Sumir töldu hann argasta falsspámann og svik- ara, en aðrir töldu hann gæddan guðdómlegri spádómsgáfu. Það var einkum upplýsta fólkið, sem dró taum hans. Hróður Nostra- damusar barst til eyrna Katrinu dé Medici og Hinriks II., kon- ungs Frakklands. Nostradamus hafði nefnilega spáð því í 35. er- indi I. Centurie, að hans hátign mundi verða fyrir áverka á auga í einvigi og bíða af því kvalafull- an bana. (Við komiun að þessu atriði nánar síðar). Eigi leið á löngu, unz Nostradamus fékk kon- unglegt boð um það, að koma í skyndingu til hirðarinnar í París. Plann kom þangað 15. ágúst 1555, eftir mánaðar ferðalag frá Salon. Honum var tekið með virktum við hirðina, og var honum fengin gisting í höll kardinálans af Sens, Louis de Bourbon — Vendomé. Nostradamus fór ekki í neinar grafgötur um það, hvað væri af honum ætlazt við hirðina. Drottn- ingin ætlaðist til þess, að hann segði til um framtið prinsanna þriggja, er síðar urðu kommgar Frakklands, Francis IL, Charles IX. og Hinrik III. Nostradamus spáði þvi, að prinsamir mundu allir verða konungar, og féll sá spádómur auðvitað í góðan jarð- veg hjá konungsfjölskyldunni. Við fáum síðar að sjá, með hverj- um hætti þetta rættist og hvað Nostradamus sá. Hinrik og Katrin leystu Nostra- damus út með veglegum gjöfum og auðsýndu honum mikla vin-

x

Duld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.