Duld - 01.12.1954, Síða 14

Duld - 01.12.1954, Síða 14
12 DULD þú sást skriftina. Það hlýtur að vera eitthvað á bak við þetta“. „Já. Það virðist svo. Vindurinn er hagstæður, og ég hef ákveðið að breyta stefnu skipsins og sjá hvað þá gerist“. „Það mundi ég vissulega gera í þíínum sporum, herra. 1 versta til- felli tefur það okkur um fáeinar klukkustimdir". „Jæja. Við sjáum nú til. Farðu upp á þilfar og skipaðu, að stefnt skuli í norð-vestur. Og, herra Bruce“, hætti hann við, þegar stýrimaður stóð upp til að fara, „hafðu útsýnisvörð uppi í reiðan- um og veldu til þess mann, sem þú getur treyst“. Skipunum hans var hlýtt. Um klukkan þrjú tilkynnti útsýnis- vörðurinn ísjaka nærri heint fyrir stafni og skömmu síðar eitthvað. sem hann hugði vera seglskip,' fasi við jakann. Þegar þeir nálguðust, sá skipstjórinn í sjónauka sínum skipsflak, sem sjáanlega var fros- ið við jakann, og voru allmargir menn á flakinu. Stuttu sáðar heittu þeir skipinu upp í vindinn, stöðv- uðu það og sendu út hátana til að bjarga skiphrotsmönnunum. Reyndist þar vera seglskip frá Quebeck á leið til Liverpool með farbega innan borðs. Skipið hafði orðið fast í ísnum og að lokum frosið inni og hafði í nokkrar vik- ur verið í hinni mestu tvísýnu. j Komið var gat á skipið og þilfar- ið laskað. I raun réttri var skipið aðeins flak, og nærri allar matar- og vatnsbirgðir þess voru gengn- ar til þurrðar. Áhöfnin og farþeg- amir höfðu misst alla von um björgun, og þakklæti þeirra fyrir hina óvæntu hjálp var að vonrnn mikið. Þegar einn af mönnunum, sem fluttir voru í þriðja bátnum frá flakinu, var á leið upp á borð- stokkinn, leit stýrimaðurinn sem snöggvast í andlit hans og hörfaði undan forviða. Það var sama and- litið, sem hann hafði séð þrem eða fjórum stundum áður, er það leit til hans upp frá skrifborði skipstjórans. 1 fyrstu reyndi hann að telja sjálfum sér trú um, að þetta væri hugarburður, en þvi betur sem hann athugaði mann- inn, því sannfærðari varð hann um það að hann hafði rétt fyrir sér. Ekki aðeins andlit mannsins heldur öll persóna hans og klæðn- aður kom nákvæmlega heim. Jafnskjótt og þjakaðri skipshöfn og hunerruðum farþegum hafði verið séð fyrir aðhlvnningu og skiuið var aftur komið á siglingu, kallaði stýrimaður skipstjórann afsíðis.

x

Duld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.