Duld - 01.12.1954, Page 20
i8
DULD
aði sér að eiga, en gaf vinnukon-
unni nokkum hluta lokksins.
Þama kom sem sagt skýringin á
því hvers vegna stallurinn var í
hárið í vinstri vanga konumynd-
arinnar í kirkjuglugganum.
Þessi saga, af fyrstu sýn litlu
stúlkunnar er ekki lengri, og er
í sjálfu sér ekkert merkilegri en
ótalmargar aðrar svipaðrar teg-
unar og alkunnar. En hún er
merkileg fyrir litlu stúlkima og
nánustu ættingja hennar og vini,
því þetta er fyrsta sýnin, sem
hún man að greina frá í þessa
átt. En einnig fyrir það, að frá
þessari stundu og allt til þessa
dags, hefur litla stúlkan — sem
nú er orðfn stór, — verið gædd
þeirri gáfu í ríkum mæli, að sjá
og heyra á þessu dulræna sviði,
það sem fáum einum er gefið.
Hefur hún góðfúslega leyft
„Duld“ að segja frá þessari fyrstu
,sýn sinni, sem og fleiru sem fyrir
hana hefur borið og merkilegt má
kalla, og nokkurs virði fyrir ýmsa
einstaklinga, en frá því mun lítil-
lega verða sagt síðar í þessu riti.
Ó. B. B
Draumurinn var skýr.
Þegar Dar.te Alighiery, höfundur Divina Comedia, andaðist 1321,
koxn í ljós, að það vantaði 13 kviður eða Cantos í Paradiso hans. Ætt-
ingjamir töldu vist, að hann hefði aldrei lokið við skáldverkið. Bocc-
accio, höfundur Decameron, en hann var ellefu ára, þegar Dante and-
aðist, hefur það eftir syni Dantes, Jacobo að nafni, hvernig það atvik-
aðist, að kviðurnar, sern vantaði, komu í leitimar. Jacobo var svo of-
dirfskufullur að ímynda sér, að hann gæti botnað Paradiso, en átta
mánuðum eftir andlát Dantes, birtist hann Jacobo í draumi og sagði
honum, hvar kviðurnar væru faldar. Draumurinn var svo skýr, að
Jacobo fór rakleitt í húsið, sem bent var á í draumnum! vakti upp
húseigandann, og í tilteknu herbergi í húsinu fundu þeir leynihólf,
sem enginn vissi um, og þar fundust handritin, sem vantaði. Ehginn
hafði nokkra hugmynd um, að þau voru þar geymd;