Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 23

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 23
KROSSINN HELGI 21 kassanum, sem nú hafði talið mín- úturnar fyrir 5 eða 6 kynslóðir- — Það hefur máske sigið á mig höfgi, en ég held þó ekki. Hugur minn var enn ekki laus við áhrif- in í kirkjunni og ég hefi, án alls efa, verið á þeirri stundu með- tækilegur fyrir öllum góðum áhrif- um frá verum á öðru tilverustigi. — Það er ekki að orðlengja, að ég sá þá sýn, sem mér er mjög minnisstæð. — Mér varð litið til „krossins helga“ á þilinu við gluggann. Sá ég þá, að fyrir fram- an hann kraup ungur maður á bæn. Ég þóttist þegar sjá að þetta væri Englendingur; hansn var svo hvítur á hörund og hár hans var svo tinnusvart og gljáandi. Ég horfði á þetta góða stund, en síð- an stóð pilturinn upp og snéri sér að mér með lokuðum augum og hendumar í bænastillingu. Svo gekk hann hægt yfir að bekknum, sem ég lá á, og kraup þar aftur fyrir framan mig. — Þar horfði ég enn á harm góða stund og varð einkanlega starsýnt á hversu skarpleitur hann var og hve hend- ur hans voru hviítar. — Svo hrökk ég upp og var sýninni lokið. Síðar komst ég að því, að „kross- inn helgi“ hafði hangið á vegg í ensku heimili um þrjá tugi ára. Þar var bænaskemill fyrir fram- an hann, og þar bændi sig allt heimihsfólkið, að enskum sið, á hverju kvöldi áður en það gekk til svefnherbergja sinna til hvíldar. En hvað var þarna að gerast? Var þarna einhver framliðinn enskur „gentlemaður“ enn að biðja fyrir sér, og naut ég fyrir- bæna hans? Ef þú, lesari góður, trúir þvi að ég segi hér rétt og satt frá þessari sýn minni, þá trúir þú því líka, að þama var góður andi á ferð, og í góðum tilgangi. — En „krossinn helga“ læt ég ekki fyrir nokkurn pening. — §—□—§ Kjölturakkinn bjargaði lífi hennar. Frú Muriel Lurie fékk sér dag nokkurn göngutúr með kjölturakk- ann sinn, Laddie. Hún settist á bekk í skemmtigarði í nágrenninu og naut veðurblíðunnar. Allt í einu fór kjölturakkinn að gelta ofsalega og láta illum látum. Fni Laurie stóð upp til þess að sefa bundinn. 1 þeim svifum brast stór grein af trénu, sem bekkurinn stóð við, og féll niður. Ef frú Lurie hefði ekki verið staðin upp, hefði hún orðið undir greininni og ef til vill beðið bana.

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.