Duld - 01.12.1954, Side 34

Duld - 01.12.1954, Side 34
32 DULD ,Það líður hjá“. Cagliostro hreytti þessu út úr sér og bandaði frá sér hendixmi, fyrirlitlega. Eng- inn getur skyggnzt inn í aldirnar án þess að búast við því að fá svima. Það líður hjá. Það, sem ég hef opinberað yður, mun ekki mást brott. Og þar sem þér hafið nú trú, munuð þér geta afrekað það, sem þér hafið ekki afrekað áðim. % er hér til þess að hjálpa yður. % er reiðubúinn tii þjónustu, Prins Louis. Ég kem á réttu augnabliki, ef eigi til annars en þess, að rétta við fjárhag yðar, sem Prins de Guémenée hefur rýrt og grafið undan á leiðinlegan hátt. Kardínálinn varð agndofa. „Þér vitið það!“ Cagliostro bandaði aftur frá sér hendinni. Látbragð hans var næsta öfgafullt. „Veit það ekki allur heimurinn“, spurði hann, eins og maður, sem fullur er 'fyrir- litningar á þeim leyndardómum, er berast eftir venjulegum skynj- analeiðum. Það var raunar á allra vitorði, að Louis de Rohan hafði lagt fjár- muni sána í sölumar til þess að bjarga heiðri ættar sinnar, en hún hafði orðið fyrir miklum skakka- föl-lum, einkum vegna gjaldþrots náfrænda hans, Prins de Guémen- ée. En þótt efni hans væru mikil, þá gæti hann naumast risið undir þrjátíu milljón franka skulda- bagga, en gjaldþrotið náði þeirri upphæð. Hóflaus eyðslusemi átti sér djúpar rætur í eðli Rohans, og hann hélt sér meira en ríkmann- lega. Sparneytni var hugtak, sem hann þekkti ekki og sem hinn stór- huga andi hans fékkst ekki til að viðurkenna. Það mundi því ekki langt að bíða, að kardínálinn stæði á gjaldþrotabarmi. En hann var ekki að hugsa um þessa hluti á þessu augnabliki. Hugsanir hans allar beindust að því einu, að reyna að hefja þessa undarlegu reynslu upp úr þeirri dramnakenndu þoku, sem virtist umlykja hana. Þetta er allt saman undarlegt", mælti hann i hálfum hljóðum. „Afar undarlegt! Næsta ótrúlegt! Og þó er eitthvað innra með sjálf- um mér, er neyðir mig til að trúa“. „Drottni sé þökk fyrir það, að Hann héfur loksins veitt yður náð til þess að sigrast á vantrú efnis- hyggjunnar. Þér hafið að lokum gefið yður þeirri vitund á vald, sem á sér djúpar rætur í sál vorri, að vér fæðumst aftur og aftur. Trúin á endurholdgun er ævafom, og hún á sér sterkar rætur í mann- legu eðli. Hún helzt við liíði, þótt

x

Duld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.