Duld - 01.12.1954, Síða 36
34
DULD
Margt fleira af svipuðu tagi fór
á milli þeirra áður en þeir kvödd-
ust þennan örlagaríka dag. Þetta
varð til þess, að Cagliostro skyldi
verða heiðursgestur kardínálans,
og hann flutti allt sitt hafurtask
úr leiguhcrbergjunum á Strass-
bourg í hina glæsilegu höll kardí-
nálans, Cháteau de Saverne. Og
þar lét hinn tvístígandi preláti,
sem var eins og milli skers og
báru, og vissi raunar ekki, hverju
hann átti að trúa, koma upp efna-
rannsóknarstofu handa Cagliostro.
Og svo var það einn dag, mánuði
síðar, að Cagliostro kórónaði það
vald, sem hann var að ná yfir
Louis de Róhan, með því að sýna
það svart á hviítu, að hann gæti
breytt óæðri málmum í gull.
Hann tók upp úr deiglunni, sem
var í rannsóknarstofunni, gull-
stöng, fimm þúsund livre virði,
sem hann hafði framleitt úr blýi
fyrir augunum á kardínálanum.
Hann rétti hinum virðulega gest-
gjafa gullið, og skyldi það vera
eins konar smátrygging fyrir því,
er síðar myndi koma. Cagliostro
gerði þetta með svo léttúðugu
og kæruleysislegu látbragði, sem
væri hann að rétta kardánálan-
um laufblað, sem hann hefði tínt
upp af götu sinni.
Það reyndist samt ekki unnt að
búa til meira gull, þvi að Cagli-
ostro vantaði ákveðin efni, sem
fengust hvergi nema í París. Hann
lagði því til við hans hágöfgi, að
þeir skyldu flytjast til Parísar,
þar sem efni þessi væru við hend-
ina, og setjast að í Hótel de Rohan.
Meðan beðið var eftir brottför-
inni, var daglega stöðugur straum-
ur af höfðingjum og heldra fólki
inn í íbúð Cagliostros í Cháteu
de Saverne, vegna þess orðstírs,
er af honum fór sem lækni og
töframeistara. Orðstír hans barst
þaðan eins og eldur í sinu út um
allt Frakkland, og París komst á
annan endann af eftirvæntingu út
af væntanlegri komu hans.
Hann gekk um meðal hinna
tignu gesta sinna, hnakkakertur,
hrokafullur og valdsmannlegur.
Og þeim, sem hann beindi augum
sínum að, fannst sem hin dulúðgu
augu hans skytu eldingum og
væru næsta ægileg. Hann pataði
og baðaði út öllum öngum á hinn
furðulegasta hátt, og hann lét dæl-
una ganga á þessari fáránlegu
golfrönsku sinni, sem var eitthvert
sambland af ítölsku, frönsku og
spænsku, eins konar linga franca,
sem skilja mátti að einhverju leyti
í landi, þar sem rómönsk tunga
var töluð. Hann var ókurteis og
hranalegur á tali og viðmóti og