Duld - 01.12.1954, Side 39
ÖRLAGAVALDURINN
37
leyti, sem hann kemur til Parísar,
í skjóli yðar, eins og mér skilst
að sé átform hans; og um það leyti,
sem þér hafið kynnt hann við
hirðina og komið honum á góðan
rekspöl, að blekkja allan heim-
inn?“
„Hugsanir þínar eru illkvittnis-
legar og þér ósæmandi, Charles.
Guð varðveiti mig frá því, að
finna slíkt í nákomnum ættingja“.
Monsieur de Guémenée hallaði
sér fram á stólnum „Monseigneur,
ég hef kynnt mér sögu þessa
manns“.
„Ef svo er, þá get ég bætt
nokkru við þær upplýsingar, er
þú munt hafa. Líttu á þennan
hring.“ Hann rétti fram hvíta og
netta hönd, og á löngutöng glitraði
stórkostlega fagur demant, sem
skjaldarmerki Rohans var greypt
í. „Þetta er gjöf frá Cagliostro
greifa. En það er ekki aðeins gjöf,
heldur er það einnig tákn upp á
mátt hans og kimnáttu. Hann bjó
sjálfur þennan demant til. Ég sá
hann sjálfur taka hann úr deigl-
unni, sem hann mótaði hann í“.
„Svikabrögð“, hrópaði Monsie-
ur Guémenée hæðnislega. „Al-
geng svikahrögð. Geti hann þetta,
hvers vegna þarf hann þá að lifa
á yður?“
„Hann liifir ekki á mér. Hér er
það hann, en ekki ég, sem er vel-
gerðarmaðurinn. Og hvað er svo
hægt að segja tun þá læknishjálp,
sem hann veitir öllum þeim, er
til hans leita? Hann læknar iðu-
lega sjúkdóma, sem taldir eru
ólæknandi. Eru það svikabrögð?
Og hann gerir þetta með glöðu
geði og alveg endurgjaldslaust, af
einskærri elsku til manna. Mundi
skottulæknir og svikahrappur fara
þannig að? Og svo eru það ölmusu-
gjafirnar, sem hann gefur, og gull-
ið, sem hann býr til. Svikabrögð?
Slikt er illgirni heimskra. Því að
ef hann er svikahrappur, þá er
hann auðugasti svikahrappurinn,
sem lifað hefur á jarðríki. Hvað-
an hefur hann ríkidæmi sitt?“
Hans hágöfgi sló fram spurn-
ingunni eins og maður, sem er að
máta andstæðing sinn í tafli. En
Monsieur Guémenée hafði svar á
reiðum höndum.
„Það get ég sagt yðar hágöfgi,
þvi að ég hef einskis látið ófrestað
til þess að afla mér upplýsinga um
hann. Hann :fær það ifrá hinum
svonefndu egypsku Frimúrara-
stúkum, sem hann hefur verið að
stofna á Frakklandi og víðar; hann
fær það frá þessum nýjungagjörnu
þöngulhausum, sem hann þykist
vera að innvígja í þetta „leyni-
regluhumbug“, og sem greiða þess-