Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 46

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 46
44 DULD legt vein. „Herra minn, herra minn, þú ert sagður gæddur yfir- náttúrlegmn mætti. Miskunnaðu mér, hjálpaðu mér i þessum nauð- rnn mínum“. „Jæja, svo að nú getur þú trú- að mér. Já, ég ræð yfir regin- mætti, en ég hef samt ekki vald til þess að reisa mann frá dauð- um“. „Héfur þú það ekki? hefur þú það ekki? Monsieur de Guémenée var nú allt í einu orðinn jafn of- stopafullur og áður. Hann gaut augimum lymskulega í kringum sig. „Þvi verra fyrir þig, þar sem þú átt sökina. Ég skal kalla á alla í húsinu Og segja þeim, að þú sért morðinginn. Hvað þá, vinur minn? Hvað þá? Heldur þú, að orð þín verði þyngri á metunum en mín?“ Cagliostro brosti. „Snjailræði. En því miður höfum við vitni. Líttu aftur fyrir þig, Monsieur“. Monsieur de Guémenée hnykkti við, hann leit aftur fyrir sig. Og í dyrunum, sem fjær voru, dyr- unum, sem hann hafði ekki hug- mynd um að væru til, sá hann standa dökka mannsmynd. Er hann hafði rýnt á mannsmyndina um stund, þá kannaðist hann við Barón de Planta. „Hversu lengi hafið þér staðið þama, Monsieur?“ spurði hann. Baróninn svaraði, kalt og misk- unnarlaust: „Frá því augnabliki, ■sem þér þeyttuð öxinni“. Allt hugrekkið lak úr Monsieur de Guémenée og hann lympaðist niður. Hann lyfti blóðugum hönd- unum í algerri uppgjöf. „Hvað á ég að gera? Mon Dieu, hvað á ég að gera?“ „Hvað ertu reiðubúinn til að gera, ef ég get bjargað þér?“ spurði Cagliostro. Monsieur de Guémenée horfð- ist í augu við Cagliostro og færði sig nær honum. „Bjargað mér, segir þú? Ertu að hæðast að kvöl minni? Hvaða hjálp getur þú veitt? hvaða hjálp getur nokkur veitt? Þú ert búinn að segja, að þú getir ekki reist mann frá dauðum“. „Það er satt. En ég get þurrkað það út, sem búið er að gera. Það er jafnvel í valdi manns sem ég er, því að ég er Sá sem Er. Hlust- aðu á mig, prins minn góður, og reyndu að skilja. Þessi verknaður, sem þú hefur framið, er framinn í tíma. Tiími, herra minn, er ekki raunveruleiki, hann er ekki einn af grundvallarveruleikum tilver- unnar. Hann er skynvilla, marrn legt vanahugtak, til þess eins not-

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.