Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Tímakaup launafólks hér á landi hefur hækkað meira í flestum hóp- um á vinnumarkaðnum en kostn- aðarmat gerði ráð fyrir við gerð kjarasamninganna í samningalot- unni sem hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta sýna mælingar Hag- stofunnar og liggja skýringar m.a. í áhrifum af styttingu vinnuvikunnar á mælda hækkun tímakaups og launaþróunartryggingu, sem áður hafði verið samið um á opinberum markaði. Þetta kemur fram í vorskýrslu kjaratölfræðinefndar, sem er sam- starfsvettvangur heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga. Skýrslan var kynnt í gær en í henni er fjallað um samningalotuna sem hófst árið 2019 og um þróun efna- hagsmála og launa á þessu tímabili. Fram kemur að mánaðarlaun karla eru í flestum tilvikum hærri en kvenna, nema innan Kennara- sambandsins þar sem laun kvenna eru að meðaltali hærri. Laun kvenna hafa þó að jafnaði hækkað meira en karla og þannig hefur dregið úr launamun kynjanna á tímabilinu. Lægri laun hækkað mest Á þessu tímabili hafa laun hækk- að almennt um 15,3% og kaup- máttur yfir allan vinnumarkaðinn jókst um 10%. Flókið er að bera saman tölur um launaþróun og benti Edda Rós Karlsdóttir, formaður nefndarinnar, á það á kynning- arfundi í gær að meðaltölin lýstu óvenjulitlu um þessar mundir því á bak við stæði svo breiður hópur sem býr við mjög ólíkar aðstæður ekki síst vegna stóraukins atvinnuleysis á tímum veirufaraldursins og margir hafa einnig misst yfirvinnuna. Áhersla á að lægri laun hækki hlutfallslega meira en hærri laun var eitt af meginmarkmiðum lífs- kjarasamninganna og var samið um sömu krónutöluhækkanir fyrir alla, auk sérstakra hækkana launataxta. Launaþróunin fram í janúar sl. sýnir að þetta hefur gengið eftir því pró- sentuhækkanir lægri launa hafa hækkað hlutfallslega meira en hærri launin. 14 til 29 prósenta hækkanir Fram kemur að grunntímakaup hækkaði mest meðal félagsmanna aðildarfélaga ASÍ og BSRB á op- inberum markaði. „Innan ASÍ og BSRB er þróunin sú sama; pró- sentuhækkunin er að jafnaði minnst á almenna markaðnum og mest hjá Reykjavíkurborg og er það í sam- ræmi við launastig viðkomandi hópa. Innan allra heildarsamtaka er hækkunin minnst á almenna mark- aðnum. Hækkunin er mest hjá Reykjavíkurborg nema hjá BHM og KÍ þar sem hækkunin er mest hjá sveitarfélögunum,“ segir þar. Birtur er samanburður á meðal- tölum mánaðarlauna eftir heildar- samtökum og mörkuðum og mældar prósentubreytingar á tímakaupi. „Það sem er athyglisvert að sjá er að hækkanirnar voru á bilinu 14% til tæp 29% á þessu 22 mánaða tímabili og það er greinilegt og kemur skýrt fram að krónutölubreytingin olli því að þeir sem voru með hæstu launin innan hverra samtaka eru að fá lægstu hækkanirnar í prósentum talið og þeir sem eru með lægstu launin eru þá að fá mest. Þetta er mest áberandi hjá sveitarfélögum og Reykjavíkurborg,“ sagði Edda Rós. Stytting vinnutímans hefur í mörgum tilvikum áhrif á launa- vísitöluna sem ígildi launahækkunar og vegna hækkunar á grunntíma- kaupi þar sem færri vinnustundir eru þá að baki mánaðarlaunum. Út- færslan er mjög ólík eftir mörkuðum og félögum. Þar sem vinnutíminn hefur verið styttur umfram niður- fellingu neysluhléa fækkar greidd- um stundum sem standa að baki óbreyttum mánaðarlaunum. Mæld laun á hverja greidda stund hækka því í samanburðinum. Fram kom í máli Margrétar K. Indriðadóttur hjá Hagstofu Íslands um áhrif styttingarinnar á laun að frá mars 2019 til janúar 2021 hækk- aði launavísitalan um 15,3% en met- in hækkun áhrifa styttingar vinnu- tímans er 14,1% þannig að launavísitalan er 1,2 prósentustigum hærri en ella vegna styttingar vinnutímans. Almenni vinnumark- aðurinn hefur hækkað um 14% og er rúmu einu prósentustigi hærri vegna styttingar vinnutímans, hjá ríkisstarfsmönnum var hækkunin um 14,8% og er hún 1,3 prósentu- stigum hærri en ella vegna stytt- ingar vinnuvikunnar. Hækkunin meðal starfsmanna sveitarfélaga er 1,6 prósentustigum hærri en ella væri vegna styttingar vinnutímans og alls 21,8%. Í dag er talið að stytting vinnuvik- unnar hafi náð til tæplega helmings ríkisstarfsmanna og rúmlega helm- ings starfsmanna sveitarfélaga. Innflytjendur með lægri laun Sjónum er sérstaklega beint að launum innflytjenda í skýrslunni og kemur fram að grunnlaun innflytj- enda voru að meðaltali lægri í öllum hópum við upphaf samnings- tímabilsins í mars 2019 en hækkuðu meira í öllum hópum nema hjá BHM og fór launamunur þannig almennt minnkandi. Innflytjendur voru um 16% fólks á vinnumarkaðinum í október sl. Auk þess sem grunnlaun innflytj- enda eru lægri en annarra í öllum hópum eru regluleg laun þeirra, þ.e.a.s. greidd mánaðarlaun fyrir umsaminn vinnutíma í dagvinnu eða vaktavinnu, það einnig. 320 samningar í höfn, 20 ólokið Frá upphafi samningalotunnar í mars 2019 og fram í miðjan apríl á þessu ári höfðu 320 kjarasamningar verið endurnýjaðir í yfirstandandi kjaralotu og 20 var ólokið, þannig að áætlaður fjöldi samninga í lotunni allri er 340. Í rammagrein í skýrslunni er fjallað um aðkomu ríkissáttasemjara að kjaradeilum í samningalotunni sem staðið hefur yfir í rúm tvö ár. Þar kemur fram að á tímabilinu hef- ur 90 kjaradeilum verið vísað til sáttameðferðar, þar af hafa náðst samningar í 78 málum, vegna 166 kjarasamninga, en 12 mál voru enn í sáttameðferð hjá embættinu í gær. Að baki liggja um 460 formlegir sáttafundir með aðkomu ríkis- sáttasemjara og að auki hafa um 120 samningafundir verið haldnir í hús- næði embættisins í kjaradeilum, þótt þeim hafi ekki verið vísað til sáttameðferðar. Í heildina var kjaradeilum vísað til sáttasemjara í rúmlega helmingi tilvika í yfirstandandi samningalotu. Til samanburðar eru gerðir um 400 samningar í Noregi og 125 þeirra vísað til norska ríkissáttasemjarans. Fjöldi samninga og sáttamála er því áþekkur á Íslandi og í Noregi þótt norski vinnumarkaðurinn sé fimm- tán sinnum fjölmennari en á Íslandi. Í Svíþjóð er vinnumarkaðurinn 30 sinnum stærri en á Íslandi en þar var 35 kjaradeilum vísað til sátta- meðferðar í síðustu samningalotu. Meiri hækkanir en áætlað var - Mánaðarlaun karla í flestum tilvikum hærri en kvenna skv. nýrri úttekt kjaratölfræðinefndar - Fjöldi kjaradeilna í sáttameðferð svipaður og á fimmtán sinnum stærri vinnumarkaði í Noregi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við störf Í skýrslunni segir að þótt kaupmáttur tímakaups mælist hár hafi kaupmáttur þeirra sem misst hafa vinnuna minnkað um tugi prósenta. 464 513 537 707 543 688 672 775 489 589 605 659 Kjarasamningar og launaþróun Hækkun grunntímakaups frá mars 2019 til janúar 2021, fyrir hluta- og fullt starf Regluleg laun fyrir fullt starf í janúar 2021, þúsundir kr. Fjöldi kjarasamninga frá hlið stéttarfélaga 30% 20% 10% 0% 800 600 400 200 0 ASÍ-SGS ASÍ-LÍV ASÍ-iðn BHM BSRB KÍ Heimild: Kjaratölfræðinefnd, vorskýrsla 2021 Almenni Ríki Sveitarf. Reykjavík ASÍ Almenni Ríki Sveitarf. Reykjavík BHM Almenni Ríki Sveitarf. Reykjavík BSRB Ríki Sveitarf. Reykjavík KÍ 15,5% 19,0% 25,2% 28,6% 15,1% 20,7% 18,7% 18,7% 19,1% 23,6% 24,9% 9,2% 16,1% 15,5% Fjöldi samninga ASÍ, 146 BSRB, 53 BHM, 62 KÍ, 14 Utan heildar- samtaka,45 46% 17% 4% 19% 14% Alls 320 samningar 13,7% Launavísitala, 15,5% „Nákvæm greinargerð um síðustu kjarasamningalotu er að mínu mati einna merkilegasta framlag þess- arar skýrslu. Þessi og aðrar kjara- lotur sem reglulega ganga yfir land- ið eru afar umfangsmiklar og fyrir- ferðarmiklar í opinberri umræðu,“ segir Hannes G. Sigurðsson, ráðgjafi stjórnar og framkvæmdastjórnar SA og einn skýrsluhöfunda. Hann tekur sem dæmi að í yfir- standandi samningalotu hafi fyrstu stefnumarkandi samningarnir verið undirritaðir í apríl 2019. Viðræður höfðu þá staðið yfir í sex mánuði. Þessi kjaralota stendur raunar enn því ólokið er endurnýjun nokkurra kjarasamninga. „Kjaralotur á Íslandi eru mjög langar og flóknar í samanburði við önnur lönd. Í skýrslunni er dregin upp skýrari mynd en áður hefur birst af helstu vinnumörkuðum og aðilum þeirra og þeim mikla fjölda kjarasamninga sem þar eru gerð- ir,“ segir Hannes. Í fyrsta sinn sé framkvæmd taln- ing á fjölda und- irritaðra samn- inga og til hve margra launa- manna þeir nái og þessar upplýs- ingar flokkaðar eftir vinnumörkuðum, samtökum launafólks og viðsemjendum. „Helsta niðurstaðan er sú að und- irritaðir og samþykktir kjarasamn- ingar voru 320 á þessu tímabili sem spannar tvö ár, frá apríl 2019 til mars 2021,“ segir Hannes. „Fjöldi samningsaðila og samn- inga gerir samningakerfið mjög flókið og skortur á samstöðu veldur því að ferlið tekur langan tíma og ekki eru neinar ýkjur að segja að stöðugar umræður um kjaramál tröllríði íslenska samfélaginu, ólíkt því sem gerist í öðrum löndum. Samningarnir og hóparnir eru svo margir, hagsmunir þeirra ólíkir og ósamrýmanlegir, þannig að tog- streita um launastefnu og launa- hlutföll milli stétta verður viðvar- andi, tekur aldrei enda. Samningakerfið er einnig svo sér- kennilegt að gerðir eru kjarasamn- ingar fyrir mjög smáa hópa, allt niður í einn til tvo starfsmenn, og væntanlega lítið rætt um þjóðhags- leg markmið við endurnýjun þeirra. Óumdeilt er að Ísland eigi óskorað heimsmet í fjölda kjara- samninga og stéttarfélaga miðað við höfðatölu. Því fer ekki fjarri að fjöldi kjarasamninga sé svipaður á Íslandi og annars staðar á Norður- löndum þar sem íbúar eru 15 til 30 sinnum fleiri,“ segir Hannes. karitas@mbl.is Kortlagningin mikilvægt skref Hannes G. Sigurðsson Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsl a Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.