Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Faglegar heildarlausnir – allt á einum stað. Samkeppnishæf verð. Með tilheyrandi verkefnum, háþrýsti- og gluggaþvotti, þrifum á bílakjöllurum, hreingerningum og viðhaldi gólfa. VORIÐ ER KOMIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Staðan er óbreytt. Það hafa engin viðbrögð komið frá heilbrigðisráðu- neytinu önnur en þau að skipa Hall- dór Guðmundsson í eins manns nefnd til að skila skýrslu í ágúst um það hvernig öldrunarþjónusta á Íslandi eigi að vera til framtíðar. Mér finnst það stórfurðu- legt,“ segir Gísli Páll Pálsson, for- stjóri Grundar- heimilanna og for- maður Samtaka fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu (SFV). Hann varð spurður um stöðu mála í kjölfar skýrslu verkefn- isstjórnar sem ráðherra skipaði til að greina rekstr- arkostnað hjúkrunarheimila. Verkefnishópurinn sem starfaði undir forystu Gylfa Magnússonar prófessors komst að þeirri niðurstöðu að halli af rekstri hjúkrunar- heimilanna í landinu var á árunum 2017 til 2019 samtals 3,5 milljarðar, án meðgjafar sveitarfélaganna, eða rúmur milljarður á ári. Daggjöld þeirra sem voru rekin með halla árið 2019 hefðu þurft að hækka að meðal- tali um 6,3%, eða kostnaður að lækka samsvarandi, til þess að endar hefðu náðst saman. Gísli Páll getur þess að Gylfi Magnússon hafi komið með þau skýru skilaboð inn á fund velferð- arnefndar Alþingis í vikunni, fund sem þeir báðir mættu á, að bæta þurfi verulegum fjármunum í rekstur hjúkrunarheimila ef ekki eigi illa að fara. Fram hafi komið í máli allra nefndarmanna sem til máls tóku að það þyrfti að bæta inn í daggjalda- grunn heimilanna. Ekki hafi verið ágreiningur um það. „Heilbrigðisráðherra drepur mál- inu á dreif með því að svara ekki lykil- spurningunni sem er hvort og þá hversu miklu hún vill bæta inn í grunninn. Ráðherra hefur einnig bor- ið fyrir sig að fjárlög ársins hafi verið afgreidd frá Alþingi og ekki sé hægt að breyta þeim. Ég vil benda á að fjárlögum var breytt fimm sinnum með fjáraukalögum á Alþingi í fyrra. Þetta eru því rök sem við tökum ekki gild,“ segir Gísli Páll. Aukin útgjöld ófjármögnuð Miklar breytingar hafa orðið á for- sendum rekstrar hjúkrunarheimila á síðustu árum, ekki síst vegna launa- hækkana, og framundan er stór- hækkun útgjalda vegna styttingar vinnuviku vaktavinnufólks sem sam- ið hefur verið um í kjarasamningum. „Þessi kostnaður er ófjármagnaður eins og fjármálaráðuneytið hefur staðfest við SFV. Sjúkratryggingar vísa á heilbrigðisráðuneytið sem svarar engu.“ Gísli Páll segir að staða heimilanna sé misjafnlega þröng. Sum séu komin í alvarlega stöðu á meðan önnur stefni í þá stöðu. Aðeins 13% heim- ilanna höfðu tekjur fyrir útgjöldum á árinu 2019. Segir Gísli að mismun- andi skýringar kunni að vera á því sem ekki hafi komið fram. Hugs- anlega minni mönnun eða minni þjónusta. Hægt sé að vanrækja við- hald húseigna og spara þannig út- gjöld tímabundið en það hefni sín síðar. Hann segir að stytting vinnuviku vaktavinnufólks hafi í för með sér mörg hundruð milljóna króna útgjöld sem bætist við hallann sem fyrir er vegna of lágra daggjalda. Ef ekki fá- ist fljótt leiðréttingar vegna þess fari flest fyrirtækin í þrot í byrjun sum- ars. Treysta skynsemi ráðherra Spurður að því hvað stjórnendur heimilanna geti gert, segir Gísli Páll: „Það er ekki margt. Við verðum að treysta á skynsemi ráðherra heil- brigðismála og fjármála. Fjármála- ráðuneytið hefur staðfest að ekki sé gert ráð fyrir auknum útgjöldum vegna vaktavinnu í daggjöldum heimilanna en enginn virðist taka ábyrgð á því.“ Enginn tekur ábyrgð á vandanum - Formaður SFV segir að engin viðbrögð hafi komið frá stjórnvöldum vegna Gylfaskýrslu um halla hjúkrunarheimilanna - Heimilin í þrot í byrjun sumars ef ekki fást bætur vegna vinnutímastyttingar Morgunblaðið/Eggert Eir - hjúkrunarheimili Enn ríkir óvissa um það hvernig rekstur hjúkrunarheimila verður tryggður. Heimilin eru mörg rekin með halla og nú um þessi mánaðamót bætist við kostnaður vegna styttingar vinnuviku vaktavinnufólks. Gísli Páll Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.