Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 52
Á miðvikudaginn var, 28. apríl, var
öld liðin frá fæðingu séra Guð-
mundar Sveinssonar, sem var skóla-
stjóri Samvinnuskólans á Bifröst á
árunum 1955 til 1974. Þá kom út
bókin Nemandi minn…! en með
henni vilja fyrrverandi nemendur og
aðrir velunnarar skólans þakka Guð-
mundi fyrir hans mikla framlag í
skólastarfinu á Bifröst, eins og segir
í formála Hrafns
Magnússonar að
bókinni. Að út-
gáfunni standa
Hollvinasamtök
Háskólans á Bif-
röst og Sam-
vinnuskólans.
Fær Lilja Dögg
Alfreðsdóttir,
mennta- og
menningarmálaráðherra, fyrsta ein-
tak bókarinnar afhent við athöfn í
dag.
Þegar sú hugmynd fæddist að
minnast séra Guðmundar við þessi
tímamót var fyrst og fremst stefnt
að því að gefa út skólaslitaræður
hans, sem voru að sögn Hrafns mjög
vandaðar að allri gerð og hugsun,
enda gaf Guðmundur sér drjúgan
tíma við samningu þeirra. Þegar
betur var að gáð þótti ekki síður
áhugavert að birta viðtöl við hann og
konu hans Guðlaugu Einarsdóttur
um tilurð skólans á Bifröst og þá
starfsemi sem þar fór fram. Eins er
að finna í bókinni áhugaverða grein
eftir Steinþór Guðbjartsson tengda-
son Guðmundar. Meðal annars efnis
í bókinni er til að mynda skólaslita-
ræða eftir séra Svein Víking og fjöl-
margar myndir úr skólastarfinu
ásamt skólaspjöldum Bifrastarár-
anna, samtals 18 brautskráningar.
Skemmtilegur lærifaðir
Hrafn segir að árin sem Guð-
mundur Sveinsson var skólastjóri
Samvinnuskólans hafi oft verið köll-
uð „Bifrastarævintýrið“. „Kannski
má líkja Bifrastarævintýrinu við vel-
heppnaða tónleika,“ bætir hann við í
formála bókarinnar, „þar sem Guð-
mundur heldur á tónsprotanum en
nemendur og starfsfólk skólans
skipa hljómsveitina. Samhljómur
hljómsveitarinnar hrífur áhorfendur
með sér. Ekki aðeins einu sinni,
heldur í nærfellt tvo áratugi undir
styrkri stjórn séra Guðmundar
Sveinssonar.“
Ásamt Hrafni voru í útgáfunefnd
bókarinnar þeir Reynir Ingibjarts-
son, rithöfundur og félagsmála-
frömuður, og Þórir Páll Guðjónsson,
sem ásamt Herði Haraldssyni eiga
lengstan starfsaldur sem kennarar á
Bifröst.
Hrafn var fyrst nemandi hjá Guð-
mundi á Bifröst og síðan kennari við
skólann í fimm ár. Hann þekkir því
mjög vel til skólans og starfa Guð-
mundar. „Hann var geysilega mikill
skólamaður og hugsaði mikið um
þau mál. Hann tók líka að sér að
vera fyrsti skólastjóri Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti sem var fyrsti
fjölbrautaskólinn hér á landi. Guð-
mundur var líka geysilega skemmti-
legur kennari og lærifaðir, mjög fjöl-
fróður á ýmsum sviðum,“ segir
Hrafn.
Hann ítrekar að þann tíma sem
Guðmundur stýrði skólanum megi
kalla Bifrastarævintýrið en starf-
semin var lífleg og blómleg. „Þetta
var viðskiptaskóli, með ströng og
erfið inntökupróf þegar ég var í
skólanum, en þá voru bara tveir
verslunarskólar á landinu. Þar fyrir
utan var skólinn líka félagsmálaskóli
og sem dæmi get ég nefnt að sam-
tímis mér í skólanum voru þrír nem-
endur sem áttu eftir að verða ráð-
herrar, Halldór Ásgrímsson,
Guðmundur Bjarnason og Jón
Kristjánsson. Margir nemendanna
urðu tengdir félagsmálum og fé-
lagsstörfum.“
Hrafn segir markmiðið með útgáf-
unni að minnast Guðmundar og
þessara góðu tíma, með margvíslegu
efni. „Meginuppistaðan í bókinni eru
skólaslitaræður Guðmundar en hann
gaf sér góðan tíma í að semja þær,
oft tvo til þrjá daga, og vandaði sig
mikið. En margt annað efni í bókinni
er ekki síður forvitnilegt.“ efi@mbl.is
„Hann var geysilega
mikill skólamaður“
- Guðmundar Sveinssonar skólastjóra á Bifröst minnst
Skólastjórinn Í bókinni Nemandi minn…! eru til að mynda skólaslitaræður
séra Guðmundar Sveinssonar skólastjóra, auk ýmissa greina og mynda.
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021
T
oymachine ætlaði að taka
upp þessa fyrstu breið-
skífu sína fyrir 20 árum.
Eftir að upp úr sauð í kjöl-
far tónleikaferðar til útlanda lagði
rokksveitin upp laupana og ekkert
varð af útgáfunni.
Hljómsveitin var talin ein bjart-
asta vonin í íslensku neðanjarðar-
senunni á sínum tíma og rokkaði í
anda nu-metal-
sveita á borð við
Korn, Limp Biz-
kit og Deftones,
auk þess sem hin
kröftuga System
of a Down var
áhrifavaldur.
Kasta má Rage Against the Mach-
ine þarna í púkkið líka.
Eftir að liðsmenn fóru hver í sína
áttina gerði söngvarinn Jens Ólafs-
son garðinn frægan í Brain Police á
meðan trommarinn Baldvin Z sneri
sér að leikstjórn með góðum
árangri (Lof mér að falla).
Þrátt fyrir að tveir áratugir séu
liðnir síðan Toymachine var og hét
og tónlistarlandslagið hafi breyst
sem því nemur ákváðu þeir Jens,
Baldvin, Atli Hergeirsson og Krist-
ján Örnólfsson að ljúka við það sem
þeir byrjuðu á, sem er virðingar-
vert og í raun til mikillar eftir-
breytni. Aldrei er gott að hætta við
hálfunnið verk.
Platan byrjar á laginu „Toymach-
ine 2020“ sem er ferskari og betri
útgáfa af laginu „Toymachine“ af
stuttskífu sveitarinnar sem kom út
árið 2000. Fínn rokkari þar sem eini
afinn í hópnum, Jenni, öskrar af öll-
um lífs og sálar kröftum, rétt eins
og hann gerir hvað eftir annað á
plötunni. Fínir hlutir finnast annars
staðar, eins og í tryllingslegu titil-
laginu, í „Sell Out“ þar sem rólegur
lokakaflinn gerir mikið fyrir lagið
og „I Dońt Care“ þar sem Jenni er
sem fyrr í aðalhlutverki.
Seinni hluti plötunnar er ekki
eins áhugaverður ef undan er skilið
lokalagið „Powder“. Þar er á ferð-
inni þungur og kröftugur loka-
hnykkur þar sem Jenni þenur radd-
böndin sem aldrei fyrr a la Zack de
la Rocha. Afa-r vel gert!
Royal Inbreed virkar kannski
best sem nostalgíuplata fyrir ákveð-
inn aldurshóp. Hægt væri að líta á
hana sem virðingarvott við fyrr-
nefndar rokksveitir, svo augljós eru
áhrifin víðast hvar, en um leið er
hún ákveðið uppgjör bandsins við
fortíðina sem hefði getað orðið
bjartari ef hlutirnir hefðu gengið
upp. Spilamennskan er þétt,
ástríðan mikil og þeir félagar kunna
enn þá að rokka, svo mikið er víst.
Kannski þessi plata veiti fleiri
gömlum rokksveitum innblástur til
að telja í á nýjan leik. Það veitir
ekki af.
Toymachine „Spilamennskan er þétt, ástríðan mikil og þeir félagar kunna
enn þá að rokka, svo mikið er víst,“ skrifar gagnrýnandi um plötuna.
Uppgjör
við fortíðina
Rokk
Toymachine – Royal Inbreed
bbbnn
Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Toy-
machine. Hljómsveitina skipa Jens
Ólafsson, Baldvin Z, Atli Hergeirsson og
Kristján Örnólfsson. Tekin upp í Stúdíói
hljóðverki í Reykjavík. Útgáfuár 2021.
FREYR
BJARNASON
TÓNLIST
Á tónleikum Íslenskra strengja,
Corona & Söknuður, í tónleikaröð-
inni Sígildir sunnudagar í Norður-
ljósasal Hörpu á morgun, sunnu-
dag, klukkan 16, verða flutt
tónverk eftir þrjú íslensk tónskáld.
Um er að ræða verkin Corona eftir
Hrólf Sæmundsson, en um frum-
flutning er að ræða, Söknuð eftir
Kristínu Lárusdóttur og Elegy eft-
ir John Speight.
Flytjendur á tónleikunum eru
Ármann Helgason á klarínett,
Kristín Lárusdóttir kvæðakona og
Hrólfur Sæmundsson baritónsöngv-
ari auk Íslenskra strengja en kons-
ertmeistari er Chrissie Guðmunds-
dóttir og hljómsveitarstjóri Ólöf
Sigursveinsdóttir. Ólöf er jafnframt
listrænn stjórnandi hópsins sem
var stofnaður árið 2017. Hópurinn
hefur á tónleikum sínum varpað
ljósi á stærri og smærri strengja-
verk, bæði innlend og erlend, eftir
ólík tónskáld eins og Peteris Vasks,
Mammiko Dís Ragnarsdóttur,
Hjálmar H. Ragnarsson, Birgit
Djupedal, Gustav Mahler, Svetlana
Veschagina og Högna Egilsson. Ís-
lenska strengi skipa atvinnu-
hljóðfæraleikarar sem hittast nú
aftur eftir rúmlega árs hlé. Tón-
leikunum var frestað fyrir ári en
verða nú loksins haldnir, eftir að
hafa verið frestað ítrekað af völd-
um veirunnar.
Á tónleikunum verður hugað að
sóttvörnum eins og vera ber.
Corona og Söknuður
Íslenskra strengja
Morgunblaðið/Eggert
Tónskáld Frumflutt verður nýtt
verk eftir Hrólf Sæmundsson.
Gestur í Louvre-safninu virðir fyrir sér hið flennistóra
og fræga málverk hins nýklassíska meistara Jacques
Louis David sem sýnir krýningu Napóleons Bonaparte
sem keisara en hann má sjá hér krýna Josephine keis-
araynju. Í Frakklandi verður þess minnst í næstu viku
að 5. maí verða 200 ár frá dauða keisarans.
AFP
Kíkt á keisara hvers ártíð nálgast