Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
M
ánaðamót apríl og maí gefa tilefni til að rifja upp vísuna um að
ap., jún., sept., nóv. hafa þrjátíu daga hver en hinir mánuðirnir
kjósa sér einn til, nema febrúar sem ber sína tvenna fjórtán ef
ekki er hlaupár. Febrúar var raunar um skeið síðasti mánuður
ársins að tímatali Rómverja og mars sá fyrsti en ekki hinn þriðji eins og nú.
Fyrir vikið geyma heitin september, október, nóvember og desember í sér
latnesku töluorðin septem, octo, novem, decem, þ.e. sjö, átta, níu, tíu.
Marsmánuður, Martius
mensis eða mensis Martius,
var kenndur við orrustuguð
Rómverja. Eftir honum var
einnig nefnd reikistjarnan
Mars sem við erum nú óðum
að kynnast betur en nokkur
önnur kynslóð hefur getað
gert fyrr í mannkynssögunni.
Latneska eignarfallið af nafn-
inu Mars er Martis. Þekkt eru
dæmi þess að stúlkum sem
fæðast í marsmánuði hafi því
verið gefið nafnið Marta. Í
dönsku er mánaðarheitið ritað
marts sem sýnir tengsl við t-ið
í rót orðsins. Í íslensku var rit-
að marz áður en við lögðum
niður þann sið að rita z.
Heiti vikudaga og mánaða
skal rita með litlum upphafs-
staf í íslensku: fimmtudagur,
týsdagur, júní, ágúst, þorri. Í
ensku gilda aðrar reglur (Tu-
esday, June). Eins og dæmin
sýna má Týr þola það að dag-
urinn sem við hann var kennd-
ur ber lítinn upphafsstaf í ís-
lensku ritmáli, rétt eins og
marsmánuður hefst á litlu m-i
í íslensku, dönsku og víðar
þrátt fyrir guðlegan uppruna
mánaðarheitisins og tengslin við reikistjörnuna rauðu.
Mánaðarheitin janúar, febrúar o.s.frv. eru karlkynsnafnorð eins og sjá má
þegar lýsingarorð vísa til þeirra: apríl var mildur, ágúst var vætusamur.
Helsta sérkenni þessara nafnorða er að ekki tíðkast að hafa beygingarend-
ingar á þeim: um miðjan apríl, frá miðjum apríl, til loka apríl. Raunar þekkt-
ist eignarfalls-s í eldra máli. Í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls er þessi
athugasemd við öll mánaðarheitin nema mars: „Eignarfallsmyndin [janúars
o.s.frv.] finnst í 19. aldar textum. Í nútímamáli er hefðin sú að hafa mán-
aðarheitið endingarlaust í eignarfalli.“
Stundum notum við samsetningar með –mánuður og tölum um að áætl-
unarferðir hefjist í lok maímánaðar eða að þingið sitji ekki meginhluta jan-
úarmánaðar. Þannig mætti svo sem hugsa sér að venjulegu mánaðarheitin
(apríl, maí …) væru einhvers konar styttingar en í raun og veru eru þau al-
veg sjálfstæðar einingar í orðaforðanum.
Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég hér um orðið hraun og gat um mismun-
andi merkingu orðsins fyrr og síðar; það hafi verið notað í norrænu fyrir
landnám um klappir, steina og grjót, en eldvirknin hérlendis hafi kallað á víð-
ari merkingu, um eldbrunnið grjót og hraunkviku. Vegna plássleysis fór ég
hratt yfir sögu um daginn en geri nú bragarbót og tek fram að orðið hraun
hefur hérlendis einnig verið haft um stórgrýtisurð, framhrun í hömrum,
ósléttar klappir og hrjóstrugt og grýtt land.
Við mánaðamót
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
ari.pall.kristinsson@arnastofnun.is
Í gær, hinn 30. apríl 2021, voruþrjátíu ár frá því, að Davíð Odds-
son myndaði sína fyrstu ríkisstjórn.
Hann átti eftir að verða forsætisráð-
herra í nær fjórtán ár, lengst allra
manna, jafnt samfellt og samtals.
Enginn vafi er á því, að þá urðu tíma-
mót í Íslandssögunni, þótt margt
væri eftir það í rökréttu framhaldi af
því, sem áður hafði áunnist.
Stefna Davíðs var einföld og tví-
þætt. Í fyrsta lagi vildi hann færa ís-
lenska hagkerfið nær því, sem stóð í
grannríkjunum, en hér voru enn
margvísleg höft í gildi. Þetta tókst
vonum framar. Árið 1991 var at-
vinnufrelsi samkvæmt alþjóðlegum
mælingum minnst á Íslandi allra
Norðurlandaþjóða, en árið 2004 var
það mest.
Í öðru lagi vildi Davíð færa völd og
fjármagn úr höndum ríkisins, emb-
ættismanna og atvinnustjórnmála-
manna, í hendur almennings, skatt-
greiðenda, neytenda og fjárfesta.
Þetta tókst með skattalækkunum og
sölu ríkisfyrirtækja. Skattalækk-
anirnar höfðu ekki í för með sér lægri
tekjur ríkissjóðs, því að skattstofnar
stækkuðu. Lítil sneið af stórri köku
getur verið stærri en stór sneið af lít-
illi köku. Sala ríkisfyrirtækja fól í
sér, að fjármagnið varð virkt í stað
þess að vera dautt. Hinir nýju eig-
endur gátu lagt niður fyrirtæki, sam-
einað þau öðrum, hlutað þau í sundur
eða rekið þau áfram eftir efnum og
ástæðum. Áður höfðu þessi fyrirtæki
lotið sama lögmáli og kampavínið:
þegar illa gengur, þarftu þess með;
þegar vel gengur, verðskuldarðu
það. Tap var talið sýna, að meiri
framlaga væri þörf. Gróði var talinn
sýna, að meiri framlög væru skyn-
samleg. Ekki var hreyft við neinu,
allt gert eins og áður.
Sumir hafa bankahrunið 2008 til
marks um, að stefnan hafi brugðist.
Þessu er þveröfugt farið. Eins og ég
sýndi fram á í skýrslu fyrir fjár-
málaráðuneytið fyrir nokkrum árum,
féllu íslensku bankarnir, af því að
þeir fengu ekki þá lausafjárfyr-
irgreiðslu frá seðlabönkum stærri
landa, sem bjargaði til dæmis
Danske Bank í Danmörku, RBS í
Skotlandi og UBS í Sviss, en án
hennar hefðu þessir bankar og fleiri
fallið. Íslenskt atvinnulíf var þó ekki
lengi að ná sér eftir áfallið. „Varðar
mest til allra orða, undirstaðan sé
réttleg fundin,“ orti Eysteinn Ás-
grímsson í Lilju. Ástæðan til þess, að
vel gekk, er, að undirstaðan, sem
lögð var 1991-2004, var traust. Hún
var réttleg fundin.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Undirstaðan
réttleg fundin
Í
dag er 1. maí, hátíðisdagur verkalýðsins, og þótt
aðstæður leyfi ekki venjubundin hátíðahöld ber að
sýna þessum degi fulla virðingu. Myndun verka-
lýðsfélaganna var eitt stærsta skref sem stigið var
til jafnræðis á Vesturlöndum.
Og þótt hátíðahöld falli niður að verulegu leyti er ljóst
að málefni launþega verða í brennidepli þjóðfélags-
umræðna í aðdraganda kosninga. Atvinnuleysi er nú
meira en elztu menn muna og hugmyndir flokkanna um
viðbrögð við því hljóta að setja svip sinn á kosningabar-
áttuna.
Gömlu verkalýðsflokkarnir eru horfnir af sjónarsvið-
inu og hafa fundið sér önnur áhugamál. Eftir standa
Flokkur fólksins og Inga Sæland og Sósíalistaflokkur
Gunnars Smára sem koma fram sem málsvarar laun-
þega.
Verkalýðsfélögin þurfa að endurnýja sig. Það gera þau
bezt með því að efla félagsstarf sitt og auka virkni fé-
lagsmanna. Öflug verkalýðshreyfing er forsenda fyrir
jafnræði í samfélaginu.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í merkilegu við-
tali við Stundina, að Íslandi sé að
miklu leyti stjórnað af hagsmuna-
samtökum. Það er of mikið til í því
og það sem meira er, það hefur farið
versnandi síðustu áratugi.
Það er margt sem veldur því. Ein ástæðan er sú, að
hagsmunasamtökin hafa tekið upp ný vinnubrögð. Önn-
ur er að sumir stjórnmálamenn hafa orðið hallari undir
slík samtök en áður var. Þess vegna skiptir máli, að
verkalýðsfélögin taki upp ný og áhrifameiri vinnubrögð.
Fyrir hálfri öld hefði jafn mikið atvinnuleysi og nú er
kallað fram kröfugöngur og útifundi. Nú halda verka-
lýðsfélögin hvorki útifundi né félagsfundi að ráði. Þau
halda að sér höndum. Kannski telja þau það líklegra til
árangurs en það er hæpið.
Verkalýðshreyfingin hefur líka misst þau pólitísku
áhrif sem hún hafði og jafnvel innan Sjálfstæðisflokks-
ins. Þegar það hefur gerzt samhliða framgangi hags-
munasamtaka atvinnulífsins og hagsmunavarða þeirra
er ljóst að komin er upp ójöfn staða.
Mat Ásgeirs Jónssonar á stöðu hagsmunasamtakanna
kallar á miklar umræður á Alþingi. Hver er skýringin á
því að þingið hefur misst frá sér völdin sem það hefur
samkvæmt stjórnarskránni að mati manns í lykilstöðu?
Eru það stjórnmálaflokkarnir sem bera mesta ábyrgð á
því? Það er erfitt að komast að annarri niðurstöðu.
Verkalýðshreyfingin er afl sem getur átt þátt í að
breyta þessari stöðu og hún á að beita því. Kannski skilja
stjórnmálaflokkarnir ekki annað.
Það mundi verða ákveðin lexía fyrir flokkana ef þeir
stæðu frammi fyrir því að eitt aðalmál kosninganna yrði
þessi spurning; hvort þeir hefðu sjálfir glutrað niður
valdi kjörinna fulltrúa með meðvirkni sinni gagnvart
hagsmunasamtökum. Að þeir væru eins konar strengja-
brúður.
En jafnframt er sú skoðun, að það kunni að hafa gerzt,
enn ein rök fyrir beinu lýðræði. Að kjörnir fulltrúar sýni
slíkan aumingjaskap kallar beinlínis á að fólkið í landinu
taki völdin til sín.
Sú var tíðin að verkalýðsforingjarnir voru leiðtogar
sem mark var tekið á. Hugsanlega reynir á það á næstu
mánuðum hvort slíkir foringjar eru enn innan verkalýðs-
félaganna. Svo getur auðvitað verið að þeir séu líka orðn-
ir meðvirkir. Þá er staða samfélagsins
orðin enn alvarlegri.
Vísbendingar um að samfélagið sé
komið á villigötur eru orðnar of marg-
ar. Eðlilegast væri að hreyfingin til að
ráða bót á því yrði til innan flokkanna sjálfra. En það er
sjálfsagt liðin tíð að búast megi við því.
Nýir stjórnmálaflokkar hafa engu breytt, að minnsta
kosti ekki hingað til.
Kjarni málsins er þó sá að umræður þurfa að fara
fram á Alþingi í tilefni af ummælum seðlabankastjóra.
Þá kemur í ljós hvert viðhorf flokkanna er og þingið er
hinn eðlilegi vettvangur fyrir þær umræður.
Það er líka æskilegt að þær fari fram innan flokkanna.
Ef vonir um að aðstæður skapist til þess í sumar bregð-
ast er hægt að efna til fjarfunda á þeirra vegum. Verka-
lýðsfélögin sjálf eiga líka að ræða öll þessi mál á sínum
vettvangi.
Sjálfstæðisflokkurinn mundi styrkja stöðu sína veru-
lega ef hann setti þessi málefni á dagskrá landsfundar í
hvaða formi sem hann verður haldinn, sem væntanlega
verður fyrir kosningar.
Hlutverki verkalýðshreyfingarinnar í þjóðfélags-
málum er ekki lokið og lýkur aldrei. Það tekur breyt-
ingum en það breytist ekki að þar eru á ferð hagsmuna-
samtök stórs hluta þjóðarinnar.
Eigi hagsmunasamtök að taka við hlutverki Alþingis
verða þau tilteknu hagsmunasamtök líka að koma við
sögu.
Hátíðisdagur verkalýðsins
Eru flokkarnir strengja-
brúður hagsmunaafla?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is