Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 50
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Útgáfan er hugsuð sem kynning á
þessum hluta tónleika Bjarkar,“
segir Þorgerður Ingólfsdóttir um
diskinn Come And Be Joyful sem
One Little Independent Records gaf
nýverið út og hefur að geyma upp-
tökur í flutningi Hamrahlíðarkórs-
ins undir stjórn Þorgerðar. Disk-
urinn er gefinn út í Bretlandi og því
er allt kynningarefnið á ensku, en
allir söngtextar eru birtir á frum-
málinu og í enskri þýðingu.
„Á þessum diski er aðeins ís-
lenska tónlistin sem við fluttum í því
sem ég kýs að kalla forspil við
Cornucopia-tónleika Bjarkar,“ segir
Þorgerður og þar vísar til átta tón-
leika sem haldnir voru í New York
við formlega opnun The Shed lista-
miðstöðvarinnar sumarið 2019 sem
og átta tónleika í Norður-Evrópu
um haustið sama ár.
„Undir lok ferðarinnar í New
York kom Derek Birkett, umboðs-
maður Bjarkar, sem á útgáfufyrir-
tækið One Little Independent
Records, að máli við mig og falaðist
eftir því að við myndum hljóðrita
þetta efni,“ segir Þorgerður og rifj-
ar upp að þátttaka Hamrahlíðar-
kórsins undir hennar stjórn í tón-
leikasýningu Bjarkar hafi verið
stórkostleg upplifun fyrir allan hóp-
inn.
Auðvitað ákveðin áhætta
„Björk bað okkur bæði um að
vera með í sýningu sinni og sjá um
upphitun. Oftast er upphitunin í
sama geira og aðalnúmerið, en
þarna komum við og fluttum eitt-
hvað allt annað. Þetta var auðvitað
ákveðin áhætta. Þegar ljósin komu
upp á sviðinu stóðu þar 52 ungir ís-
lenskir kórsöngvarar í þjóðbún-
ingum og sungu „Ísland, farsælda
frón“ með trompetum. Ég held að
áheyrendur hafi alltaf orðið alveg
forviða þar sem þeir bjuggust jú við
að Björk tæki á móti þeim á sviðinu.
Það var svo stórkostlegt hvernig
krakkarnir kveiktu á públikum,“
segir Þorgerður og rifjar upp að
Björk hafi verið með ákveðnar óskir
um lagaval. „Að hennar ósk sungum
við því á öllum tónleikunum „Vísur
Vatnsenda-Rósu“ í útsetningu Jóns
Ásgeirssonar. Auk þess sungum við
tvö lög eftir Björk sem voru sér-
staklega útsett fyrir kórinn,“ segir
Þorgerður og vísar þar til „Sonnets/
Unrealities XI“ og „Cosmogony“
sem voru bæði sungin á ensku. „Allt
hitt fluttum við á íslensku. Þetta eru
raddsetningar á íslenskum þjóð-
lögum og tónsmíðar eftir mörg af
okkar mestu tónskáldum,“ segir
Þorgerður og nefnir í því samhengi
Jón Nordal, Jón Ásgeirsson, Atla
Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragn-
arsson og Hafliða Hallgrímsson.
Að sögn Þorgerðar gafst vegna
anna aðeins færi á að taka upp tvö
laganna fjórtán sem á disknum eru
sumarið 2019. „Þá um haustið fórum
við í mánaðarlangt tónleikaferðalag
með Björk. Þegar heim kom þurftum
við að æfa fyrir allan jólasönginn og
síðan fyrir Myrka músíkdaga. Svo
það var ekki hægt að byrja að hugsa
um upptökurnar fyrr en í febrúar
2020, en þá var kórónuveirufarald-
urinn brostinn á. Við náðum tveimur
upptökudögum í mars rétt áður en
öllu var skellt í lás hérlendis,“ segir
Þorgerður og tekur fram að þannig
hafi upptökunum lokið mjög snögg-
lega. „Við ætluðum okkur lengri tíma
í upptökurnar, en náðum að taka allt
upp enda voru þetta verk sem við
gjörþekktum og höfðum oft flutt
áður,“ segir Þorgerður og tekur fram
að auðvitað megi alltaf gera betur.
„Eitt af því sem hefur drifið mig
áfram í störfum mínum er að ég held
alltaf að það sé hægt að gera betur.
Þá er mikil gæfa að starfa með ungu
fólki. Þau eru alveg hreint ótrúleg,
áhugasöm, með mikið úthald og góð-
an vilja,“ segir Þorgerður.
Dýrmætur fjársjóður
Spurð hvort útgáfa disksins í Bret-
landi sé ekki góð leið til að kynna ís-
lenska tónlist erlendis svarar Þor-
gerður því játandi. „Í raun má segja
að líf mitt seinustu 50 árin hafi snúist
um að gera veg íslenskrar kór-
tónlistar sem mestan og bestan. Kór-
verkin sem samin hafa verið fyrir
mig og kórana mína telja yfir hundr-
að,“ segir Þorgerður, sem að jafnaði
hefur farið með kór sinn í tónleika-
ferðir að minnsta kosti einu sinni á
ári til þess að kynna íslenska tónlist á
erlendri grundu. „Söngfólkið mitt og
nemendur sem ég hef starfað með í
gegnum árin eru mjög dýrmætur
fjársjóður.“
Hamrahlíðarkórinn undir stjórn
Þorgerðar tók nýverið þátt í upptöku
fyrir sjónvarpsþáttaröðina Katla sem
Baltasar Kormákur leikstýrir fyrir
streymisveituna Netflix, en tónlistina
samdi Högni Egilsson. „Vegna kór-
ónuveirufaraldursins þurftum við
tvisvar að fresta upptöku, en urðum
að ljúka fyrir tiltekinn dag í apríl.
Vegna samkomutakmarkana náðum
við aðeins að æfa saman allur kórinn
nýtt efni í tvo daga áður en upptökur
urðu að fara fram, en höfðum fram að
því aðeins getað æft í tíu manna hóp-
um. Það þýddi að Högni þurfti að
endurhugsa hluta þeirrar tónlistar
sem hann hafði samið fyrir kórinn og
útfæra með öðrum hætti. Ég hef
aldrei á ævinni verið í slíkri hrað-
suðu, en elsku unga fólkið mitt lagði
sig ótrúlega fallega fram. Við vorum
öll ansi mikið á tánum, en Högni og
Bergur Þórisson upptökustjóri segja
mér að þetta hafi gengið upp og upp-
takan er farin út,“ segir Þorgerður
og tekur fram að spennandi verði að
sjá og heyra þegar búið verði að setja
tónlistina við myndefni þáttanna.
Dáist að úthaldi og þrautseigju
Sem kunnugt er hefur Þorgerður
látið formlega af störfum sem stjórn-
andi Kórs Menntaskólans við
Hamrahlíð, en stjórnar enn
Hamrahlíðarkórnum. „Maðurinn
minn er skáld og hann segir að skáld
fari aldrei á eftirlaun. Ég held að það
sama gildi fyrir tónlistarfólk. Tónlist-
in er stór hluti af mínum innsta
kjarna og fer aldrei frá mér. Í þeim
skilningi fer ég aldrei á eftirlaun
heldur sinni listinni eftir fremsta
megni það sem ég á eftir ólifað. Síð-
ustu mánuðir hafa einkennst af sí-
endurtekinni biðstöð. Þannig höfum
við tíu sinnum þurft að setja öll
áform á pásu um óákveðinn tíma,“
segir Þorgerður og rifjar upp að tón-
leikum Bjarkar hérlendis með kórn-
um hafi ítrekað verið frestað.
„Hamrahlíðarkórinn átti að halda
tónleika með Björk núna í apríl, en
þeim hefur verið frestað fram í sept-
ember. Vonandi gengur það eftir.
Þetta er ótrúlega skrýtið ástand, en
ég dáist að úthaldi og þrautseigju
allra á þessum tímum,“ segir Þor-
gerður og tekur fram að það sé ávallt
áskorun að skipuleggja ný verkefni.
„Ég hef mikið að vera þakklát fyrir,
enda hef ég fengið að lifa langt og
ríkt líf þar sem ég nýt þess enn að fá
að takast á við margvísleg ævintýri.
Og ævintýrunum lýkur aldrei þegar
maður á músíkina og skáldskapinn
að vinum.“
Ljósmyndir/Santiago Felipe
Forspil Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri ásamt Hamrahlíðarkórnum á tónleikasviðinu í New York.
„Ævintýrunum lýkur aldrei“
- Come And Be Joyful nefnist nýr diskur með flutningi Hamrahlíðarkórsins undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur - Kórinn tók nýverið upp tónlist eftir Högna Egilsson fyrir Netflix-þættina Kötlu
Glöð „Ég hef mikið að vera þakklát fyrir,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir.
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021
Tónlistarfólkið Tómas
Welding og ELVA, þ.e.
Elva Bjartey Aðal-
steinsdóttir, fengu í
vikunni afhenta platínu-
plötu frá útgáfufélaginu
Öldu Music fyrir 10
milljón streymi á Spot-
ify á laginu „Lifeline“.
Áður höfðu þau fengið
gull- og platínuplötur
sem Félag hljómplötu-
framleiðanda veitir sem
virðingarvott fyrir
framúrskarandi sölu á
plötum, segir í tilkynn-
ingu og að nú þegar
neysla á tónlist hafi
tekið breytingum
undanfarin ár hafi Öldu
Music þótt viðeigandi
að aðlaga þetta með til-
liti til streymisveitna.
Spilanir á laginu eru nú
orðnar mun fleiri eða
yfir 12 milljónir á
Spotify.
Lagið sömdu Tómas
og Elva með Pálma
Ragnari Ásgeirssyni
sem einnig stýrði upp-
tökum á því.
Ljósmynd/Valgerður Árnadóttir
Platína Elva Bjartey Aðalsteinsdóttir, Tómas Welding og Sölvi Blöndal, framkvæmda-
stjóri Öldu Music, með platínuplöturnar fyrir streymið á laginu „Lifeline“ .
Tíu milljónir streyma á „Lifeline“
Perluuppboð stendur nú yfir á vef
Gallerís Foldar og eru boðin upp
fjölbreytileg myndverk eftir lista-
menn ólíkra kynslóða, verk sem
alla jafna færu á hefðbundið upp-
boð í sal en í ljósi gildandi sam-
komutakmarkana verða verkin ein-
göngu boðin upp á netinu. Verkin
má skoða og bjóða í á vefnum upp-
bod.is. Verkin eru líka sýnd í gall-
eríinu við Rauðarárstíg fram að
uppboðinu sem verður á miðviku-
daginn kemur, 5. maí, klukkan 19.
Í tilkynningu frá Gallerí Fold
segir að mörg úrvalsverk verði boð-
in upp, „má þar nefna stórt olíu-
verk eftir Karl Kvaran, fallega
gvassmynd eftir sama höfund og
gvassmynd eftir Jóhannes Jóhann-
esson. Tvær fjörumyndir eftir
Kristján Davíðsson og góð verk eft-
ir marga þekktustu listamenn
landsins, s.s. Ásgrím Jónsson, Kjar-
val, Louisu Matthíasdóttur, Jón
Stefánsson, Gunnlaug Blöndal,
Erró, Tryggva Ólafsson og Braga
Ásgeirsson.
Af fágætum verkum má nefna
geometríu eftir Eyborgu Guð-
mundsdóttur og akrýlmálverk eftir
Diether Roth, en slík verk reka
sjaldan á fjörur okkar.“ Einnig
verður til t.a.m. boðinn upp skúlp-
túr eftir Dieter og Björn Roth og
nokkuð er af skúlptúrum á uppboð-
inu, meðal annars eftir Sigurjón
Ólafsson, Hallstein Sigurðsson og
Aðalheiði Eysteinsdóttur. Loks má
nefna stórmerkilegt landakort, Is-
landia. Kortið er frá 16. öld og eign-
að Abraham Ortelius.
Fjölbreytileg verk á
perluuppboði Foldar
Ein perlanna Akrýlmálverk eftir
Dieter Roth er boðið upp.