Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 Verðbólgan hér á landi er orðinof mikil. Hún fer vonandi ekki úr böndum, en verðbólgumæling- arnar þarf að taka alvarlega. Ým- islegt hefur áhrif til hækkunar, en það er líka ýmislegt sem hefur áhrif til lækkunar. Við venjulegar að- stæður ætti núver- andi ástand í efna- hagsmálum, sem orsakaðist af kórónuveiru- faraldrinum, að draga úr verðbólgu. Samdráttartími er almennt ekki verð- bólgutími. - - - Hér hefur þaðengu að síður gerst að í miðjum heimsfaraldri – þeim skæðasta í manna minnum – lætur verðbólgu- draugurinn á sér kræla. - - - Hver skyldi vera skýringin áþeirri ógæfu ofan á hina? - - - Þó að heimsfaraldurinn sé eðlimáls samkvæmt utanaðkom- andi vandi sem Íslendingar höfðu ekkert með að gera, þá er verðbólg- an sjálfskaparvíti. - - - Hér á landi gerðist það að ásama tíma og atvinnulífið glímdi við margvíslegan vanda fóru forystumenn úr verkalýðshreyfing- unni fram af miklu offorsi og óbil- girni og þvinguðu fram launahækk- anir sem voru algerlega úr takti við það sem atvinnulífið gat ráðið við. - - - Seðlabankastjóri hefur bent á aðhagsmunaaðilar hér á landi hafi stundum of mikil áhrif „sem séu landinu ekki til heilla“. Vart er til skýrara dæmi um það en fyrr- greindar þvingunaraðgerðir. Sólveig Anna Jónsdóttir Orsakir verðbólgunnar STAKSTEINAR Ragnar Þór Ingólfsson Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 28,7% í nýrri skoðanakönnun sem MMR gerði á fylgi við stjórnmála- flokkana. Er þetta tæplega sex pró- sentustigum hærra en mældist í síð- ustu könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka sem var gerð í byrjun apríl. Fylgi Vinstri grænna jókst um tæp þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mældist nú 12,9% en fylgi Framsóknarflokks minnkaði um eitt prósentustig og mældist nú 10,5%. Fylgi Samfylkingar minnkaði um rúm fjögur prósentustig niður í 11,3% og fylgi Pírata um tæp fjögur prósentustig og mældist nú 9,6%. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands jókst um tvö prósentustig og mæld- ist nú 6% en fylgi Miðflokksins minnkaði um rúmt prósentustig og mældist nú 5,8%. 56% styðja ríkisstjórn Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 56,2% og jókst um tæp- lega fjögur prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 52,5%, að því er kemur fram í til- kynningu frá MMR. Samanlagður stuðningur við rík- isstjórnarflokkana er minni, en þó yfir helmingi eða 52,1%. Sé fylgi flokkanna umreiknað yfir í þingsæti (með fyrirvara um mis- mikið fylgi í kjördæmum) halda stjórnarflokkarnir velli með 36 þing- sæti; Sjálfstæðisflokkur fengi 20 þingmenn, Vinstri græn 6 og Fram- sókn 7. Samfylking fengi 7 þing- menn, en Píratar og Viðreisn 6 hvor, Flokkur fólksins félli af þingi, en Sósíalistar kæmu inn með 4 þing- menn, líkt og Miðflokkurinn. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst - Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið samkvæmt nýrri könnun MMR Um 109.000 manns hafa nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu- efni gegn Covid-19 en það er um 37,5% af þeim hópi sem á að bólu- setja hérlendis. Er þar með öðru markmiði ríkisstjórnarinnar náð í samhengi við afléttingaráætlun sem gerir ráð fyrir því að 20 til 200 manns geti komið saman í byrjun maímánaðar. Gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir, sem gerir ráð fyrir 20 manna samkomubanni, gildir til 5. maí næstkomandi. Sótt- varnalæknir hefur sagst stefna að því að skila tillögum um áframhald- andi aðgerðir um helgina. Stór bólusetningarvika er fram undan. Áætlað er að bólusett verði með 20.000 til 30.000 skömmtum dagana 3.-7. maí. Fimm greindust með kórónuveir- una innanlands á fimmtudag. Þeir voru allir í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum. Stór vika að baki en enn stærri fram undan - Nú hafa um 109.000 manns fengið sprautu Hlutfall bólusettra eftir aldri* Óbólusettir Bólusetning hafin Fullbólusettir *Uppfært 30. apríl Heimild: Covid.is 16-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára 70-79 ára 80-89 ára 90+ ára Óbólusettir 90% 87% 81% 61% 14% 5% 2,5% 2,4% Bólusetning hafin 8% 9% 14% 33% 73% 55% 1,5% 0,2% Fullbólusettir 2,8% 4,1% 5% 6% 13% 40% 96% 97% Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.