Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. L 206 cm Áklæði ct. 70 Verð 639.000,- L 206 cm Leður ct. 15 Verð 789.000,- STAN Model 3035 rafmagn Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Fjölskyldur í Ísrael hófust handa í gær við að jarðsetja þá sem biðu bana á trúarhátíð strangtrúaðra gyðinga, Lag B’Omer, nálægt Me- ronfjalli í fyrrinótt. Að minnsta kosti 45 manns týndu lífi er þeir tróðust undir í mikilli örtröð í götu- sundi er gestir sóttu fram að graf- hýsi gyðingaprestsins Shimon Bar Yochai. Leyfi var veitt fyrir jarðarför fórnarlamba sem kennsl höfðu verið borin á. Benjamin Netanyahu for- sætisráðherra heimsótti vettvang slyssins hörmulega. Hét hann því að opinber rannsókn færi fram á slys- inu sem er eitt hið mannskæðasta í Ísrael á friðartímum. Sagði hann að koma yrði í veg fyrir að ógæfa sem þessi endurtæki sig aftur á hinni næturlöngu hátíð. Maður sem komst lífs af og kvaðst heita David sagði Ynet- fréttastöðinni að tilfinningin hefði verið eins og alda fólks hefði brotn- að. „Líkamar okkar sópuðust með og flutu um á eigin forsendum. Sumir köstuðust í loft upp, aðrir urðu undir og krömdust á grundu niðri,“ sagði hann. Læknar áttu í erfiðleikum með að ná til slasaðra í glundroðanum sem fylgdi í kjölfarið. Talið er að hinir látnu hafi yf- irhöfuð verið karlmenn og drengir því slysið varð aðallega í þeim hluta hátíðarsvæðisins sem helgað var körlum. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Ísrael á morgun, sunnudag. Á hátíðarsvæðinu voru nokkrar samkomur utanhúss og milli þeirra gátu gestir gengið um net húsa- sunda og göngustíga. Það var á ein- um þessara stíga sem troðningurinn hófst um klukkan eitt að nóttu að staðartíma í Ísrael í fyrrinótt. Sumir sjónarvottar sögðu upphaf troðningsins hafa orðið er lögregla gerði tilraun til að loka húsasundinu sem sagt var aðeins þrír metrar milli veggja. Hefur blaðið Haaretz eftir sjónarvottum að nokkrir gesta hafi runnið á tröppum og það hafi leitt til keðjuverkunar með falli nokkurra tuga gesta til viðbótar. Fékkst sú fullyrðing ekki staðfest af opinberri hálfu í gær. Slasaður maður sem lá á sjúkra- börum sagði að hópur fólks sem stóð framan fólksflóðið frá göngun- um hefði einfaldlega fallið til jarðar og troðist undir. „Það mynduðust píramídar fólks sem lá hvað ofan á öðru,“ sagði maðurinn við Reuters- fréttastofuna. „Ég var á annarri hæð hrúgunnar. Fólk neðst í kösinni sá ég deyja beint fyrir augum mín- um,“ bætti hann við. Sjónarvottar héldu því fram að girðingar lögreglu hefðu komið í veg fyrir að fólk gæti farið af svæðinu þar sem kösin var mest. Ríkisendurskoðun Ísraels sem gegnir opinberu eftirliti varaði við hættu á hörmungum á þessum stað bæði 2008 og 2011. Sérstaklega sköpuðu aðstreymisvegir og húsa- sund mikla hættu „en þeir eru mjóir og ekki viðeigandi til að taka við hundruðum þúsunda manna sem heimsækja svæðið á Meonfjalli,“ hafði New York Times eftir stofn- uninni. Þúsundum lögreglumanna var stefnt á vettvang og lokuðu þeir honum að fullu eftir troðninginn og hjálpuðu við að koma gestum af svæðinu og heim til sín. Við rannsókn hörmunganna verð- ur sérstaklega skoðað hvort lögregl- unni hafi orðið á mistök í tengslum við hátíðina. Lögreglustjóri héraðs- ins, Shimon Lavi, tjáði fjölmiðlum að hann tæki á sig ábyrgð á því hvernig fór og kvaðst ekki óttast fyrirhugaða rannsókn. Menn hans hefðu gert allt sem þeir mögulega gátu „hörmungarnóttina“. Netanyahu heitir opinberri rannsókn - 45 manns tróðust undir og létust á trúarhátíð strangtrú- aðra gyðinga, Lag B’Omer, nálægt Meronfjalli í fyrrinótt AFP Sorg Strangtrúaðir gyðingar hófu strax í gær að bera fórnarlömb troðn- ingsins á Meronfjalli til grafar í Jerúsalem. Rannsókn hefur verið boðuð. Ný rannsókn fyrir Alþjóðagjald- eyrisvarasjóðinn (IMF) staðfestir það sem margar konur vissu; mæð- ur öxluðu mest af þeirri þjáningu og þeim efnahagslegu afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur leitt yfir þjóðir heims. „Í heimi atvinnulífsins hafa kon- ur með ung börn á framfæri sínu verið meðal helstu fórnarlamba,“ sagði MFI-stjórinn Kristalina Georgieva um rannsókn hagfræð- inga sjóðsins. Skoðuðu þeir reynslu mæðra í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Spáni. Leiddi hún í ljós að það væri „þýðingarmikið“ að auka stuðning við konur, sagði Georgieva. Það þýðir að setja þarf opnun skóla í forgang, styðja þarf konur betur fjárhagslega til kaupa á brýn- um þörfum og til endurmenntunar vegna þess að ýmsar atvinnugrein- ar þeirra hafa gufað upp. Í skýrslunni segir að meðal allra vinnandi manna í Bandaríkjunum hafi konur orðið harðar úti af völd- um faraldursins. Aftur á móti var þessu öfugt farið í Bretlandi en til- tölulega jöfn skipting var milli karla og kvenna á Spáni hvað þjáningar af völdum faraldursins varðar. „Þrátt fyrir mismuninn áttu öll löndin þrjú það sameiginlegt að mæður ungra barna hefðu tekið út meiri þjáningar af völdum lokunar samfélaganna og aðgerða sem í því fólust,“ sagði Georgieva. Aukið atvinnuleysi kvenna „Með lokun skóla og fjarnámi gengu margar mæður sem báru hit- ann og þungann af barnauppeldi og heimilisstörfum fyrir faraldurinn úr starfi eða minnkuðu við sig vinnu til að axla þá ábyrgð sína,“ bætti hún við. Í opinberum skýrslum í Banda- ríkjunum segir að tvær milljónir kvenna um og yfir tvítugu hafi geng- ið úr mannaflanum vegna faraldurs- ins. Atvinnuleysi meðal þeirra hafi verið 5,7% í nýliðnum marsmánuði samanborið við 3,1% í febrúar í fyrra, 2020. agas@mbl.is Mæður báru hita og þunga sársaukans AFP Umönnun Læknar leiðbeina ungum kólumbískum konum um umönnun barna sinna á tímum kórónuveiru. Slitnað hefur upp úr viðræðum Norðmanna og Breta um gagnkvæm fiskveiðiréttindi á þessu ári. „Báðir aðilar urðu sammála um að slíta við- ræðunum,“ sagði í tilkynningu stjórnarinnar í Ósló. „Brexit-samkomulagið hefur tví- mælalaust skapað nýjar áskoranir fyrir norska fiskvinnslu. En að ná samningum við Breta um veiðisvæði og skipti á aflaheimildum í ár hefur reynst afar torsótt,“ sagði sjávar- útvegsráðherrann Odd Emil Inge- brigtsen. Þetta þýðir sem stendur að norsk- ir sjómenn sækja ekki lengur á bresk fiskimið. Sömuleiðis sigla breskir stallbræður þeirra ekki eftir afla í norska lögsögu í ár. Í marsmánuði náðu Evrópusam- bandið (ESB), Bretland og Noregur þríhliða samningi, hinum fyrsta eftir að Brexit varð að veruleika, um heildarafla í Norðursjó. Í millitíðinni sömdu Norðmenn og ESB um veiðar og kvóta en bæði ESB og Norðmenn áttu það eftir gagnvart Bretum. Þar sem málamiðlun tókst ekki við bresk yfirvöld fyrir frest sem gefinn var til marsloka samþykkti ESB að gefa út bráðabirgðakvóta til júlíloka á veiði- slóð sem sambandið deilir með Bret- um. Vaxandi spennu gætir í evrópsk- um strandhéruðum vegna seinlætis Breta við útgáfu aflaheimilda til ein- stakra fiskiskipa í bresku lögsög- unni. Breska stjórnin hefur svikið sjó- menn „átakanlega“ með því að semja ekki við Norðmenn, segir Jane Sandell, framkvæmdastjóri Landssambands veiða og vinnslu í Bretlandi. Bresk fiskiskip hafi ekki aðgang að veiðisvæðum Noregs upp undir Íshafi. Úrsögn Breta úr ESB þýðir að þeir eiga ekki lengur aðild að sam- eiginlegri fiskveiðistefnu sambands- ins og semja því beint við Norðmenn um fiskveiðar. Stjórn Boris John- sons sagðist hafa boðið sanngjarna samninga. Leiðtogi Verkamanna- flokksins, Keir Starmer, sagði í gær að forsætisráðherrann hefði svikið sjávarútvegsbæina. Hagsmunaaðilar í Noregi eru ósáttir við niðurstöðuna. „Nauðsyn var að fá útskýringar og forsendur rammasamnings út árið 2021. Við höfðum vonast eftir góðu samstarfi við Breta um veiðistjórnunina og út- deilingu úr sameiginlegum veiði- stofnum en höfum gengið úr skugga um að það var óvinnandi,“ segir Audun Maråk, framkvæmdastjóri sjómannasamtakanna Fiskebåt, á heimasíðu samtakanna. agas@mbl.is AFP Bátar í höfn Höfnin í Le Guilvinec í Frakklandi. Dæmigerð mynd frá höfnum á meginlandi Evrópu vegna ófrágenginna fiskveiðisamninga eftir Brexit. Kvótaviðræður fóru út um þúfur - Reiði bæði í Bretlandi og Noregi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.