Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það er ekki daglegt brauð að sjá hús í Slippnum í Reykjavík. En í vikunni var viðlega dráttar- og lóðsbáta Faxaflóahafna dregin á land. Þetta er gert á 3-4 ára fresti, að sögn Gísla Jóhanns Hallssonar yfirhafnsögu- manns. Framkvæmt er reglubundið viðhald á prammanum, botnmálning, zinkun og annað tilfallandi viðhald. Viðlegan er staðsett í Austurhöfn- inni fyrir framan hin nýju glæsihús á Hafnartorgi. Er þetta eitt örfárra fljótandi húsa á Íslandi. „Viðlegan heitir Móði og var í gamla daga keypt af Reykjavíkur- höfn og var búin bómu til hífinga, m.a. á spennum úr skipum, en þeir fóru í Búrfellsvirkjun á sínum tíma,“ segir Gísli Jóhann. Bóman var svo tekin af þegar hætt var að nota Móða til hífinga og síðar var hann útbúinn sem viðlega fyrir dráttarbátana. „Í fyrstu var sett á hann lítið hús þar sem geymdur var ýmis bún- aður fyrir bátana og því festist við hann nafnið Sléttan (tilvísun í Húsið á sléttunni) sem er enn notað þrátt fyrir að pramminn heiti Móði í skipa- skrá, þar sem hann er skráður.“ Gísli segir að fyrir nokkrum ár- um hafi verið skipt um hús og komið fyrir stærra húsi en áður. „Við létum klæða dekkið upp á nýtt en þörf var á að fá stærri hirslur undir ýmislegt sem tilheyrir rekstri bátanna. Þar er einnig lítil skrifstofuaðstaða auk geymslu fyrir vinnufatnað og sér rýmis fyrir ýmis efni sem haldið er aðgreindum frá öðrum,“ segir Gísli. Húsið á slétt- unni í slipp Morgunblaðið/sisi Hús í slippnum Pramminn Móði er í reglubundnu viðhaldi. Í baksýn er varðskipið Týr sem nú er þar til viðgerða. - Reglubundið viðhald á Móða VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is TRAUST Í 80 ÁR Kr. 29.900 Voryfirhöfnina færðu í Laxdal Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Nýjar vörur Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vel hefur gengið að gangsetja fyrri ljósbogaofn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Fyrstu afurðirnar voru að koma úr ofninum í gær. PCC stöðvaði rekstur ljósboga- ofna kísilversins tímabundið á síð- asta ári til að gera endurbætur á reykhreinsivirki verksmiðjunnar og var meirihluta starfsfólks þá sagt upp störfum. Endurræsing frestaðist vegna erfiðra markaðsað- stæðna út af kórónuveiru- faraldrinum. Sjötíu starfsmenn ráðnir Hóf PCC endurráðningar fyrr á þessu ári. Í upphafi var 70 starfs- mönnum bætt við þá 50 sem fyrir voru og höfðu unnið að undirbún- ingi og endurbótum í verksmiðjunni á stöðvunartímabilinu. Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC Bakki Silicon, segir að ofninn sé nú að komast í stöðugan rekstur. Í framhaldinu verði farið að huga að gangsetningu seinni ljósboga- ofnsins. Markaður fyrir afurðir verksmiðjunnar hafi verið að þróast á jákvæðan hátt, líkt og álverð, að sögn Rúnars. Hann segir að þokka- lega hafi gengið að ráða starfsfólk en þó vanti fleiri iðnaðarmenn. Keðjuverkandi áhrif Aðalsteinn Árni Baldursson, for- maður Framsýnar – stéttarfélags, segir gleðilegt að PCC hafi verið að ráða mannskapinn að nýju. Jafn- framt sé gleðilegt að sama fólkið sé að koma til baka, að miklu leyti. Vel sé að málum staðið. Starfsfólkið gangi í gegnum þjálfun og mikið sé unnið að fræðslu. Segir Aðalsteinn að rekstrar- stöðvun kísilversins hafi haft keðju- verkandi áhrif í samfélaginu. Minna hafi verið að gera hjá undirverktök- um og ýmsum þjónustuaðilum og minni fyrirtæki þurft að fækka fólki af þeim sökum. Þá séu laun í verk- smiðjunni tiltölulega góð, miðað við það sem almennt gerist á vinnu- markaði, og það skili sér til sam- félagsins, sveitarfélagsins og ríkis- ins, þegar starfsemin er komin aftur af stað. Aðalsteinn segir að Húsavík hafi fengið sinn skerf af atvinnuleysinu. Það birti yfir mönnum þegar PCC er komið í gang og sjávarútvegsfyr- irtækin og kjötvinnslur hafi staðið erfiðleikana af sér. Hins vegar sé ferðaþjónustan enn í erfiðleikum. Vonast hann til að athyglin sem Húsavík hefur fengið með Eurovisi- on-kvikmyndinni og tilnefningu Húsavíkur-lagsins til Óskarsverð- launa hjálpi til og Húsavík fyllist á ný af ferðafólki á næstu mánuðum. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Bakki Kísilver PCC er á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Þar er starfsemin smám saman að færast til fyrra horfs. Fyrri ljósbogaofninn er kominn í gang og verið að undirbúa gangsetningu seinni ofnsins. Kísilver PCC fram- leiðir málm á ný - Enn atvinnuleysi á Húsavík vegna erfiðleika ferðaþjónustu Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.