Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 53
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Ef tré fellur í skógi og enginn er ná- lægt, heyrist þá eitthvert hljóð? Já, fallandi trjám liggur margt á hjarta, og hljóðið berst úr órafjarlægð. Við erum einfaldlega ekki að hlusta.“ Með þessum orðum hefst tilkynn- ing um samsýninguna Fallandi trjám liggur margt á hjarta sem nú stendur yfir í galleríinu Kling & Bang í Mar- shallhúsinu og lýkur 9. maí. Sýn- endur eru Josephine van Schendel, Þórey Björk Halldórsdóttir, Bára Bjarnadóttir, Dýrfinna Benita Basal- an, Tabita Rezaire, Brokat Films, El- ín Margot og Tarek Lakhrissi. Sýn- ingarstjóri er Helena Aðalsteins- dóttir. Ólík sjónarhorn Á sýningunni er gestum boðið að ferðast til útópískra heima þar sem ástin ræður ríkjum, eins og það er orðað í tilkynningu og að kynnast sameiginlegum skilningi milli manna og náttúru og auk þess fá tækifæri til að hlusta á þær raddir sem áður hafa verið þaggaðar niður. „Sögurnar sem móta heimssýn okkar eru enn þann dag í dag frá- sagnir feðraveldis. Femínískur vís- indaskáldskapur endurskrifar þessar frásagnir. Með því að veita framlagi kvenna og jaðarhópa aukið vægi vörpum við ljósi á fjölbreyttari við- horf til tilvistar okkar á jörðinni. Þannig gefum við ólíkum sjón- arhornum tækifæri til þess að hafa áhrif á mótun framtíðarinnar með til- liti til þarfa og hagsmuna minni- hlutahópa sem hafa hingað til ekki verið í forgrunni,“ segir um sýn- inguna. Nýjar reglur Helena er spurð nánar út í femín- íska vísindaskáldskapinn sem hún nefnir í tilkynningunni. „Hann á rætur sínar á níunda ára- tugnum, þá fór femínískur vísinda- skáldskapur að koma upp á yfirborð- ið með rithöfundum eins og Ursulu K. Le Guin og Octaviu E. Butler og fór svo meira inn í poppkúltúr og varð vinsæll. Ég dreg mikinn inn- blástur þaðan en í vísindaskáldskap getur skáldið búið til heima með öðruvísi valdastrúktúrum og þannig búið til pláss fyrir umræður ein- staklinga á jöfnum grundvelli. Í skáldskap er frelsi til að ímynda sér hvernig hlutirnir gætu verið öðru- vísi,“ svarar Helena. Slíkur skáld- skapur einkennist því af jafnrétti. Helena er beðin um að nefna dæmi um hvernig þessi femínismi birtist í verkunum á sýningunni. „Þetta birt- ist mjög skýrt í verki eftir Tarek Lakhrissi sem er fransk-arabískur listamaður. Í verkinu hans koma geimverur til jarðarinnar og stela öll- um forstjórum heimsins,“ segir Hel- ena. Með þessu sé valdapíramídanum snúið á hvolf og vinna hafin við að byggja nýjan heim þar sem óréttlæti og mismunun tilheyri fortíðinni. –Þú segir að þetta sé ferðalag til útópískra heima þar sem ástin ráði ríkjum? „Já, einmitt, það er skírskotun í ákveðið verk sem er tölvuleikur eftir tvær pólskar listakonur sem kalla sig Brokat Films. Leikurinn fjallar um leitina að sannri ást og í því felst ferðalag milli pláneta í þeirri leit. Þannig geta gestir tekið þátt,“ svarar Helena. Verkin eru unnin í ýmsa miðla, m.a. vídeó og skúlptúr, keramik og hljóð. „ „Það má sjá unnið í efni eins og stál, plast og leir. En aðallega eru listamennirnir að nota frásögnina sem efnivið og gervigreind, bjór, glimmer og köngulær koma einnig við sögu,“ segir Helena. Sem fyrr segir lýkur sýningunni 9. maí. Í leit að ást á öðrum plánetum - Fallandi trjám liggur margt á hjarta er samsýning þar sem ástin ræður ríkjum - Innblástur sóttur í femínískan vísindaskáldskap - Gervigreind, bjór, glimmer og köngulær koma við sögu Ljósmynd/Blair Alexander Sýningarstjóri Helena Aðalsteinsdóttir í Kling & Bang galleríi í Marshallhúsinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Litríkt Elín Margot er höfundur þessa verks sem nefnist „The end of me, the beginning of you“. Forvitnilegt „Dendrianthropic Bod- ies“ eftir Josephine Van Schendel. Draumstöð „Pitstop for a dream“ nefnist þetta listaverk eftir Björk Halldórsdóttur á sýningunni. MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Starfsmanna- myndatökur Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Förum eftir öllum sóttvarnartilmælum fyrir fyrirtæki og stofnanir Á öllum Norðurlöndunum er menn- ingargeirinn meðal þeirra geira sem yfirstandandi heimsfaraldur hefur bitnað hvað harðast á. Stuðn- ingsaðgerðir vegna kreppunnar hafa verið áþekkar í öllum lönd- unum og úrræðin þykja hafa virkað best á sviði tónlistar- og sviðslista, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Kulturanalys Norden sem unnin var samkvæmt beiðni frá norrænu ráðherranefndinni. Þar kemur einnig fram að um leið og tekjur hafa minnkað um helming hjá stórum hópum innan menning- argeirans hafi þó sumir hópar fundið fyrir efnahagslegum upp- gangi. Það á við netvanga þar sem kvikmyndum og tónlist er streymt, en einnig stafræna bóksölu. Í skýrslunni kemur fram að eng- ar skýrar vísbendingar eru um kerfislægan mun á því hver áhrif heimsfaraldursins hafi verið á menningargeira landanna þrátt fyrir að takmarkanir hafi verið mismunandi milli landa. Áhrif heimsfaraldursins á menningar- starfsemi eru þó veruleg, bæði til skemmri og lengri tíma litið. „Úrræði og stuðningspakkar vegna faraldursins hafa þótt heppnast nokkuð vel á Norður- löndum. Hins vegar veldur vanda í flestum löndunum að smærri að- ilum, aðallega þeim sem eru sjálf- stætt starfandi, nýtist ekki stuðn- ingurinn eins og æskilegt væri,“ segir Joakim Boström Elias, stjórn- andi Kulturanalys Norden. Úrræði og stuðningspakkar til handa þeim sem hlut eiga að máli hafa verið með nokkuð svipuðu sniði á öllum Norðurlöndunum. Heimsfaraldurinn kemur sér- staklega hart niður á þeim hluta menningarstarfsemi sem byggir á áhorfendum, svo sem tónleikum, sviðslistum og listsýningum. Á Norðurlöndunum þykir hafa tekist best til með úrræði og stuðnings- pakka fyrir tónlistar- og sviðslista- starfsemi en í heild hefur mesti stuðningurinn við menningarstefnu verið í Noregi og Danmörku. Kannanir í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi sýna að talsverður hluti þess fólks sem starfar í menningar- geiranum hefur hugleitt að skipta um starfsvettvang. Þá er hætt við að menningarframleiðsla verði þjóðbundnari. Á tónleikum Faraldurinn hefur komið hart niður á sviðslistum. Faraldurinn bitnar á menningunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.