Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 28
Stofnmælingar á þorski og ýsu 1985-2021 Stofnvísitala (lífmassi) þorsks í mars- og haustralli Stofnvísitala (lífmassi) ýsu í mars- og haustralli Útbreiðsla ýsu í marsralli árin 1985, 1995, 2010 og 2021 1985 1995 2010 2021 Heimild: Hafró BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is S tofnvísitala þorsks hefur lækkað frá hámarki áranna 2015-2017 og er nú svipuð og árin 2018-2019, samkvæmt niðurstöðum úr stofnmælingu botn- fiska á Íslandsmiðum, en það er einn- ig nefnt vor-, mars- eða togararall Hafrannsóknastofnunar. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávar- sviðs, segir að þó svo að vísitalan sé aðeins upp á við frá síðasta ári hafi hún síðustu fjögur ár verið nokkru lægri en árin þrjú þar á undan. Hann segist óttast að þessi þróun geti kom- ið fram í stofnmatinu, sem kynnt verður í byrjun sumars. Sýnd veiði en ekki gefin Í heildina segir Guðmundur þorskstofninn vera sterkan og ánægjulegt sé að árgangurinn frá síð- asta ári, og árgangurinn frá 2019, virðist vera sterkir. Þeir séu þó enn sýnd veiði en ekki gefin því fiskurinn komi ekki að ráði inn í veiðina fyrr en 5-6 ára gamall og ýmislegt geti komið upp á. Guðmundur segir að 2016- árgangurinn sé áberandi slakur og ekki sé mikils að vænta af honum. Ár- gangar þorsks 2014 og 2015 mælast nú yfir meðaltali í fjölda, og árgangar 2017 og 2018 eru undir eða nálægt meðaltali. Árgangar 2007-2012 mæld- ust allir yfir meðaltali í ár, að því er fram kemur í skýrslu um vorrallið. Í grein sem Guðmundur skrifaði í Morgunblaðið í vetur sagði meðal annars: „Vöxtur þorskstofnsins og aflaaukning á undanförnum árum hefur fyrst og fremst verið vegna þess að sókn hefur verið hófleg og ár- gangar endast lengur í stofninum. Nú má hins vegar segja að ákveðnu jafn- vægi sé náð miðað við þá nýliðun sem verið hefur á undanförnum árum. Það er því ekki að vænta aukningar á næstu árum á sömu forsendum held- ur má búast við einhverjum sveiflum í ráðgjöf ef missterkir árgangar ganga í gegnum veiðistofninn. Ef nýliðun heldur áfram að aukast mun það hins vegar leiða til aukningar í aflaheim- ildum.“ Líkt og síðustu ár fékkst góður afli af þorski allt í kringum landið, en þó fékkst minna en oft áður í köntunum út af Vestfjörðum og minna fékkst við norðanvert landið en undanfarin ár. Óvenjumikið fékkst af þorski við sunnanvert land- ið. Loðna var langmikilvægasta bráð þorsksins eins og ávallt á þessum árstíma og fannst í mögum þorsks allt í kringum landið, mest á grunn- slóð. Jafnt fyrir norðan og sunnan Stofnvísitala ýsu hefur farið hækkandi frá 2016. Vísitalan hækkaði verulega á árunum 2001-2005 í kjölfar góðrar nýliðunar og á sama tíma jókst útbreiðsla ýsu norður fyrir land. Í ár fékkst svipað magn af ýsu fyrir norðan og sunnan land. Árgangar ýsu frá 2019 og 2020 mælast mjög stórir og eru stærstu árgangar ýsu frá árinu 2004 ef miðað er við mælingar á eins og tveggja ára fiski. Guðmundur segir að góð nýliðun gefi vonir um stærri veiðistofn ýsu eftir 2-3 ár. Stofnvísitala ufsa hefur lækkað frá 2018 og er nú nálægt meðaltali. Vísitala gullkarfa í stofnmæl- ingunni fór hækkandi frá 2008 til 2016 og hefur haldist há síðan. Vorrall hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1985. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og togararnir Breki VE og Gullver NS, og alls um 100 starfsmenn, tóku þátt í verkefninu. Vísitala þorsks hefur gefið eftir síðustu ár 28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skuldahremm-ingarReykjavíkur- borgar halda áfram. Ársreikn- ingur borgarinnar fyrir árið 2020 var lagður fyrir borgarráð á fimmtudag. Þar kemur fram að afkoma borgarsjóðs var 15 milljörðum króna verri en áætl- að var og skuldir borgarinnar nema 386 milljörðum króna. Gert hafði verið ráð fyrir að rekstur samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar yrði 12 milljarða í plús, en hann reynd- ist vera 2,8 milljarða í mínus. Í frétt í Morgunblaðinu í gær er vitnað í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þar sem hann rekur þessa nið- urstöðu til heimsfaraldursins. Hann hafi haft mest áhrif á versnandi stöðu fjárhags Reykjavíkurborgar, áætlanir hefðu byggst á frekari aukningu tekna, sem ekki hafi skilað sér. Samdráttur í ferðaþjónustu hafi auk þess valdið miklu tekjufalli hjá Faxaflóahöfnum, Sorpu og jafnvel Strætó. Vitaskuld er alltaf hægt að finna útskýringar þegar hlut- irnir fara á annan veg en ætlað var. Fyrir rúmu ári barmaði meirihlutinn í borginni sér út af ferðamönnum. Þá hafði starfs- hópur hjá borginni komist að þeirri niðurstöðu að árið 2018 hefðu tekjur borgarinnar af er- lendum ferðamönnum verið 10,5 milljarðar króna, en kostnaður- inn vegna þeirra 18,7 milljarðar króna. Borgin hefði því orðið af 8,3 milljörðum vegna ferða- manna. Ef eitthvað er að marka þessa útreikninga hefði meirihlutinn nú átt að geta varpað öndinni léttar yfir því að komast hjá kostnaði upp á tæpa 19 millj- arða vegna ferðamannaleys- isins. Samkvæmt því hefði veir- an átt að færa borginni rúma átta milljarða króna með því að flæma burt ferðamennina. Þegar ferðamönnum er kennt um glundroðann í fjármálum borgarinnar bæði þegar þeir koma og þegar þeir halda sig fjarri eru skýringarnar orðnar ansi marklausar. Kórónuveiran hefur haft sín áhrif um allt samfélagið og ástæðulaust að gera lítið úr því. Sú hefur þó ekki verið raunin á öllum vígstöðvum og greindi Samband íslenskra sveitarfé- laga frá því í janúar að útsvar innheimt í staðgreiðslu á höf- uðborgarsvæðinu á tímabilinu frá febrúar til desember 2020 – sem sagt eftir að faraldurinn skall á – hefði verið 4% hærra en á sömu mánuðum árið á und- an. Þar var því ekki um tekjufall að ræða. Óreiðan í rekstri borgarinnar er eitt. Verri er hins vegar skuldasöfnunin. Hluta hennar má rekja til þess að gengi krón- unnar hefur fallið, en hún var orðin afleit áður en það kom til. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir í viðtali í Morg- unblaðinu í gær að fjárhagsstaða borgarinnar sé grafalvarleg og enn sígi á ógæfuhliðina. Til marks um það sé að í upphafi kjörtímabils hafi uppgreiðslu- tími skulda borgarinnar verið sex ár, en sé nú kominn í 12 ár þrátt fyrir stórauknar tekjur. Skuldirnar hafa hækkað um 41 milljarð króna frá síðasta ári. Bendir Eyþór á að þetta séu 3.400 milljónir á hverjum mánuði og 112 milljónir króna á dag. Víst er að skuldamælirinn hefur haldið áfram að tifa á þessu ári og spurning hvort rekstur borgarinnar sé sjálfbær eins og málum er komið. Sú spurning er ekki úr lausu lofti gripin. Í umsögn borgarinnar um frumvörp ríkisstjórnarinnar til að mæta áhrifum kórónu- veirufaraldursins í apríl í fyrra og ákalli um hjálp stóð eftirfar- andi: „Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtíma fjármögnunarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára. Þessa ósjálfbærni er ekki hægt að leysa með hækkun leyfilegrar skattlagningar eða þjónustu- gjalda eða með stórfelldum nið- urskurði í útgjöldum borg- arinnar sem varða að langmestu leyti leik- og grunnskóla og vel- ferðarþjónustu. Hefðbundnar aðferðir er ekki í boði.“ Þessi texti er frá borginni og er sárt ákall um hjálp. Þetta er ekki gæfuleg staða og hrollvekjandi að hugsa til þess að meirihlutinn sé staðráð- inn í að bæta gráu ofan á svart með svimandi lántökum vegna fyrirhugaðrar borgarlínu. Þetta er glannaleg hegðun og spurn- ing hvort hana megi rekja til þess að meirihlutinn telji sig í skjóli vegna þess að borgin sé of stór til að henni verði leyft að fara fram af nöfinni. Fjárfrekar tilraunir til þess að hvetja fólk til að taka strætó hafa mistekist hrapallega. Hug- myndirnar um borgarlínu eru byggðar á fullkominni ósk- hyggju og hefur ekki verið sýnt fram á neitt því til stuðnings að tilkoma hennar muni snar- breyta ferðavenjum í borginni. Þá fylgir því ekki aðeins kostnaður að koma borgarlín- unni upp, það þarf líka að reka hana og ekki hefur verið út- skýrt hvernig sveitarfélög, sem eiga í vandræðum með að reka almenningssamgöngur í núver- andi mynd, ætla að fara að því. En jafnvel þótt hugmyndin um borgarlínu væri frábær og allar líkur væru á að vagnar hennar færu um fullir af fólki og bílar hyrfu af götum væri glapræði að ráðast í gerð henn- ar undir núverandi kringum- stæðum vegna þess að það er einfaldlega ekki á skuldastöðu borgarinnar bætandi. Staðan í fjármálum Reykjavíkur er svört}Bágstödd borg N ámsmenn eru fjölbreyttur hóp- ur fólks. Aðstæður námsmanna eru ólíkar, fjölskylduhagir mis- munandi og atvinnutækifærin misjöfn. Sumir búa í foreldra- húsum á meðan aðrir leigja stúdentaíbúð eða á frjálsum markaði. Sumir hafa ágætar tekjur og traust bakland, en líklega eru þeir fleiri sem þurfa að horfa í eyrinn og neita sér um ýmislegt. Hlutverk stjórnvalda er að jafna þennan mun eins og kostur er og veita námsmönnum stuðning sem tekur mið af aðstæðum. Sumar ákvarðanir eru almennar, en aðrar miða að skilgreindum hópum, t.d. námsmönnum er- lendis sem fá staðaruppbót og fjölskyldufólki sem fær beinan fjárstuðning vegna fram- færslu barna. Nýjasta viðbótin við stuðnings- kerfi námsmanna var samþykkt á fundi ríkisstjórn- arinnar í gær, en hún heimilar Menntasjóði námsmanna að verja allt að hálfum milljarði króna í framfærsluauka til þeirra námsmanna sem þurfa mest á honum að halda. Ákvörðunin er liður í efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna Covid-19, en ljóst má vera að atvinnutækifæri sumra námsmanna eru takmörkuð vegna minni umsvifa í hagkerfinu. Ýmislegt bendir þó til að atvinnulífið sé að taka við sér, enda ganga bólusetningar vel og stefnt er að afléttingu samkomutakmarkana á næstu vikum. Vonir standa því til að allir áhugasamir námsmenn fái vinnu á komandi sumri og geti aflað sér tekna. Á þeim vettvangi mun ekki standa á hinu opinbera, því ríkisstjórnin hefur ákveðið að skapa þúsundir starfa fyrir námsmenn og verja 2,3 millj- örðum króna í launagreiðslur til þeirra sem ráðast í vinnu. Þá hefur Nýsköpunarsjóður námsmanna verið stækkaður vegna aðstæðna og styrkveitingar úr honum munu opna tæki- færi fyrir námsmenn með góðar hugmyndir og drifkraft til að framkvæma þær. Stuðningskerfi íslenskra námsmanna hefur gjörbreyst til batnaðar á kjörtímabilinu. Stuðningur við námsmenn er réttlátari og betri en áður og stofnun Menntasjóðs náms- manna markaði tímamót. Nú er höfuðstóll ís- lenskra námslána lækkaður við námslok og 30% skuldarinnar felld niður. Foreldrar í námi fá beinan stuðning vegna framfærslu barna, en áður var lánað til framfærslunnar og því var skuldastaðan við námslok umtals- vert verri en í núverandi kerfi. Þá hafa námsmenn meira svigrúm til að afla sér tekna, því frítekjumark þeirra hef- ur verið hækkað um 52% á undanförnum tveimur árum. Staða námsmanna er mér mjög hugleikin og ég mun áfram vinna að því að bæta hag þeirra og líðan. Í því sam- hengi er sérstakt fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi varið allt að 150 milljónum króna til geðheilbrigðisþjónustu í framhalds- og háskólum, en þörfin fyrir slíka þjónustu hefur aukist mjög. Þeim fjármunum er sannarlega vel varið, enda geðheilbrigði forsenda velgengni í leik og starfi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Enn meiri stuðningur við námsmenn Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Brislingur fékkst í fyrsta skipti í marsralli; alls 375 fiskar á 13 stöðvum við sunnan- og vest- anvert landið frá Meðallands- bug til Patreksfjarðarflóa. Brisl- ingur fannst fyrst við Ísland á 20 metra dýpi undan Eyjafjalla- sandi í grunnslóðarleiðangri Hafrannsóknastofnunar sum- arið 2017 og 25 fiskar fengust í haustralli 2020. Brislingur er fiskur af síldarætt og verður sjaldnast stærri en 16 senti- metrar. Magn ýmissa suðlægra teg- unda sem lítið eru nýttar, s.s. svartgómu, loðháfs, litlu brosmu og trjónuhala hefur aukist á síðustu árum, en á sama tíma hafa ýmsar kaldsjáv- artegundir gefið eftir á land- grunninu fyrir norðan, sam- kvæmt niðurstöðum rallsins. Fengu 375 brislinga Í FYRSTA SINN Í VORRALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.