Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 18
Tölvuteikning/Basalt Arkitektar Skógarböðin Starfsemin mun nýta allt það tæra heita vatn sem rennur úr Vaðlaheiðargöngum en það er um 61 sekúndulítri af 49,7° heitu vatni. Til þessa hefur það runnið óhindrað til sjávar. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Nú um helgina verður byrjað að sprengja fyrir sökkli nýs mann- virkis við rætur Vaðlaheiðar, aust- an megin í Eyjafirði. Þar er á ferð- inni Finnur Aðalbjörnsson jarðvinnuverktaki en hann hefur ásamt konu sinni, Sigríði Maríu Hammer, lagt út í stórtæka upp- byggingu á jörð sem þau festu kaup á í september í fyrra. Þar er ætlunin að opna svokölluð Skógar- böð hinn 11. febrúar næstkomandi. Spurður út í hver hafi átt hug- myndina að þessu verkefni segir Finnur að hann hafi lengi gengið með hugmyndina að þessu verkefni í maganum. „Ég er fæddur og uppalinn á Laugalandi en þangað sækja Akur- eyringar mikið af sínu vatni. Ég hef því verið hálfgerður vatnakarl alla tíð og sótt marga baðstaði vítt og breitt um heiminn. Mig hefur því lengi langað til að ráðast í upp- byggingu af þessu tagi.“ Hann segir að staðsetning Skógarbaðanna hafi komið upp í hendur þeirra hjóna í fyrrahaust en að þau hafi áður reynt að festa sér annað byggingarland en það hafi ekki gengið. „Það var mikið búið að ræða um hvernig nýta mætti heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngunum en ekkert gerðist. Þá var ekki annað í stöð- unni fyrir okkur en að stökkva á þetta. Við gengum á fund Eyja- fjarðarsveitar nokkrum dögum eft- ir að við keyptum lóðina og það hefur allt gengið eins og í sögu. Engin vandkvæði og bærinn reynst okkur mjög vel.“ Þau hjónin eiga nú meirihluta í félaginu en hafa fengið fleiri fjárfesta að verkefn- inu. Þau segja ekki tímabært að greina frá því hverjir þeir eru. „Við gátum valið okkur sam- starfsmenn í þessu verkefni og þetta er einfaldlega landsliðið í þeim efnum. Við erum mjög ánægð með hvernig það hefur spilast,“ segir Finnur sem rekur verktaka- fyrirtækið Finnur ehf. á Akureyri en það sinnir jarðvegsvinnu fyrir Norðurorku, Akureyrarbæ og fleiri aðila, sinnir vegaframkvæmdum og þá hefur Finnur einnig reist nokk- ur hús. Það kemur sér vel nú því hann heldur sjálfur utan um fram- kvæmdahluta verksins. Nú þegar hillir undir að sökkull verði steyptur að húsinu eru aðeins 10 mánuðir þar til áætluð opnun er. Finnur segir að það muni tak- ast. „Konan mín vildi opna í mars og ég í janúar og þarna fórum við bil beggja. Ég hef fulla trú á því að þetta takist.“ Hann segir að vonir standi til að taka á móti 50 þúsund gestum fyrsta árið en að aðstaðan muni ráða við gestakomur 75-80 þúsund manna á ári. „Þessi starfsemi mun veita 20-25 manns heilsársatvinnu á svæðinu og húsið gerir einnig ráð fyrir stækkunarmöguleikum ef ástæða þykir til,“ segir Finnur. Reynslumiklir arkitektar Það eru Basalt Arkitektar sem annast hönnun mannvirkisins. Hrólfur Karl Cela hjá Basalt segir verkefnið mjög spennandi og að mikil reynsla stofunnar af hönnun baðstaða hafi komið að góðum not- um. Arkitektar hjá Basalt hafa haft veg og vanda af hönnun Bláa lónsins, Guðlaugu á Langasandi, GeoSea á Húsavík, Vök á Egils- stöðum og sundlauginni á Hofsósi. Þá vinnur fyrirtækið einnig að hönnun fjallabaða í Þjórsárdal, endurgerð Jarðbaðanna á Mývatni og hálendisbaða í Kerlingarfjöllum. „Verkefnið er mjög krefjandi því byggingin er reist inni í skógi og við viljum valda sem minnstu raski. Skógurinn og umhverfið leika aðal- hlutverk í upplifun gestanna. Áherslan er á að maður sé inni í skóginum að baða sig en að þó sé útsýni inn og út Eyjafjörðinn og yfir til Akureyrar. Trén skjóta sér inn á milli glugga og fólk baðar sig í raun í landslaginu.“ Það er fleira en skógurinn sem gerir verkefnið krefjandi því bygg- ingin er utan í fjallshlíð og rennur að einhverju marki saman við hana. „Við viljum stíga létt inn í lands- lagið en það eru aðrar áskoranir, t.d. að þarna er mjög snjóþungt á veturna. Þetta er ævintýraveröld.“ Hrólfur segir að sá hluti bygg- inganna sem snúi að gestum, veit- ingasalur og móttökusalur, verði reistur úr krosslímdum timburein- ingum sem sé mjög vistvænn bygg- ingarmáti. „Búningsklefarnir sjálfir og tæknirými þar sem er mikið um vatn og hita eru reistir úr for- steyptum veggjum sem eru fluttir á staðinn til að lágmarka álag á þetta viðkvæma svæði.“ Bendir hann á að stór hluti klæðningar hússins að innan og ut- an verði úr frekar grófsöguðu eða tilhöggnu timbri sem minni á og kallist á við skóginn í kring. Segir Hrólfur að samstarfið hafi gengið einkar vel um hönnun Skógarbaðanna og að þar verði um að ræða nýtt og öðruvísi tækifæri fyrir fólk að njóta í sívaxandi bað- menningu þjóðarinnar. Skógarböðin opnuð í febrúar 2022 - Heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngum nýtt í starfsemina - Gera ráð fyrir 50 þúsund gestum á næsta ári - Geta tekið á móti 75-80 þúsund gestum árlega - Mun skapa allt að 25 heilsársstörf í Eyjafirði Finnur Aðalbjörnsson Hrólfur Karl Cela 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS Tatjana Latinovic var endurkjörin formaður Kven- réttindafélags Ís- lands á aðalfundi félagsins í gær, sem fór fram raf- rænt. Á sama fundi var aðild Trans Íslands staðfest. Trans Ís- land eru stuðnings- og baráttu- samtök fyrir transfólk á Íslandi og bætist í hóp annarra aðildarfélaga. Tatjana var fyrst kjörin formað- ur Kvenréttindafélagsins árið 2019, en hún er fyrsta konan af erlendum uppruna sem gegnir því embætti, segir í fréttatilkynningu. Í embættistíð sinni hefur Tatjana lagt áherslu á að raddir úr öllum áttum fái að heyrast í baráttunni og unnið markvisst að því að eiga í samtali við fjölbreytt samtök sem starfa að kynjajafnrétti, hvert á sínu sviði. Tvær nýjar konur setjast í stjórn, þær Lára Aðalsteinsdóttir og María Hjarðar. Tatjana Latinovic áfram formaður Tatjana Latinovic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.