Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 FÁST Í BYGGINGA- VÖRUVERSLUNUM Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is Bestu undirstöðurnar fyrir SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA DVERGARNIR R NAGGUR H: 120 cm PURKUR H: 60 cm TEITUR H: 80 cm ÁLFUR H: 30 cm Frábær hönnun, styrkur og léttleiki tryggja betri undirstöðu og festu í jarðvegi. Skoð ið nýj u heima síðun a island shus.i s Þetta er annað árið í röð, sem verkalýðs- hreyfingin verður að fella niður kröfugöngur og fundi á þessum há- tíðis- og baráttudegi sínum, vegna sóttvarna. Í dag minnist launafólk og aðrir verkalýðs- sinnar frumherjanna, sem báru gæfu til að gera stéttabaráttuna að sínum herra, helgaði 1. maí stéttabar- áttunni og gerði rauða fánann að tákni þeirrar baráttu með þakklæti og virðingu. Frumherjanna, sem fluttu fátækri alþýðu boðskapinn um að taka höndum saman í lífsbarátt- unni og heyja hana saman. „Frelsun verkalýðsins verður að vera verk verkalýðsstéttarinnar sjálfrar,“ eins og Karl Marx orðaði það. Þegar á leið bættist í hóp frumherjanna ungt fólk, sem lét sér ekki nægja að berjast fyr- ir hærri launum og félagslegum um- bótum fyrir stétt sína. Sú barátta var að þess dómi eins og hver önnur hjá- verk á leiðinni til framtíðarlandsins, sósíalismans, sem þá eins og nú bíður inni í sólglitrandi framtíðinni eftir því að fólkið þori. „Veit þá engi að eyjan hvíta/ á sér enn von ef fólkið þorir.“ Svo kvað Jónas. M. ö. o. þau vissu að þau ein geta breytt þjóðfélagsgerð- inni, sem þekkja hana til hlítar. Það nægir einfaldlega ekki að skynja mis- réttið í þjóðfélaginu, menn verða að skilja orsakir þess. Langt fram á síðustu öld sótti verkalýðshreyfingin þrótt og bar- áttuþrek í arfleifð frumherjanna og lét mikið að sér kveða í íslenskum þjóðmálum. Auk baráttunnar fyrir vinnu og mannsæmandi launum knúði hún fram 6 stunda hvíld á tog- urum, vökulögin svonefndu, 8 stunda vinnudag, orlof handa launafólki og almannatryggingar af ýmsum toga. Margt af þessu var árangur af löngum og víðtækum verkföllum. Lögin um atvinnuleysistryggingar voru t.d. knúin fram eftir sex vikna verkfall árið 1955 og tóku gildi árið eftir. Ekki má gleyma baráttunni fyr- ir lífeyrissjóðunum, en skyldugreiðsl- ur í þá hófust 1970, né baráttunni fyr- ir félagslegu húsnæði, en lög um verkamannabústaði voru sett árið 1929. Til að ná því fram sem ég hef hér upp talið þurfti þrotlausa og fórnfúsa baráttu og það er öllum hollt að hug- leiða við hvaða öfl í þjófélaginu var barist. Þá eins og nú er það stéttabar- áttan sem er hreyfiafl sögunnar. En verkalýðshreyfingin lét ekki þar við sitja. Hún barðist af hörku gegn afsali íslenskra landsréttinda og gegn erlendri hersetu á Íslandi, eink- um á árunum 1945 til 1951, gegn inn- göngu Íslands í NATO 1949, gegn inngöngu Íslands í Efnahags- bandalag Evrópu 1962, en svo hét fyrirrennari Evrópusambandsins á þeim tíma, og fyrir útfærslu fiskveiði- lögsögunnar í fjórum áföngum frá 1952 til 1975. Á árunum 1968 til 1970 urðu harðvítug verkföll í landinu og stóðu í tvær til þrjár vikur í senn. Þá var ólga á vinnumarkaði, m.a. vegna verulegs atvinnuleysis. Þegar kom fram á áttunda áratug- inn var sagt skilið við stéttabaráttuna af hálfu ASÍ-forystunnar og við tók stéttasamvinna, vaxandi miðstýring og sérfræðingaveldi. Með þessum breytingum einangraðist ASÍ- forystan frá grasrótinni í verkalýðsfélögunum, sem missti smám sam- an áhuga á henni, því alltaf logaði glóð stétta- baráttunnar á arni ým- issa verkalýðsfélaga. Fyrsta marz 2009 þegar kaupmáttur launa hafði rýrnað um 10% á einu ári samdi ASÍ um frestun umsaminnar launahækk- unar í átta mánuði. Öðruvísi mér áður brá. Hörðustu stéttaátök á síðustu öld áttu sér stað í miðri heimskreppunni miklu á fjórða áratug aldarinnar. Gúttóslagurinn í Reykjavík 1932 og Nóvudeilan á Akureyri 1933. Í báðum tilfellum ætluðu verkalýðsfjandsam- legar bæjarstjórnir að lækka laun verkamanna. Með órofa samstöðu sigruðu verkalýðssamtökin og komu í veg fyrir tilræðin. Höfðu þó enga sjóði til að styðjast við. Gúttóslagur- inn voru hörðustu átök sem urðu í Reykjavík á öldinni ef frá er talinn 30. marz 1949. Vorið 1970 var síðasta meiri háttar verkfall á vegum ASÍ, þar til í fyrravor eða í hálfa öld. Ekki sigldu þó öll samtök launa- fólks lygnan sjó það sem af er þessari öld. Árin 2014 og 2015 áttu ýmis félög opiberra starfsmanna í hörðum verk- fallsátökum, sumum æði löngum. Það vekur von að stéttasamvinnustefnan hefur ekki sömu tök á verkalýðs- hreyfingunni og áður. Efling – stétt- arfélag náði fram með verkfalls- aðgerðum meginkröfum sínum í samningum við Samband íslenskra sveitarfélaga 10. maí í fyrra og var þó óspart lamið með Covid-keyrinu. Og ASÍ-forystan hefur breyst mjög til batnaðar. Það var snemma ljóst í Ice- landair-deilunni að sum stéttarfélög flugstéttanna fylgdu stéttasam- vinnustefnu, létu undan kröfu Ice- landair um grófar skerðingar á kjör- um sínum, jafnvel til langs tíma. Flugfreyjur beygðu sig lengi vel ekki, höfnuðu tilboðum Icelandair. Að lok- um létu þær undan síga eftir að þær höfðu verið beittar bolabrögðum af hálfu flugfélagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun var atvinnuleysi hér 11% í marslok. Ellefu prósent at- vinnuleysi þýðir að 21.019 manns búa við 100% atvinnuleysi. Þar við bætast um tvö þúsund manns sem hafa misst rétt sinn til atvinnuleysisbóta og eru á framfæri sveitarfélaganna, þar sem framlag er mismunandi eftir búsetu, nær þó hvergi 200 þús. kr. á mánuði. Og ekki er mulið undir öryrkjana, sem hafa mátt sæta kjaraskerðingum með lögbrotum. Í tilefni af 1. maí Eftir Ólaf Þ. Jónsson » Það nægir einfald- lega ekki að skynja misréttið í þjóðfélaginu, menn verða að skilja orsakir þess Ólafur Þ. Jónsson Höfundur er skipasmiður. Kjörorð mín í próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins í Suður- kjördæmi eru „Ný kynslóð til forystu“ og þau hafa mikla merkingu. Sjálfstæð- isstefnan hefur um áratugaskeið verið sú stjórnmálastefna sem flestir landsmenn styðja. Það er engin tilviljun að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft leiðandi og mótandi áhrif á grunngerð íslensks sam- félags. Það er hins vegar ekkert lögmál að svo verði áfram. Við þurfum stöðugt að vinna stefnunni fylgi og ríkur þáttur í því er að kynna hana nýjum kynslóðum. Sígild hugmyndafræði Sjálfstæðisflokkurinn hefur notið þeirrar gæfu að vera byggður upp á traustum grunni klassískra hug- sjóna. Sá grunnur hefur gert Sjálf- stæðisflokkinn að þeirri kjölfestu sem hann hefur verið við uppbygg- ingu velferðarsóknar Íslands síð- ustu áratugi. Það hefur Sjálfstæð- isflokkurinn gert með því að vinna að umbótastefnu á grundvelli ein- staklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Um leið er okkur samofinn vilji til samhjálpar. Það er okkar skylda að gæta þess að enginn komist á vonarvöl, þótt hann mæti ofjörlum í sjúkdómum eða fátækt. Grunngildi okkar eiga því að end- urspeglast í krafti til athafna en standa gegn græðgi, yfirgangi, ranglæti og skeytingarleysi. Við sýnum manngæsku, friðarvilja og umhyggju. Sjálfstæðisstefnan stuðlar að fjölbreyttu og upp- byggilegu mannlífi þar sem fólk leitar hamingjunnar á eigin for- sendum. Blikur á lofti Sósíalísk hugmyndafræði og rót- tækar vinstri hugmyndir um rík- isbúskaparstefnu fá nú aukið pláss í þjóð- félagsumræðunni, þrátt fyrir að hafa margsinnis beðið skip- brot á öldinni sem leið. Þá sögu muna ekki all- ir. Alls staðar þar sem sósíalisminn hlaut brautargengi urðu af- leiðingarnar vondar, ekki síst fyrir þau sem minnst mega sín í sam- félaginu. Atvinnulíf staðnaði, launamismunur jókst og framfarir og framþróun urðu hæg- ari en þar sem frjálst markaðs- hagkerfi réð för. Þrátt fyrir afleita arfleifð má nú greina að sósíalism- inn og skyldar delluhugmyndir hafi náð til nýrra kynslóða, ekki síst fyrir tilstilli samfélagsmiðla. Sjálf- stæðisflokkurinn er eini hægri flokkurinn á Íslandi og nýtur sterkrar stöðu bæði á landsvísu og í einstökum sveitarfélögum. Í sögu- legu samhengi getur enginn annar flokkur eða jafnvel flokkabandalag státað af öðrum eins árangri í stjórnmálum. Það er engu að síður umhugsunarefni fyrir allt fólk sem hallast að borgaralegum gildum að á landsvísu mælist fylgi flokksins í skoðanakönnunum á bilinu 20-25%. Það þýðir að aðrir eru á mið-vinstri rófinu en vegna fjölda stjórnmála- flokka dreifist fylgið þannig að enn er Sjálfstæðisflokkurinn stærstur. Það þarf í sjálfu sér ekki margt að gerast til að breyta þessu til verri vegar og við verðum að íhuga al- varlega hvernig við fjölgum stuðn- ingsfólki okkar. Það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að sjálf- stæðisstefnan berist unga fólkinu til eyrna, eins og kalda vatnið renn- ur úr krananum sama hvað annað gengur á. Til þess þarf leiðtoga sem hafa skilning á breyttum veru- leika. Til þess þarf nýja kynslóð til forystu. Lífsgæðasókn Yngri kynslóðir Íslendinga horfa ekki bara til lífskjarasóknar heldur lífsgæðasóknar. Við viljum öflugt atvinnulíf og góð lífskjör sem ganga ekki of freklega á auðlindir okkar og náttúru. Við viljum stjórnvöld sem eru vakandi fyrir nýjum hugmyndum og efla rann- sóknir og nýsköpun á öllum svið- um. Við viljum draga úr hvers kyns mengun og styðja við uppbyggingu grænna atvinnuvega. Þess vegna styðjum við orkuskipti og kjósum rafbíla. Við viljum sjá Ísland í leið- andi hlutverki á norðurslóðum og að komandi kynslóðir geti gripið tækifærin sem í slíkri stöðu felast. Við viljum nýta tæknina til að efla landsbyggðina með störfum án staðsetningar og tryggja að öflug ferðaþjónusta blási nýju lífi í byggðirnar. Ísland hefur sjaldan notið annarrar eins athygli um- heimsins fyrir að vera það sjálft og á þeim grunni viljum við byggja með virðingu fyrir öllu sem á und- an kom. Stærstu verkefnin sem blasa við stjórnvöldum snerta ná- kvæmlega þessa framtíð og þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn svör. Ég er tæplega fertugur og hef setið í níu ár á þingi. Það tekur tíma að skilja gangverk þingsins og ná færni til að leiða framfaramál þar til lykta. Þá reynslu hef ég. Ég hef líka þrek og kraft, innsýn unga stjórnmálamannsins í það sem framtíðin krefst af okkar flokki og hvernig við getum best aflað hug- sjónum okkar aukins fylgis. Þess vegna býð ég mig fram til að leiða nýja kynslóð sjálfstæðisfólks til forystu fyrir Ísland. Þess vegna þurfum við nýja kynslóð til forystu Eftir Vilhjálm Árnason, Vilhjálmur Árnason » Grunngildi okkar eiga því að end- urspeglast í krafti til at- hafna en standa gegn græðgi, yfirgangi, rang- læti og skeytingarleysi. Höfundur er varaformaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins og fram- bjóðandi í 1. sæti. vilhjalmura@althingi.is Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.