Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 48
FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Eftir tvö töp í röð gegn Skagamönn- um á heimavelli á Íslandsmótinu undanfarin tvö ár sneru Valsmenn blaðinu við og lögðu ÍA að velli, 2:0, í upphafsleik ársins 2021 á Hlíðar- enda í gærkvöld. „ÍA reyndi að bæta upp fyrir skort á gæðum með mikilli baráttu og það tókst að einhverju leyti. Skagamenn reyndust Valsmönnum óþægilegur andstæðingur, en að lok- um voru gæði meistaranna einfald- lega of mikil,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. í grein sinni um leikinn á mbl.is. _ Óhætt er að segja að Patrick Pedersen haldi áfram þar sem frá var horfið á síðasta tímabili. Hann var sjóðheitur á lokasprettinum í fyrra og skoraði þá sex mörk í síð- ustu fimm leikjunum. Nú hóf hann tímabilið á því að skora fyrsta mark mótsins, á 55. mínútu gegn ÍA. _ Pedersen lagði síðan upp seinna mark Vals fyrir Kristin Frey Sig- urðsson, sem þar með er orðinn fimmti markahæsti leikmaður Vals í deildinni frá upphafi með 39 mörk. Hann fór fram úr Sigurjóni Krist- jánssyni, markakóngi deildarinnar árið 1988. _ Ísak Snær Þorvaldsson, miðju- maður ÍA, fékk rauða spjaldið um miðjan síðari hálfleik og verður í banni gegn Víkingi á laugardaginn kemur. _ Þrír erlendir leikmenn þreyttu frumraun sína í deildinni á Hlíðar- enda. Sænski bakvörðurinn Jo- hannes Vall og danski miðjumað- urinn Christian Köhler voru í byrjunarliði Vals og skoski miðvörð- urinn Alexander Davey var í hjarta varnar Skagamanna. _ Arnar Már Guðjónsson lék á ný með ÍA en hann missti af síðasta tímabili vegna meiðsla. _ Norræn samvinna er í hávegum höfð hjá Valsmönnum sem voru með þrjá Dani, tvo Svía og Færeying í byrjunarliðinu. Annar Færeyingur kom síðan inn á sem varamaður. _ Almarr Ormarsson kom inn á hjá Val og hefur þar með spilað með fimm liðum í efstu deild. Hin eru KA, Fjölnir, KR og Fram. _ Sverrir Páll Hjaltested kom inn á hjá Val í sínum fyrsta leik í efstu deild. _ Skagamaðurinn Arnór Smára- son gat ekki leikið með Val vegna meiðsla. Það verður því bið á að hann spili fyrsta leik sinn í efstu deild en Arnór fór fimmtán ára í at- vinnumennsku og hefur því aldrei spilað í deildinni. Tveir í banni hjá Fylki Fylkismenn taka á móti FH í Ár- bænum í kvöld og verða án tveggja fastamanna. Fyrirliðinn Ragnar Bragi Sveinsson og vinstri bakvörð- urinn Daði Ólafsson taka út leik- bann vegna rauðra spjalda sem þeir fengu undir lok síðasta tímabils. Einn annar leikmaður í deildinni tekur út bann. Sóknarmaðurinn Oddur Ingi Bjarnason verður ekki með KR gegn Breiðabliki í stórleik umferðarinnar á Kópavogsvelli ann- að kvöld en hann fékk rautt spjald í síðasta leik Grindavíkur á síðasta hausti. Hinir þrír leikirnir í umferðinni eru viðureign HK og KA í Kórnum í dag, leikur Stjörnunnar og Leiknis úr Reykjavík í Garðabæ í kvöld og leikur Víkings R. og Keflavíkur ann- að kvöld. Hélt áfram þar sem frá var horfið Morgunblaðið/Eggert Ólíkt Skagamaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson fékk rauða spjaldið á Hlíð- arenda en Patrick Pedersen skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2021. - Pedersen og Kristinn Freyr tryggðu Valsmönnum sigur á Skagamönnum 48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 Pepsi Max-deild karla Valur – ÍA.................................................. 2:0 Mjólkurbikar karla 2. umferð: Augnablik – Ægir..................................... 4:0 ÍH – Úlfarnir............................................. 0:3 Fjölnir – KÁ.............................................. 7:1 Þór – Magni............................................... 3:0 Álftanes – ÍR............................................. 0:2 Afturelding – SR ...................................... 8:0 Mjólkurbikar kvenna 2. umferð: Grindavík – Hamar .................................. 2:0 Fram – Grótta........................................... 0:4 England Southampton – Leicester ........................ 1:1 Staða efstu liða: Manch. City 33 24 5 4 69:24 77 Manch. United 33 19 10 4 64:35 67 Leicester 34 19 6 9 61:39 63 Chelsea 33 16 10 7 51:31 58 West Ham 33 16 7 10 53:43 55 Liverpool 33 15 9 9 55:39 54 Tottenham 33 15 8 10 56:38 53 Everton 32 15 7 10 44:40 52 Leeds 33 14 5 14 50:50 47 Þýskaland Bikarkeppnin, undanúrslit: Werder Bremen – RB Leipzig ....... (frl.) 1:2 Holland B-deild: Excelsior – Dordrecht ............................ 3:0 - Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior og skoraði tvö markanna. Telstar – Jong PSV ................................. 2:2 - Kristófer Ingi Kristinsson lék ekki með PSV. Almere City – Jong Ajax ........................ 1:0 - Kristian Nökkvi Hlynsson var varamað- ur hjá Ajax og kom ekki við sögu. Frakkland Lyon – Le Havre ...................................... 5:1 - Sara Björk Gunnarsdóttir hjá Lyon er í barneignarfríi. - Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Le Havre en hún, Anna Björk Krist- jánsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir léku allan leikinn með liðinu. Lettland Valmieras – Riga ..................................... 2:1 - Axel ÓskarAndrésson var varamaður hjá Riga og kom ekki við sögu. Svíþjóð Växjö – Kristianstad ............................... 0:1 - Andrea Mist Pálsdóttir var varamaður hjá Växjö og kom ekki við sögu. - Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd af velli hjá Kristianstad á 39. mínútu. Sif Atla- dóttir var varamaður og kom ekki við sögu. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. 4.$--3795.$ Dominos-deild karla Þór Þ. – Valur ....................................... 98:96 Keflavík – KR ....................................... 95:87 Staðan: Keflavík 19 17 2 1804:1535 34 Þór Þ. 19 13 6 1850:1709 26 Stjarnan 19 13 6 1733:1647 26 Valur 19 10 9 1625:1607 20 KR 19 10 9 1684:1714 20 Tindastóll 19 9 10 1729:1714 18 Grindavík 19 9 10 1670:1734 18 Þór Ak. 19 8 11 1650:1769 16 ÍR 19 7 12 1701:1737 14 Höttur 19 6 13 1647:1744 12 Haukar 19 6 13 1589:1697 12 Njarðvík 19 6 13 1544:1619 12 1. deild karla Skallagrímur – Álftanes ...................... 86:77 Sindri – Breiðablik ............................... 79:99 Selfoss – Fjölnir.................................... 88:81 Hrunamenn – Hamar............................. 0:20 _ Hrunamenn þurftu að gefa tvo síðustu leiki sína í deildinni vegna kórónuveiru- smita á Flúðum. Staðan: Breiðablik 15 12 3 1490:1282 24 Hamar 15 10 5 1382:1275 20 Sindri 15 9 6 1334:1329 18 Vestri 16 9 7 1318:1359 18 Álftanes 16 9 7 1491:1375 18 Skallagrímur 15 9 6 1268:1235 18 Selfoss 15 4 11 1178:1260 8 Fjölnir 15 4 11 1305:1346 8 Hrunamenn 16 3 13 1109:1414 6 Spánn Murcia – Valencia................................ 66:80 - Martin Hermannsson skoraði 11 stig fyrir Valencia, átti 4 stoðsendingar og tók 3 fráköst á 21 mínútu. B-deild: Tizona Burgos – Girona ..................... 78:69 - Kári Jónsson skoraði 18 stig fyrir Gi- rona, átti 4 stoðsendingar og tók 2 fráköst á 29 mínútum. Þýskaland Bonn – Fraport Skyliners .................. 85:73 - Jón Axel Guðmundsson skoraði 3 stig fyrir Fraport, tók 6 fráköst og átti 2 stoð- sendingar á 26 mínútum. 4"5'*2)0-# Enski knattspyrnumaðurinn Gary Martin var ekki lengi án félags eftir að Eyjamenn riftu samningnum við hann í vikunni. Nú verður hann mótherji þeirra í 1. deildinni en Sel- fyssingar skýrðu frá því í gær að Martin hefði samið við þá til tveggja ára. Eyjamenn fengu í gær framherja í stað Martins. Stefán Ingi Sigurðarson er kominn til ÍBV í láni frá Breiðabliki. Stefán lék fjóra deildaleiki með Blikum í fyrra en var í láni hjá Grindavík hálft tímabilið þar sem hann skoraði þrjú mörk í sex leikjum í 1. deildinni. Martin samdi við Selfyssinga Ljósmynd/Sigfús Gunnar Selfoss Gary Martin er kominn í sitt sjötta lið á Íslandi frá 2010. Skíðagöngukappinn Snorri Ein- arsson vann sín þriðju gullverðlaun á Skíðamóti Íslands sem lauk á Ak- ureyri í gær. Snorri kom fyrstur í mark í göngu með hefðbundinni að- ferð en gengnir voru tíu 10 kíló- metrar. Í kvennaflokki kom Linda Rós Hannesdóttir fyrst í mark eftir harða baráttu við Gígju Björns- dóttur en konurnar gengu 5 kíló- metra. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í svigi kvenna og Sturla Snær Snorrason sigraði í svigi karla og varð meistari í fjórða sinn. AFP Þrenna Snorri Einarsson var sig- ursæll á Skíðamóti Íslands. Þriðju gullverð- laun Snorra VALUR – ÍA 2:0 1:0 Patrick Pedersen 55. 2:0 Kristinn Freyr Sigurðsson 72. MM Patrick Pedersen (Val) M Hannes Þór Halldórsson (Val) Rasmus Christiansen (Val) Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Kaj Leo í Bartalsstovu (Val) Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Hákon Ingi Jónsson (ÍA) Alexander Davey (ÍA) Rautt spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA) 66. Dómari: Vilhjálmur A. Þórarins. – 8. Áhorfendur: 200 (uppselt). _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/ sport/fotbolti. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum erfitt verkefni í und- ankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Dregið var í riðla í gær og skæðustu keppinautar Ísland verða Evrópumeistarar Hollendinga ásamt Tékkum en auk þess eru Hvíta-Rússland og Kýpur í riðl- inum. Aðeins sigurliðið kemst beint í lokakeppnina sem fram fer í Ástr- alíu og Nýja-Sjálandi árið 2023 en liðið í öðru sæti kemst í umspil. Fyrir fram eru hollensku Evr- ópumeistararnir sigurstranglegir í riðlinum. Auk þess að vinna EM 2017, þar sem liðið kom talsvert á óvart, fékk Holland silfur á heims- meistaramótinu 2019. Liðið er í þriðja sæti heimslistans, á eftir Bandaríkjunum og Þýskalandi. Ísland náði þó góðum úrslitum í síðasta leik gegn Hollandi, í Alg- arve-bikarnum árið 2018, en við- ureign þjóðanna endaði 0:0. Ein sú besta í heiminum Aðalstjarna hollenska liðsins er framherjinn Vivianne Miedema, sem leikur með Arsenal, en hún er talin ein sú allra besta í heiminum um þessar mundir. Þá verða Tékkar harðskeyttir mótherjar en þetta er í annað sinn í röð sem Ísland og Tékkland eru saman í riðli í undankeppni HM. Liðin mættust tvisvar á árunum 2017 og 2018 og báðir leikirnir end- uðu 1:1. Úrslitin í þeim seinni á Laugardalsvellinum, þar sem Bar- bora Votiková varði vítaspyrnur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í upp- bótartíma, urðu til þess að Ísland komst ekki í umspil þótt liðið end- aði í öðru sæti riðilsins, þremur stigum á undan Tékkum. Hvít-Rússar eru í 54. sæti heims- listans og í síðustu undankeppni EM töpuðu þeir öllum sex leikjum sínum gegn Noregi, Norður-Írlandi og Wales en sigruðu Færeyinga tvisvar. Það kæmi talsvert á óvart ef Hvít-Rússar fengju stig gegn þremur sterkari liðum riðilsins. Ís- land hefur unnið alla fjóra leiki sína gegn Hvíta-Rússlandi með samtals tólf mörkum gegn einu, síðast 5:0 í Minsk í undankeppni EM árið 2016. Kýpur er síðan afgerandi lakasta liðið í riðlinum, situr í 125. sæti heimslistans og hefur aldrei áður mætt íslenska landsliðinu. Kýpur tapaði öllum leikjum sínum í síð- ustu undankeppni EM, gegn Finn- landi, Portúgal, Skotlandi og Alb- aníu, með markatölunni 0:37. Undankeppnin hefst í september og lýkur í september 2022 en um- spilið fer síðan fram í október 2022. Erfið leið á heimsmeistaramótið - Ísland mætir Hollandi, Tékklandi, Hvíta-Rússlandi og Kýpur í undankeppni HM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.