Morgunblaðið - 01.05.2021, Page 48
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eftir tvö töp í röð gegn Skagamönn-
um á heimavelli á Íslandsmótinu
undanfarin tvö ár sneru Valsmenn
blaðinu við og lögðu ÍA að velli, 2:0, í
upphafsleik ársins 2021 á Hlíðar-
enda í gærkvöld.
„ÍA reyndi að bæta upp fyrir
skort á gæðum með mikilli baráttu
og það tókst að einhverju leyti.
Skagamenn reyndust Valsmönnum
óþægilegur andstæðingur, en að lok-
um voru gæði meistaranna einfald-
lega of mikil,“ skrifaði Jóhann Ingi
Hafþórsson m.a. í grein sinni um
leikinn á mbl.is.
_ Óhætt er að segja að Patrick
Pedersen haldi áfram þar sem frá
var horfið á síðasta tímabili. Hann
var sjóðheitur á lokasprettinum í
fyrra og skoraði þá sex mörk í síð-
ustu fimm leikjunum. Nú hóf hann
tímabilið á því að skora fyrsta mark
mótsins, á 55. mínútu gegn ÍA.
_ Pedersen lagði síðan upp seinna
mark Vals fyrir Kristin Frey Sig-
urðsson, sem þar með er orðinn
fimmti markahæsti leikmaður Vals í
deildinni frá upphafi með 39 mörk.
Hann fór fram úr Sigurjóni Krist-
jánssyni, markakóngi deildarinnar
árið 1988.
_ Ísak Snær Þorvaldsson, miðju-
maður ÍA, fékk rauða spjaldið um
miðjan síðari hálfleik og verður í
banni gegn Víkingi á laugardaginn
kemur.
_ Þrír erlendir leikmenn þreyttu
frumraun sína í deildinni á Hlíðar-
enda. Sænski bakvörðurinn Jo-
hannes Vall og danski miðjumað-
urinn Christian Köhler voru í
byrjunarliði Vals og skoski miðvörð-
urinn Alexander Davey var í hjarta
varnar Skagamanna.
_ Arnar Már Guðjónsson lék á ný
með ÍA en hann missti af síðasta
tímabili vegna meiðsla.
_ Norræn samvinna er í hávegum
höfð hjá Valsmönnum sem voru með
þrjá Dani, tvo Svía og Færeying í
byrjunarliðinu. Annar Færeyingur
kom síðan inn á sem varamaður.
_ Almarr Ormarsson kom inn á
hjá Val og hefur þar með spilað með
fimm liðum í efstu deild. Hin eru
KA, Fjölnir, KR og Fram.
_ Sverrir Páll Hjaltested kom inn
á hjá Val í sínum fyrsta leik í efstu
deild.
_ Skagamaðurinn Arnór Smára-
son gat ekki leikið með Val vegna
meiðsla. Það verður því bið á að
hann spili fyrsta leik sinn í efstu
deild en Arnór fór fimmtán ára í at-
vinnumennsku og hefur því aldrei
spilað í deildinni.
Tveir í banni hjá Fylki
Fylkismenn taka á móti FH í Ár-
bænum í kvöld og verða án tveggja
fastamanna. Fyrirliðinn Ragnar
Bragi Sveinsson og vinstri bakvörð-
urinn Daði Ólafsson taka út leik-
bann vegna rauðra spjalda sem þeir
fengu undir lok síðasta tímabils.
Einn annar leikmaður í deildinni
tekur út bann. Sóknarmaðurinn
Oddur Ingi Bjarnason verður ekki
með KR gegn Breiðabliki í stórleik
umferðarinnar á Kópavogsvelli ann-
að kvöld en hann fékk rautt spjald í
síðasta leik Grindavíkur á síðasta
hausti.
Hinir þrír leikirnir í umferðinni
eru viðureign HK og KA í Kórnum í
dag, leikur Stjörnunnar og Leiknis
úr Reykjavík í Garðabæ í kvöld og
leikur Víkings R. og Keflavíkur ann-
að kvöld.
Hélt áfram
þar sem frá
var horfið
Morgunblaðið/Eggert
Ólíkt Skagamaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson fékk rauða spjaldið á Hlíð-
arenda en Patrick Pedersen skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2021.
- Pedersen og Kristinn Freyr tryggðu
Valsmönnum sigur á Skagamönnum
48 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021
Pepsi Max-deild karla
Valur – ÍA.................................................. 2:0
Mjólkurbikar karla
2. umferð:
Augnablik – Ægir..................................... 4:0
ÍH – Úlfarnir............................................. 0:3
Fjölnir – KÁ.............................................. 7:1
Þór – Magni............................................... 3:0
Álftanes – ÍR............................................. 0:2
Afturelding – SR ...................................... 8:0
Mjólkurbikar kvenna
2. umferð:
Grindavík – Hamar .................................. 2:0
Fram – Grótta........................................... 0:4
England
Southampton – Leicester ........................ 1:1
Staða efstu liða:
Manch. City 33 24 5 4 69:24 77
Manch. United 33 19 10 4 64:35 67
Leicester 34 19 6 9 61:39 63
Chelsea 33 16 10 7 51:31 58
West Ham 33 16 7 10 53:43 55
Liverpool 33 15 9 9 55:39 54
Tottenham 33 15 8 10 56:38 53
Everton 32 15 7 10 44:40 52
Leeds 33 14 5 14 50:50 47
Þýskaland
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Werder Bremen – RB Leipzig ....... (frl.) 1:2
Holland
B-deild:
Excelsior – Dordrecht ............................ 3:0
- Elías Már Ómarsson lék allan leikinn
með Excelsior og skoraði tvö markanna.
Telstar – Jong PSV ................................. 2:2
- Kristófer Ingi Kristinsson lék ekki með
PSV.
Almere City – Jong Ajax ........................ 1:0
- Kristian Nökkvi Hlynsson var varamað-
ur hjá Ajax og kom ekki við sögu.
Frakkland
Lyon – Le Havre ...................................... 5:1
- Sara Björk Gunnarsdóttir hjá Lyon er í
barneignarfríi.
- Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði
mark Le Havre en hún, Anna Björk Krist-
jánsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir léku
allan leikinn með liðinu.
Lettland
Valmieras – Riga ..................................... 2:1
- Axel ÓskarAndrésson var varamaður
hjá Riga og kom ekki við sögu.
Svíþjóð
Växjö – Kristianstad ............................... 0:1
- Andrea Mist Pálsdóttir var varamaður
hjá Växjö og kom ekki við sögu.
- Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd af
velli hjá Kristianstad á 39. mínútu. Sif Atla-
dóttir var varamaður og kom ekki við sögu.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið.
4.$--3795.$
Dominos-deild karla
Þór Þ. – Valur ....................................... 98:96
Keflavík – KR ....................................... 95:87
Staðan:
Keflavík 19 17 2 1804:1535 34
Þór Þ. 19 13 6 1850:1709 26
Stjarnan 19 13 6 1733:1647 26
Valur 19 10 9 1625:1607 20
KR 19 10 9 1684:1714 20
Tindastóll 19 9 10 1729:1714 18
Grindavík 19 9 10 1670:1734 18
Þór Ak. 19 8 11 1650:1769 16
ÍR 19 7 12 1701:1737 14
Höttur 19 6 13 1647:1744 12
Haukar 19 6 13 1589:1697 12
Njarðvík 19 6 13 1544:1619 12
1. deild karla
Skallagrímur – Álftanes ...................... 86:77
Sindri – Breiðablik ............................... 79:99
Selfoss – Fjölnir.................................... 88:81
Hrunamenn – Hamar............................. 0:20
_ Hrunamenn þurftu að gefa tvo síðustu
leiki sína í deildinni vegna kórónuveiru-
smita á Flúðum.
Staðan:
Breiðablik 15 12 3 1490:1282 24
Hamar 15 10 5 1382:1275 20
Sindri 15 9 6 1334:1329 18
Vestri 16 9 7 1318:1359 18
Álftanes 16 9 7 1491:1375 18
Skallagrímur 15 9 6 1268:1235 18
Selfoss 15 4 11 1178:1260 8
Fjölnir 15 4 11 1305:1346 8
Hrunamenn 16 3 13 1109:1414 6
Spánn
Murcia – Valencia................................ 66:80
- Martin Hermannsson skoraði 11 stig
fyrir Valencia, átti 4 stoðsendingar og tók 3
fráköst á 21 mínútu.
B-deild:
Tizona Burgos – Girona ..................... 78:69
- Kári Jónsson skoraði 18 stig fyrir Gi-
rona, átti 4 stoðsendingar og tók 2 fráköst á
29 mínútum.
Þýskaland
Bonn – Fraport Skyliners .................. 85:73
- Jón Axel Guðmundsson skoraði 3 stig
fyrir Fraport, tók 6 fráköst og átti 2 stoð-
sendingar á 26 mínútum.
4"5'*2)0-#
Enski knattspyrnumaðurinn Gary
Martin var ekki lengi án félags eftir
að Eyjamenn riftu samningnum við
hann í vikunni. Nú verður hann
mótherji þeirra í 1. deildinni en Sel-
fyssingar skýrðu frá því í gær að
Martin hefði samið við þá til
tveggja ára. Eyjamenn fengu í gær
framherja í stað Martins. Stefán
Ingi Sigurðarson er kominn til ÍBV
í láni frá Breiðabliki. Stefán lék
fjóra deildaleiki með Blikum í fyrra
en var í láni hjá Grindavík hálft
tímabilið þar sem hann skoraði þrjú
mörk í sex leikjum í 1. deildinni.
Martin samdi
við Selfyssinga
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Selfoss Gary Martin er kominn í
sitt sjötta lið á Íslandi frá 2010.
Skíðagöngukappinn Snorri Ein-
arsson vann sín þriðju gullverðlaun
á Skíðamóti Íslands sem lauk á Ak-
ureyri í gær. Snorri kom fyrstur í
mark í göngu með hefðbundinni að-
ferð en gengnir voru tíu 10 kíló-
metrar. Í kvennaflokki kom Linda
Rós Hannesdóttir fyrst í mark eftir
harða baráttu við Gígju Björns-
dóttur en konurnar gengu 5 kíló-
metra. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil
í svigi kvenna og Sturla Snær
Snorrason sigraði í svigi karla og
varð meistari í fjórða sinn.
AFP
Þrenna Snorri Einarsson var sig-
ursæll á Skíðamóti Íslands.
Þriðju gullverð-
laun Snorra
VALUR – ÍA 2:0
1:0 Patrick Pedersen 55.
2:0 Kristinn Freyr Sigurðsson 72.
MM
Patrick Pedersen (Val)
M
Hannes Þór Halldórsson (Val)
Rasmus Christiansen (Val)
Kristinn Freyr Sigurðsson (Val)
Kaj Leo í Bartalsstovu (Val)
Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
Hákon Ingi Jónsson (ÍA)
Alexander Davey (ÍA)
Rautt spjald: Ísak Snær Þorvaldsson
(ÍA) 66.
Dómari: Vilhjálmur A. Þórarins. – 8.
Áhorfendur: 200 (uppselt).
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl
og greinar um leikina – sjá mbl.is/
sport/fotbolti.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið á fyrir
höndum erfitt verkefni í und-
ankeppni heimsmeistaramótsins
2023. Dregið var í riðla í gær og
skæðustu keppinautar Ísland verða
Evrópumeistarar Hollendinga
ásamt Tékkum en auk þess eru
Hvíta-Rússland og Kýpur í riðl-
inum.
Aðeins sigurliðið kemst beint í
lokakeppnina sem fram fer í Ástr-
alíu og Nýja-Sjálandi árið 2023 en
liðið í öðru sæti kemst í umspil.
Fyrir fram eru hollensku Evr-
ópumeistararnir sigurstranglegir í
riðlinum. Auk þess að vinna EM
2017, þar sem liðið kom talsvert á
óvart, fékk Holland silfur á heims-
meistaramótinu 2019. Liðið er í
þriðja sæti heimslistans, á eftir
Bandaríkjunum og Þýskalandi.
Ísland náði þó góðum úrslitum í
síðasta leik gegn Hollandi, í Alg-
arve-bikarnum árið 2018, en við-
ureign þjóðanna endaði 0:0.
Ein sú besta í heiminum
Aðalstjarna hollenska liðsins er
framherjinn Vivianne Miedema,
sem leikur með Arsenal, en hún er
talin ein sú allra besta í heiminum
um þessar mundir.
Þá verða Tékkar harðskeyttir
mótherjar en þetta er í annað sinn í
röð sem Ísland og Tékkland eru
saman í riðli í undankeppni HM.
Liðin mættust tvisvar á árunum
2017 og 2018 og báðir leikirnir end-
uðu 1:1. Úrslitin í þeim seinni á
Laugardalsvellinum, þar sem Bar-
bora Votiková varði vítaspyrnur
Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í upp-
bótartíma, urðu til þess að Ísland
komst ekki í umspil þótt liðið end-
aði í öðru sæti riðilsins, þremur
stigum á undan Tékkum.
Hvít-Rússar eru í 54. sæti heims-
listans og í síðustu undankeppni
EM töpuðu þeir öllum sex leikjum
sínum gegn Noregi, Norður-Írlandi
og Wales en sigruðu Færeyinga
tvisvar. Það kæmi talsvert á óvart
ef Hvít-Rússar fengju stig gegn
þremur sterkari liðum riðilsins. Ís-
land hefur unnið alla fjóra leiki sína
gegn Hvíta-Rússlandi með samtals
tólf mörkum gegn einu, síðast 5:0 í
Minsk í undankeppni EM árið 2016.
Kýpur er síðan afgerandi lakasta
liðið í riðlinum, situr í 125. sæti
heimslistans og hefur aldrei áður
mætt íslenska landsliðinu. Kýpur
tapaði öllum leikjum sínum í síð-
ustu undankeppni EM, gegn Finn-
landi, Portúgal, Skotlandi og Alb-
aníu, með markatölunni 0:37.
Undankeppnin hefst í september
og lýkur í september 2022 en um-
spilið fer síðan fram í október 2022.
Erfið leið á heimsmeistaramótið
- Ísland mætir Hollandi, Tékklandi, Hvíta-Rússlandi og Kýpur í undankeppni HM