Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur samþykkt nýjar vistgötur í borginni. Um er að ræða Lágholtsveg, Drafnarstíg frá Öldugötu og botn- langana Þverás 1-7 og 9-15. Þá verður svæði innan reits sem af- markast af Laugavegi, Katrínar- túni, Bríetartúni og Rauðarárstíg (Skúlagarður) vistgötusvæði. Vistgata er gata þar sem umferð gangandi vegfarenda og hægfara faratækja, eins og reiðhjóla, hjóla- skauta eða hjólabretta, hefur for- gang fram yfir umferð bíla. Venjulega er hraði takmarkaður við gönguhraða og gangandi veg- farendum, börnum að leik o.s.frv. er heimilt að nota götuna til jafns við bíla. Hámarkshraði bifreiða er 10 km/klst. Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðar- merkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við. sisi@mbl.is Nýjar vist- götur í borginni - Hægfara umferð rétthærri en bílar Morgunblaðið/Ómar Breyting Vesturgötunni breytt í vistgötu fyrir nokkrum árum. Leit er hafin að nýju varðskipi Ís- lendinga, en sem kunnugt er mun það fá nafnið Freyja. Ríkiskaup hafa fyrir hönd Land- helgisgæslunnar auglýst eftir áhugasömum seljendum slíkra skipa. Auglýsingin er birt á EES- svæðinu og er skilafrestur til 13. maí næstkomandi. Fram kemur í auglýsingu Ríkis- kaupa að verið sé að leita að þjón- ustuskipi eða sambærilegu skipi. Það má ekki vera eldra en frá árinu 2005. Það skal vera 74-95 metrar að lengd og lágmarksgang- hraði skal vera 15 sjómílur á klukkustund. Þriggja manna starfshópur undirbýr kaupin og miðast ferlið við að varðskipið Freyja verði fullbúið og komið til Íslands snemma í haust. Alvarlegar bilanir í Tý Þegar varðskipið Týr var tekið í slipp í janúar sl. komu í ljós alvar- legar bilanir. Óraunhæft var talið að fara í kostnaðarsamar viðgerðir og því samþykkti ríkisstjórnin til- lögu Áslaugar Örnu Sigurbjörns- dóttur dómsmálaráðherra þess efnis að þegar verði hafist handa við kaup á nýlegu skip. Staða á mörkuðum fyrir kaup á nýlegum skipum, t.d. þjónustu- skipum úr olíuiðnaðinum, er talin einkar góð um þessar mundir. Um er að ræða skip sem henti vel til að sinna verkefnum Landhelgisgæsl- unnar með mikla dráttargetu, góða stjórnhæfni, gott dekkpláss og fullkominn slökkvibúnað. sisi@mbl.is Leit hafin að nýju varðskipi Morgunblaðið/Eggert Um borð í Þór Tilkynnt um kaup á nýju varðskipi sem mun fá nafnið Freyja. - Ríkiskaup auglýsa á EES-svæðinu eftir þjónustuskipi Verkefni sem Íslensk NýOrka stýrir hlaut nýlega tíu milljóna króna styrk úr Loftslagssjóði fyrir verkefnið skrokk- og kerfishönnun á fjölnota raftvíbytnu. Samstarfsaðilar eru Arctic Clean Invest ehf., Mannvit, Faxaflóahafnir og Orka náttúrunn- ar. Verkefnið miðar að því að for- hanna raftvíbytnu og greina lykil- notkunarmöguleika hennar, með áherslu á almenningssamgöngur og haftengda ferðaþjónustu. Markmiðið er að hanna skrokk og rafkerfi sem hefur þann eiginleika að hægt er að byggja mismunandi yfirbyggingar ofan á skrokkinn þar sem yfirbyggingin á skrokknum og lengd hans getur verið fjölbreytt eft- ir þörfum viðskiptavinar. Verkefnið byggir á þekkingu sem varð til á Ís- landi með rafvæðingu hvalaskoð- unarbáta Norðursiglingar og hefur verið þróuð enn frekar í Noregi á undanförnum árum. Styrkur til að forhanna fjöl- nota raftvíbytnu Að lifa eða lifa af? EITT SAMFÉLAG FYRIR ALLA ertu ekki að skilja okkur -eftir? átækt? -nei takk örorka er ávísun á einangrun 1. MAÍ við viljum efndir Við höfum viðurkennt rétt fatlaðs fólks til sífellt batnandi lífskjara og að það verði að veruleika án mismununar (úr samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks SRFF) Með staðfestingu SRFF hafa stjórnmálamenn skuldbundið sig til að tryggja þann rétt. Það er löngu kominn tími efnda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.